Charlie Brooker – How TV Ruined Your Life – The Lifecycle

Posted in Myndbönd | Leave a comment

Virkjunarheimskan heldur áfram á Íslandi

Í Morgunblaðinu (mbl.is) var í gær (07-Nóvember-2017) lítil frétt sem fór ekki hátt en þar er skrifað um hugsanlega virkjun við skaftáreldahraun og jökulárnar sem þar er að finna. Samkvæmt fréttinni og 10 ára úreltu umhverfismati þá urðu áhrifin af slíkri virkjun mjög neikvæð og ekki afturkræf. Þar fyrir utan þá er einnig ljóst að hægt er að ná í auka raforku með öðrum hætti í dag en var gert fyrir 10 árum síðan. Það er gjörsamlega fáránlegt að fara virkja jökulár þegar hægt er að reisa vindmyllur sem eru ekki aðeins ódýrari heldur framleiða mun meira rafmagn heldur en svona virkjun og einfalt að bæta við ef þörf er á því. Landsvirkjun er með tvær vindmyllur (heimasíða þeirra er hérna) og þessar tvær vindmyllur eru færar um að framleiða 1,8kW samanlagt. Þetta eru frekar litlar vindmyllur og eru bara 900kW hver. Það er hægt í dag að reisa stærri vindmyllur sem ná alveg þeirri raforkuframleiðslu og fengist með því að virkja þessar jökulár nærri hrauni Skaftárelda. Líklega yrði þó hagstæðara að hafa fleiri minni vindmyllur til þess að ná þeirri raforkuframleiðslu sem óskað er. Landrask verður alltaf mun minna við það að reisa vindmyllur og skemmdir af völdum slíkra framkvæmda er hægt að halda í lágmarki.

Það er heimska og mikil græðgi að ætla sér að fara að reisa vatnsaflvirkjun í dag þegar betri kostir bjóðast nú þegar íslendingum. Vindmyllur auk sólarafls er eitthvað sem íslendingar eiga að horfa til framtíðar með þegar það kemur að raforkuframleiðslu á Íslandi. Það er ekki hægt að halda áfram eyðileggingu íslenskrar náttúru með því að reisa endalausar vatnsaflvirkjanir eins og hefur verið gert á undanförnum áratugum. Það er eitt sem ekki er skortur á Íslandi og það er rok og í dag láta íslendingar þá orku fara til spillis vegna skammsýni og heimsku.

Fréttir af þessari fyrirhuguðu virkjun

Vill virkja í einu yngsta ár­gljúfri heims (mbl.is)

Nýjustu fréttir af þróun vindafls

Cost of wind keeps dropping, and there’s little coal, nuclear can do to stop it (Ars Technica)

Wind turbine (Wikipedia)

Posted in Skoðun, Virkjanir | Leave a comment

Er Heimssýn stutt af Rússlandi eins og svipaðir öfgaflokkar í Evrópu

Innan öfgasamtakana Heimssýnar sem hafa undanfarna tvo áratugi barist gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, vegna þess að innan Heimssýnar eru aðalega rasistar og síðan þjóðernisinnað öfgafólk sem vill halda Íslendingum eins einangrun frá Evrópu og heiminum og hægt er (slíkt stefna er ekkert voðalega góð PR fræði og er því haldið leyndri).

Það er orðin þekkt staðreynd að Pútin og hans félagar hafa á undanförnum árum stutt samtök og stjórnmálaflokka í Evrópu sem berjast gegn Evrópusambandinu og það er einnig orðið ljóst að Rússland hafði áhrif á það hvernig atkvæðagreiðslan varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fór. Það er því ljóst að spurningin um það hversu mikinn stuðning stjórnmálaflokkar og andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi njóta frá Rússlandi. Það er ennþá ekkert svar við þeirri spurningu en ég er nokkuð viss um að það kemur einn daginn.

Hérna eru fréttir þessu tengdar.

Europe’s Far-Right Enjoys Backing from Russia’s Putin (NBC News, 2017)
Putin’s far-right ambition: Think-tank reveals how Russian President is wooing – and funding – populist parties across Europe to gain influence in the EU (Independent, 2014)
Russia courting Europe’s far-right, anti-EU political parties (CTV News, 2014)
Why Europe Is Right to Fear Putin’s Useful Idiots (Foreign Policy, 2016)

Posted in Áróður, Fasistar, Heimssýn, Skoðun | Leave a comment

Why Detox Cleanses are a Rip-Off

Posted in Myndbönd | Leave a comment

Adam Ruins Everything – How the Present Limits Our Vision of the Future | truTV

Posted in Myndbönd | Leave a comment

Are University Admissions Biased? | Simpson’s Paradox Part 2

Posted in Myndbönd | Comments Off on Are University Admissions Biased? | Simpson’s Paradox Part 2

Simpson’s Paradox

Posted in Myndbönd | Comments Off on Simpson’s Paradox

Að lofa fleiri holum og niðurskurði á Íslandi

Það er alveg ljóst að ef sjálfstæðisflokkurinn með framsóknarflokknum og viðreisn komast til valda á Íslandi. Þá er ljóst að meira verður skorið niður í almennri þjónustu á Íslandi, fleiri holur verða í sveitavegum Íslands. Það verður meira einkavætt í heilbrigðiskerfinu á Íslandi og gjöld á veikt fólk verða aukin.

Eina góðærið á Íslandi um þessar mundir er hjá ríku fólki á Íslandi. Meirihluti alls almennings á Íslandi er ekki að njóta þeirra tekna sem aukinn ferðamannastraumur á Íslandi hefur komið með til Íslands. Ástæðan er spilling manna og kvenna sem eru tengd inn í sjálfstæðisflokkinn, framsóknarflokkinn eða viðreisn (sem er einnig tengd inn í sjálfstæðisflokkinn). Þetta hefur sem dæmi fært ákveðnum fyrirtækjum forskot á keppinauta í ferðamannaiðnaðinum. Í landbúnaðarmálum er staðan orðin þannig að íslenskir bændur eiga allt sitt undir tveim fyrirtækjum sem ráða öllu á markaðunum og þegar staðan er orðin þannig þá er engin samkeppni og íslenskir bændur verða bara að sætta sig við það sem þeim er rétt eða svelta annars.

Það er nóg af dæmum af þessu á Íslandi en ljóst er að ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Þá ætla íslendingar sjálfviljugir að láta spillt fólk rústa efnahag Íslands ennfrekar og auka ennþá meira á eymdina sem þrífst á Íslandi vegna spillingar og græðgi fámenns hóps.

Posted in Efnahagsmál, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Siðferði, Siðleysi, Sjálfstæðisflokkurinn, Skoðun, Stjórnmál, Viðreisn | Comments Off on Að lofa fleiri holum og niðurskurði á Íslandi

Lög um bankaleynd oftúlkuð til að þagga niður í fjölmiðlaumfjöllun um spillingu Bjarna Benediktssonar (núverandi forsætisráðherra)

Það má sjá á lögbanni sem Kjarninn birtir (pdf) á vef sínum að lagaákvæðið um bankaleynd er hérna oftúlkað til þess að þjóna hagsmunum lögbannsins. Þetta er andstætt lögum þar sem sýslumanni er ekki heimilt að túlka lögin sér í vil og þannig að niðurstaða fáist í málið sem hentar þeim sem leggur fram lögbannið.

Það er ennfremur að sjá að Mike Wheeler sem er settur yfir Glitnir HoldCo ehf er manneskja sem hefur eingöngu það hlutverk að sitja í stjórn þessa fyrirtækis til þess að fela raunverulega eigendur þess. Hægt er að skoða Mike Wheeler og tengsl hans við önnur fyrirtæki hérna á vefsíðu Bloomberg. Líklegt er að raunverulegir eigendur Glitnir HoldCo ehf séu sjálfstæðismenn sem vita hvað er í þessum gögnum og þá spillingu sem fréttir af þessum gögnum munu sýna fram á og sanna. Þá á ekki að leyfa þessu mönnum að komast upp með þessa spillingu og það á að fella þetta lögbann úr gildi án tafar, þar sem þetta lögbann er ekki löglegt og lagagreinin sem um ræðir er ranglega túlkuð í þessu tilfelli. Þetta lögbann er einnig andstætt dómum sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fellt um ritstjórnarlegt frelsi íslenskra blaðamanna á undaförnum árum. Sýslumanninum í Reykjavík ber ennfremur að segja af sér án tafar og síðan á lögreglan á Íslandi að taka lögmannsstofuna Logos til rannsóknar vegna spillingar sem þar augljóslega þrífst.

Posted in Sjálfstæðisflokkurinn, Skoðun, Stjórnmál | Comments Off on Lög um bankaleynd oftúlkuð til að þagga niður í fjölmiðlaumfjöllun um spillingu Bjarna Benediktssonar (núverandi forsætisráðherra)

Sjálfstæðisflokknum verði vísað af Alþingi og Bjarni Benediktsson verði rannsakaður af lögreglu

Það er nauðsynlegt fyrir lýðræðið á Íslandi að sjálfstæðisflokknum verði vísað af Alþingi. Það er einnig nauðsynlegt að lögreglan fari í það að rannsaka viðskipti Bjarna Benediktsson og allra sem tengjast honum. Það er einnig nauðsynlegt að benda á það að kjósa miðflokkinn og framsóknarflokkinn er einnig að kjósa spillingu og leynd.

Það er ekki í lagi forsætisráðherra Íslands sé svo spilltur og siðlaus að honum finnst allt í lagi að ganga gegn frelsi fjölmiðla á Íslandi til þess að þagga niður í fjölmiðla umfjöllun um sig. Þessu ber að berjast gegn af fullum krafti.

Posted in Alþingi, Ritskoðun, Sjálfstæðisflokkurinn, Skoðun | Comments Off on Sjálfstæðisflokknum verði vísað af Alþingi og Bjarni Benediktsson verði rannsakaður af lögreglu