Staðan í Icesave er það sem óskað var eftir

Sú staða sem er komin upp í Icesave málinu kemur ekkert á óvart. Þannig að það þýðir lítið fyrir fólkið sem hvatti til þess að Icesave 3 samningurinn yrði felldur í kosningum að væla núna yfir stöðu mála. Þetta var það sem þau vildu, og fengu. Enda er það, eins og bent var á. Það er betra að semja um málin heldur en að takast við þau í gegnum dómsmál.

Þetta væl sem Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra birtir núna á heimsíðu sinni í kvöld er því bara hlægilegt. Maðurinn hefði sjálfur getað sagt sér að þetta mundi gerast ef að Icesave færi í dómsmál. Aftur á móti vildi Ögmundur fá Icesave sem dómsmál með því að hafna samningaleiðinni, og því er þessi staða sem núna er komin upp meðal annars á hans ábyrgð.

Þetta kjaftæði Ögmundar um að Evrópusambandið vilji Ísland á hnéin er ekkert nema marklaus þvæla. Íslendingar vildu ekki semja um málið, og því þurfti að fara dómsmálaleiðina til þess að leysa úr málinu. Reyndar er alveg ljóst að íslendingar munu tapa Icesave málinu. Það er bara spurning hversu slæmt þetta tap verður þegar á reynir.

Hvað Ögmund og hans líka varðar. Þá hef ég aðeins þetta að segja. Ykkur var nær að vera með þennan helvítis hroka og yfirlæti. Ég kenni ykkur um þessa stöðu og engum öðrum, og ég tek ekki mark á afneitun ykkar þar sem þið eruð að afneita eigin gjörðum í Icesave málinu og þeirri stöðu sem er komin upp.

Siðlausir lygarar í Icesave dómsmálinu

Það er ekki að spurja að því. Þeir sem börðust sem harðast gegn Icesave samningum reyna núna að grafa undan þeirri stöðu sem þeir komu íslendingum í. Þetta á sérstaklega við hópana eins og InDefence og Advice sem fullyrtu að dómsmál mundi ekki verða höfðað ef að íslendingar felldu Icesave samningin, og ef að dómsmál mundi verða höfðað. Þá mundu íslendingar bara vinna það eins og ekkert væri. Annað er núna að koma á daginn. Enda er það sem ég hef alltaf vitað. InDefence og Advice eru ekkert nema hópar sem kerfisbundið hafa logið að íslensku þjóðinni varðandi Icesave málið og komið í veg fyrir hagsælda og farsæla lausn á Icesave málinu.

Hérna eru fullyrðingar Advice hópsins fyrir kosninganar 9. Apríl 2011.

[…]

Dómstólaleiðin er betri kostur
Það er siðaðra þjóða háttur að leysa úr ágreiningsmálum fyrir dómsstólum. Við eigum ekki að óttast niðurstöðu dómstóla. Góð rök hafa verið færð fyrir því að yfirgnæfandi líkur séu á því að Íslendingar myndu vinna dómsmál um Icesave yrði slíkt mál höfðað. Jafnframt hefur verið á það bent að fyrirliggjandi samningur sé engu betri en tapað dómsmál.

Dómstólaleiðin útilokar greiðslufall vegna Icesave samnings
Jafnvel þótt íslenskir dómstólar myndu dæma ríkið til að greiða eitthvað, þá yrðu þær kröfur ávallt í íslenskum krónum. Þar með er greiðslufall ríkisins vegna Icesave útilokað, ólíkt því sem væri ef krafan er í erlendri mynt eins og raunin er í fyrliggjandi samningi.

[…]

Tekið af heimasíðu Advice hópsins þann 22. Desember 2011.

[…]

2. „Dómstólaleiðin”: Ólíklegt er að B&H vilji fara í mál vegna þess að það hentar þeim hvorki að vinna né tapa. Það væri afleitt fyrir Evrópulönd sem þegar eru í ríkisskuldakreppu að fá dæmda á sig ábyrgð á allt of stórum og löskuðum bankakerfum sínum. Ef farið yrði í mál getur aðeins íslenskur dómstóll dæmt íslenska ríkið til greiðslu skaðabóta. Það hefur EFTA-dómstóllinn staðfest. Hvergi er að finna ríkisábyrgð á innistæðutryggingum en jafnvel þótt hinn íslenski dómstóll liti framhjá því er óhugsandi að B&H yrði dæmt meira en algjört skaðleysi í málinu (þ.e. sama og núverandi drög gera ráð fyrir

[…]

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Formaður Framsóknarflokksins. Tekið af heimasíðu Advice þann 22. Desember 2011. Sigmundur Davið Gunnlaugsson var einnig í InDefence hópnum þegar hann var upprunalega stofnaður, áður en hann varð formaður Framsóknarflokksins.

Afstaða InDefence var ennfremur ekkert betri heldur en afstaða Advice. Eins og má sjá hérna (pdf, Vísir.is).

[…]

Áhættan sem fylgir dómsmáli er mun meiri fyrir Breta og Hollendinga en Íslendinga. Tapi þeir málinu getur það sett fjármálakerfi Evrópu í uppnám en tapi Íslendingar þurfa þeir í mesta lagi að era það sama og ætlast er til að þeir geri samkvæmt núverandi tilboði.

Rétt er að hafa í huga að þótt EFTA-dómstóllinn geti gefið álit þarf að sækja peninga til ríkisins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti.

[…]

Bloggsíða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formann Framsóknarflokksins. Tekið af heimasíðu Sigmundar Davíðs þann 22. Desember 2011.

Bloggarinn Baldur McQueen hefur einnig gott yfirlit yfir þær rangfærslur sem Bjarni Bendiktsson fór með fyrr á árinu 2011 um Icesave og áhættuna á dómsmáli. Það er hægt að lesa hérna.

Þegar Icesave dómsmálið tapast. Þá legg ég til að þeir sem voru á móti því (sirka 60 til 93% þjóðarinnar) verði rækilega minntur á það í heilan mánuð. Þá sérstaklega að þetta fólk lét vitleysinga hafa sig að fíflum með því að ljúga upp í opið geðið á því um hvað mundi gerast ef að Icesave samningum yrði hafnað. Enda sést það vel þegar núna er skoðað að þeir sem stóðu í farabroddi gegn Icesave samningum lofuðu því að dómsmál vegna Icesave yrði ekki höfðað og allt yrði í góðu þegar íslendingar höfnuðu síðustu Icesave samningum. Þetta er og hefur alltaf verið lygi eins og núna er að koma á daginn.

Þetta fólk sem laug til þess að fram sína niðurstöðu í Icesave kosningunni fyrr á árinu er núna aftur farið af stað vegna dómsmálsins. Það er mitt mat að þetta fólk eigi að halda kjafti. Enda búið að valda nægum skaða nú þegar.

Ábyrgð Forseta Íslands á Icesave málinu

Það er engin vafi á því að ábyrgð Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar á Icesave málinu er mjög mikil. Jafnvel þó svo að Forseti Íslands beri ekki neina ábyrgð samkvæmt Stjórnarskrá Íslands.

11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna …1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.
1)L. 56/1991, 2. gr.

Ábyrgð Forseta Íslands snýst um þá staðreynd að núna þurfa íslendingar að borga allt að 1300 milljarða, auk skaðabóta og vaxta í staðinn fyrir 600 milljarða úr þrotabúi gamla Landsbankans. Þetta er mikil ábyrgð og það er kominn tími til þess að Forseti Íslands útskýri mál sitt fyrir þjóðinni. Það sem Ólafur Ragnar hefur sagt í fjölmiðlum undanfarið er ekki útskýring, heldur alvöru útskýring á því afhverju Ólafur Ragnar var tilbúinn til þess að fórna efnahag íslensku þjóðarinnar í til þess að blása upp sitt eigið egó og ímynd í fjölmiðlum á Íslandi og erlendis.

Fréttir af þessu máli.

Stjórnvöld beygðu sig undir ofbeldi (Rúv.is)
Forsetinn: Áttum ekki að láta undan fáránlegum kröfum Breta og Hollendinga. AGS var notaður sem „hnefi“ (eyjan.is)
Rétt að hafna Icesave (Rúv.is)

Verðlaus og tilgangslaus umsögn InDefence hópsins

Umsögn InDefence hópsins um nýjasta Icesave samninginn er tilganglaust plagg sem þjónar ekki neinum tilgangi öðrum en þeim að æsa upp andstöðu við nýjasta Icesave samninginn. Enda hefur það sannast að InDefence eru allt annað en heiðarlegur klúbbur og hérna er á ferðinni ekkert annað en endurtekning á þeim rökum sem þeir hafa haldið fram um alla Icesave samninga til dagsins í dag.

Enda er það orðin mín skoðun þetta sé ekkert annað en hópur fólks sem neitar að bera ábyrgð á afleiðingum efnahagshrunsins, og í reynd sé InDefence rétt eins og Icesave stofnað til af fólki sem stók á bak við efnahagshrunið. Þó svo að þetta fólk hafi kannski ekki verið í hæstu stöðum og með stærstu launin á sínum tíma.

Hérna er gott yfirlit frá Baldri McQueen um InDefence hópinn. Þetta er frá árinu 2009.

Enn af klúðri Indefence
Svar til Indefence-liða
InDefence afneita Kaupþingi?
Afmælisályktun InDefence
InDefence og pólitíkin
Til hamingju, Indefence og 70% (2010)

Texti uppfærður klukkan 00:13 UTC þann 12. Janúar 2011.