Verðtrygging er ástæðan fyrir þrálátri verðbólgu í íslenska hagkerfinu

Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð.

Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma.

Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar.

Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það.

Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum.

Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru.

Jón Frímann Jónsson
Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi.

Þessi grein var birt á Vísir.is þann 25. Ágúst 2023. Greinina er að finna á Vísir.is hérna.

Hið hættulega og öfgafulla íhald og afturhald í Vinstri Grænum

Ögmundur Jónasson [Wikipedia grein hérna] er einn af áhrifamönnum í Vinstri Grænum. Vegna hans eru Vinstri Grænir öfgafullur vinstri íhaldsflokkur sem er með efnahags og alþjóðastefnu sem er hættuleg íslenska ríkinu. Þetta þýðir einnig að Vinstri Grænir eru ekkert betri heldur sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn og miðflokkurinn hvað þetta varðar.

Hugmyndafræði Ögmundar og fleiri sem eru á nákvæmlega sömu skoðun og hann er mjög einföld. Það á að einangra Ísland með öllum tiltækum ráðum. Vinsæl aðferð hjá þessum fávitum er að vitna alltaf til hina „vondu“ reglugerða og laga sem koma frá Evrópusambandinu (ESB) í gegnum Evrópska Efnahagssvæðið (EES). Það er talað um að Evrópusambandið og lög þess séu alltaf til vandræða og vond. Evrópusambandið er eingöngu vont ef að þú ert gjörspilltur stjórnmálamaður og ofan á það gjörsamlega vanhæfur einstaklingur til þess að vera í stjórnmálum almennt. Þökk sé Evrópusambandinu þá njóta íslendingar meira frelsis í dag en nokkurntímann eftir stofnun íslenska ríkisins (1918) og eftir að sjálfstæði fékkst frá Konungsríkinu Danmörku árið 1945. Árin sem Ísland var utan EFTA og EES voru þau ár þegar íslendingar þurftu að sæta gífurlegum takmörkunum á frelsi, hvort sem um var að ræða frelsi til þess að flytja inn vörur eða ferðast um Evrópu ásamt réttinum til þess að búa og starfa í Evrópu án þess að þurfa að sæta vegabréfatakmörkunum.

Ögmundur Jónasson kvart mikið undan áhrifaleysi gagnvart Evrópusambandinu (eins gera fleiri andstæðingar Evrópusambandsins). Ástæðan fyrir þessu er auðvitað sú að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland fær eingöngu aðgang að innri markaði Evrópusambandsins ásamt ferðafrelsi í gegnum tvíhliðasamninginn sem Evrópska Efnahagssvæðið er. Einhverjar athugasemdir geta EES ríkin gert í upphafi lagasetningarferlinu hjá Evrópusambandinu en það er mjög takmarkað ferli og ekki víst að þær athugasemdir lifi allt lagasetningaferlið hjá Evrópusambandinu vegna þess að Ísland á ekki neina fulltrúa sem koma að því ferli.

Önnur vinsæl þvæla hjá andstæðingum Evrópusambandsins er að halda því fram að landbúnaðarvara sem seld er innan Evrópusambandsins sé sýkt og samkvæmt nýjustu grein frá Ögmundi (sem er ástæðan fyrir þessum skrifum mínum) þá heldur Ögmundur fram þessum lygum í nýlegri grein í Morgunblaðinu (sem var víst birt í dag 26-Febrúar-2018). Þetta er allt saman haugalygi í Ögmundi og fleiri ESB andstæðingum um stöðu landbúnaðarvara innan ESB. Allur lagabálki Íslands um heilbrigði matvæla á Íslandi er kominn frá ESB. Ef íslendingar hefðu ekki tekið þau lög upp í íslenskum lagarétti þá hefði Evrópusambandið einfaldlega bannað innflutning á matvöru frá Ísland til Evrópusambandsins (fiskur, kjöt osfrv).

Það er alveg ljóst að Ögmundur Jónasson er öfgafullur íhaldsmaður þegar öfgafyllsta fólkið í sjálfstæðisflokknum tekur undir það sem Ögmundur Jónasson skrifar. Það þarf að verja Ísland gegn öfgafullum einstaklingum eins og Ögmundi Jónassyni. Menn og konur eins og Ögmundur Jónasson koma í veg fyrir framfarir og skerða réttindi almennings á Íslandi, fyrir utan alla þá spillingu sem þrífst í skjóli svona fólks og hugsunarháttar.

Óskynsamleg efnahagsstefna Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands rekur stefnu sem veldur því að hagvöxtur á Íslandi er lítill og eingöngu haldið upp með afskaplega óskynsamlegum aðferðum sem valda bólumyndun í hagkerfinu sem á endanum springa með tilheyrandi efnahagskreppu. Lærðu þessir menn ekkert í efnahagshruninu 2008?

Í þeirri stefnu sem Seðlabanki Íslands rekur er að halda launum á Íslandi lágum. Undir þeirri afsökun að hækkun launa valdi verðbólgu á Íslandi. Þetta er rangt að mínu áliti og stenst ekki skoðun, þar sem hækkun launa mun ekki valda verðbólgu. Hækkun á nauðsynjavöru gerir það hinsvegar og einnig óskynsamleg efnahagsstefna, eins og sú sem er rekin á Íslandi. Sú stefna að halda launum lágum hjá meirihluta almennings er eingöngu til þess fallin að viðhalda litlum hagvexti á Íslandi og verri lífsgæðum almennings. Sú fátæktarstefna sem er rekin á Íslandi verður að taka enda, þar sem hún einfaldlega gengur ekki lengur og hefur í raun aldrei virkað núna í marga áratugi.

Það eru til aðrar stefnur og betri til þess að hafa stjórn á Íslenskum efnahag. Hluti af þeirri stefnu væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil til þess að koma í veg fyrir öfgakennd áhrif þeirra sveiflu sem íslenska krónan hefur á íslenskan efnahag. Það er öryggi í stóru myntsvæði og í dag njóta íslendingar ekki neins öryggis á sínu örmyntsvæði sem íslenska krónan er, jafnvel þó svo að hún sé á bak við gjaldeyrishöft.

Loftkastalar evrópuandstæðinga

Á Íslandi er stór hópur sem berst gegn Evrópusambands aðild Íslands, þessir hópar hafa það sameiginlegt að vera sérhagsmunahópar, vera í einokunarstöðu og stýðir af fólki sem er mjög þröngsýnt og með alvarlegan skort á framtíðarsýn. Eina framtíðarsýnin sem evrópuandstæðingar á Íslandi hafa er fátækt, verðbólga og lægri kaupmáttur íslendinga. Ásamt óstöðugleika í hagkerfi Íslands með tilheyrandi vandamálum, samdrætti og krepputímabilum. Þetta er stórt atriði sem evrópuandstæðingar einfaldlega horfa fram hjá í umræðunni, láta sem það skipti ekki máli og halda síðan áfram að tala illa um evruna og Evrópusambandið. Á meðan hæla þeir íslensku krónunni fyrir að hafa „bjargað“ íslenskum efnahag á krepputímum og hag íslensku þjóðarinnar, á meðan staðreyndin er sú að íslenska krónan hefur aldrei þjónað íslendingum jafn illa og núna í dag.

Loftkastalar um að íslenska krónan hafi bjargað íslendingum eru nákvæmlega það og ekkert annað. Staðreyndin er sú að íslenska krónan bjargði ekki íslendingum og hefur aldrei gert það, þessi örgjaldmiðill íslendinga ber ábyrgð á lágum launum, skertum kaupmætti íslendinga. Árið 2008 voru laun íslendinga lækkuð um meira en 50% í upphafi kreppunar, reyndar var á tímabilið ástandið þannig að íslendingar voru fátækasta þjóð í allri Evrópu þó víðar væri leitað vegna íslensku krónunnar. Það hefur með gjaldeyrishöftum og öðrum aðgerðum tekst að draga úr þessum mun og er íslenska krónan þessa dagana á genginu 20 til 23 kr gagnvart dönsku krónunni (sem ég miða alltaf við þar sem ég er búsettur í Danmörku).

Daumsýn evrópuandstæðinga er nákvæmlega það sem hún er, draumsýn sem byggir ekki á neinu nema hugmyndafræði einangrunar og draumsýn um að Ísland geti staðið eitt fyrir utan hnattræn viðskipti og stefnur. Staðreyndin er sú að engar þjóðir geta leyft sér að standa fyrir utan viðskiptabandalög, enda hentar slíkt ekki neinum þjóðum og er gegn hagsmunum þeirra. Enda er það staðreynd að heimurinn hefur verið að skipta sér upp í svæðisbundin viðskiptabandalög sem stunda viðskipti sín á milli. Hérna er ágætt yfirlit yfir þau viðskiptabandalög sem eru nú þegar til staðar í heiminum.

Það er því til marks um ótrúlega skammsýni og þröngsýni að fara fram á viðræðuslit eins og Heimssýn vill núna að stjórnvöld geri. Það er einnig til marks um þröngsýni og skammsýni að báðir stjórnarflokkanir skuli vera á móti Evrópusambands aðild Íslands. Þetta ætti reyndar ekki að koma á óvart, yfirstéttin á Íslandi hefur alltaf verið bæði hrokafull, þröngsýn og heimsk svo öldum skiptir og það er ekkert að fara breytast á næstunni. Frekar láta þeir alla íslendinga lepja dauðan úr skel frekar en að skipta um skoðun. Síðan koma hinir íslensku sérhagmunir inn í Evrópusambands málið, á meðan LÍÚ gerir upp í evrum að mestum hluta (einhverjir gera upp í bandarískum dollurum), þá borga þeir starfsmönnum sínum í íslenskum krónum fyrir aðeins brot af þeim hagnaði sem uppgjör þeirra í evrum skilar sér. Enda sleppa fyrirtækin innan LÍÚ við kerfisbundin óstöðugleika íslensku krónunar með því að gera upp í evrum eins og núna er gert. Fyrirtækin græða en almenningur situr uppi með reikninginn endalausa á Íslandi.

Bændasamtök Íslands eru einnig á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda geta þau ekki hugsað sér samkeppni á Íslandi eða leyft íslenskum bændum að komast upp úr þeirri fátækt sem þeir lifa við. Bændasamtök Íslands geta ekki hugsað sér samkeppni og það geta verslanir á Íslandi ekki heldur, þar sem þá er ekki hægt að hækka verðlag upp úr öllu valdi reglulega og mokgræða á því í leiðinni. Samkeppni eykur einnig þjónustu og gæði verslunar, slíkt má ekki sjást í dag á Íslandi. Þjónustan er öll eins lítil og hægt er að komast upp með og eins ódýr og hægt er að komast upp með það. Þetta er eitthvað sem Bændasamtök Íslands geta ekki hugsað sér að gerist, og verslun á Íslandi ekki heldur þegar á reynir. Til hvers að selja fólki góða vöru þegar hægt er að selja almenningi á Íslandi vonda vöru á dýru verði.

Á meðan evrópuandstæðingar stjórna umræðunni þá mun umræðan alltaf verða byggð á loftköstulum og draumsýn íslendinga um eigið ágæti og hæfileika. Það er hinsvegar lítið hægt að treysta á þessa draumsýn og loftkastala, enda er næsta víst að þeir muni hvorki koma með peninga í kassan eða bæta lífsgæði íslendinga á næstu árum og áratugum.

Lettland fær að taka upp evruna þann 1. Janúar 2014

Það hefur lítið farið þessum fréttum á Íslandi, en samkvæmt DR.dk þá fær Lettland að taka upp evruna þann 1. Janúar 2014. Þessi stækkun á evrusvæðinu þýðir að Lettland verður 18. ríkið í evrópusambandinu til þess að taka upp evruna sem gjaldmiðil.

Það er ekki búið að samþykkja þessa ákvörðun formlega, það mun ekki gerast fyrr en í Júlí á fundi leiðtoga Evrópusambandsins og ráðamanna á evrusvæðinu.

Nánar á frétt DR.dk.

Letland får grønt lys for euromedlemskab (dr.dk)

Mynd frá Evrópusambandinu þann 15. Maí 2013

Hérna er mynd úr Evrópusambandinu þann 15. Maí 2013, myndin er tekin í Flensburg, Þýskalandi rúmlega 8 km frá Danmörku (ESB, en ekki evrusvæðið). Þessi mynd sínir bara ágætlega stöðu mála í Þýskalandi. Þrátt fyrir efnahagskreppu og önnur vandamál sem eru til komin vegna kreppunar.

2013-05-15-133
Í Flensburg, Þýskalandi þann 15. Maí 2013. Þetta er sveitamarkaður sem þarna var til staðar. Smella má á myndina fyrir fulla stærð. Höfundaréttur Jón Frímann Jónsson.

Það ástand sem ESB andstæðingar á Íslandi lýsa er einfaldlega ekki til í Evrópu. Jafnvel þótt svo að vandamálin séu bæði mörg og stór núna dag hjá mörgum ríkjum innan Evrópusambandsins í dag vegna efnahagskreppunar og bóluhagkerfa sem hafa sprungið á undanförnum árum.

Kvart-milljón verðbólga framsóknarflokksins

Það sem tillögur framsóknarflokksins og í raun kosningaloforð þeirra boðar er mjög einfalt. Verðbólgu og meiri verðbólgu. Svo miklli verðbólgu í reynd að verðlagið mun líklega tuttugufaldast á 8 klukkustunda fresti. Enda er framsóknarflokkurinn að tala um að setja 300 milljarða inn í hagkerfið án þess að því sé fylgt eftir með viðeigandi hagvexti og atvinnustigi á sama tíma. Þetta tvennt er alltaf tengt þessari tegund af verðbólgu. Þessi tegund verðbólgu kallast óðaverðbólga, enskt heiti er Hyperinflation.

Þetta er það sem mun gerast ef framsóknarflokkurinn fær að setja 300 milljarða af íslenskum krónum í íslenskt hagkerfi sem getur ekki stutt slíkt umframmagn af peningum. Afleiðinganar mundu auðvitað verða skelfilegar fyrir almenning á Íslandi eins og augljóst má vera. Bæði verðlag og atvinnuleysi mundi fara úr böndunum með tilheyrandi vandamálum.

Síðan má einnig minna á þá staðreynd að í kreppunni á árinum 1920 til 1930 var gengi gjaldmiðla heimsins mjög óstöðugt og gengisfellingar mjög algengar. Enda var uppi sá hugsunarháttur þá að gengisfelling mundi bjarga efnahag viðkomandi ríkja. Það auðvitað gekk ekki eftir og afleiðinganar voru oft skelfilegar í kjölfarið fyrir almenning. Þetta er líka það sem framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn vilja gera í reynd. Jafnvel þó svo að þeir tali ekki um það í kosningabaráttunni. Enda er sá hugsunarháttur hjá þessum tveim stjórnmálaflokkum að slíkt sé skynsamlegt. Jafnvel þó svo að öll rök bendi til annars. Síðast var gengi íslensku krónunar fellt með handafli árið 1993 undir því yfirskyni að þá þrengdi að sjávarútvegi og útflutningi íslendinga. Eins og hægt er að lesa um hérna.

Money_Fort
Verðbólga framsóknarflokksins. Myndin er fengin héðan.

Fjármálablekkingin um íslensku krónuna

Þessi grein hérna (hun.is) hefur farið nokkrar umferðir á Facebook nú þegar. Þessi grein er að mínu mati kjaftæði að hluta til. Einu sönnu punktanir í henni eru þeir að maður safnar skuldum þegar maður eyðir meira en maður hefur í tekjur. Það eiginlega segir sig bara sjálft.

Það sem er ekki talað um í þessari grein er sú staðreynd að verðbólga brennir upp sparnað fólks á Íslandi og hefur alltaf gert það. Mesti bruni á sparnaði fólks átti sér stað á árunum í kringum 1970 til árins 1982 þegar verðbólgan fór upp í rúmlega 100% á tímabili og verðlag hækkaði stöðugt á Íslandi (ásamt launum). Þegar tekin voru 2 núll af íslensku krónunni til þess að auka verðgildi hennar á ný (5000 gISK = 50 ISK dagsins í dag). Eftir að tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982 jafngildi 1 ISK = 1 DKK. Í dag er gengið 1 DKK = 23 ISK. Gengisfelling á þessum tíma hefur verið rosalega mikil og langt yfir 100% sýnist mér.

Verðtrygging er í raun ekkert nema vextir, eins og bent er vel og vandlega á í þessari grein hérna (dv.is). Á Íslandi virkar verðtrygging húsnæðislána þannig að verðtrygging (vextir) eru lagðir ofan höfuðstól húsnæðisláns. Það þýðir í raun að afborgun lánsins hækkar með hverri afborgun á meðan þessu stendur. Það er yfirleitt 50 til 60% af lánstímanum sem þetta er svona (hægt að sjá þetta í rauntölum í reiknivél bankanna). Gott dæmi um þetta er að ég notaði bara sjálfgefnar tölur sem komu upp í reiknivél Landbankans.

Ég miðaði við 5,20 verðbólgu yfir 40 ára tímabil sem er ekkert of mikið að mínu mati. Lánstíminn er 40 ár. Um er að ræða jafnar greiðslur.

Lánið er 17.000.000.
Markaðsvirði fasteignar er 25.000.000.

Fyrsta greiðsla þessa láns er 68.839 kr.
Lokagreiðsla þessa láns er því 519.963 kr.

Heildargreiðsla þessa láns eftir 40 ár er því 107.141.553 kr.

Til samanburðar. Þá eru hérna tölur úr láni með sömu fjárhæðum. Nema óverðtryggt og með breytilegum vöxtum upp á 6,75% (miðað við stýrivexti þann 22.02.2013). Um er að ræða jafnar greiðslur í þessu dæmi.

Lánið er 17.000.000.
Markaðsvirði fasteignar er 25.000.000.

Fyrsta greiðsla þessa láns er 102.691 kr.
Lokagreiðsla þessa láns er 102.691 kr.

Heildargreiðsla þessa láns eftir 40 ár er því 49.291.483 kr.

Það sem gæti breytt þessari upphæð er auðvitað stýrivaxtabreiting hjá Seðlabanka Íslands. Hvort sem er upp eða niður. Verðbólga hefur ekki mikil áhrif á þetta dæmi.

Þarna munar meira en helming og það breytir í raun engu þó svo að laun hafi hækkað umfram verðlag síðan árið 1989 eins og haldið er fram í greinni sem ég vísa í hérna að ofan. Greiðslubyrðin af verðtryggðum lánum verður óbærileg hjá fólki eftir minna en helminginn af lánstímanum þegar um er að ræða verðtryggð lán á Íslandi. Það breytir engu hversu varlega fólk fer peningalega í þessu dæmi. Verðtryggingin mun alltaf valta yfir fjárhaginn hjá fólki og leggja hann í rúst. Þetta er staðreynd og hún er ekkert að fara breytast.

Það er aftur á móti staðreynd að íslendingar eru ekkert að fara losna við íslensku krónuna og verðtrygginguna núna á næstunni. Upptaka annars gjaldmiðils einhliða á Íslandi er eitthvað sem ekki er hægt eins og er þessa dagana. Ef íslendingar vilja losna við verðtrygginguna og þær sveiflur sem fylgja íslensku krónunni (sem hefur áhrif á verðlag, vexti og verðbólgu á Íslandi). Þá verða íslendingar að stefna á inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evrunnar. Þetta ferli verður hvorki einfalt eða auðvelt. Enda eru íslendingar búnir að skapa sér sitt eigið sjálfskaparhelvíti með núverandi peningastefnu og efnahagsstefnu sem setur allt í þrot reglulega á Íslandi.

Þeir sem eru að tala fyrir íslensku krónunni eru í raun bara að tala fyrir óbreyttu efnahagsástandi á Íslandi og staðreyndin er sú að þetta fólk hefur ekki neinar lausnir. Innganga í Evrópusambandið og upptaka evrunnar er þó allavegna lausn á hluta af þeim vandamálum sem íslendingar eru að kljást við.

Lettland stefnir að upptöku evrunar 1. Janúar 2014

Það var lítil fréttin á Rúv um upptöku Lettlands á evrunni þann 1. Janúar 2014. Það hefur verið lengi á dagskrá hjá lettum að sækja um evruna. Hinsvegar hefur efnahagskreppan gert þeim þetta erfitt fyrir. Enda kom efnahagskreppan mjög illa niður á Lettlandi of varð efnahagskreppan einna djúpust í Lettlandi af eystrasaltslöndunum.

Ef að Lettland uppfyllir allar kröfunar sem gerðar eru til þess að þeir fái að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Þá mun Lettland að öllu jöfnu taka upp evruna þann 1. Janúar 2014 og verður þar með 18 evruríkið. Lönd eins og Pólland og Litháen fari einnig að huga upptöku evrunar á næstu árum.

Nánar um þetta

Latvia and the euro (ESB)
Latvia 2014 Euro Goal Backed by EU Commission, ECB, Eurasia Says (Bloomberg)
Latvia passes laws crucial for euro switch (Reuters)
Latvia to apply for eurozone membership within weeks (The Guardian)