Viðskiptabönn Bændasamtaka Íslands kosta sauðfjárbændur milljarða í tekjur

Sú hugmyndafræði sem keyrir Bændasamtök Íslands og andstöðu þeirra gagnvart Evrópusambandinu (Wikipedia á ensku hérna) er núna að kosta íslenska sauðfjárbændur milljarða í tekjur á ári þessa mánuðina. Ástæðan er sú að íslenskir sauðfjárbændur og íslenskir bændur almennt hafa ekki aðgang að 512 milljón manna markaði sem Evrópusambandið byggir á.

Ástæðan er sú að íslendingar hafa takmarkaðan innflutning inná markaði Evrópusambandsins með lambakjöt og aðrar vörur vegna tolla eins og fjallað er um á vefsíðu Evrópusambandsins hérna. Aðild Íslands að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) skiptir engu í þessu máli og er líklega býr til fleiri vandamál en það á að leysa. Samkvæmt þessari hérna (smella þarf á ‘Market Dashboard’fyrir nýjustu verðupplýsingar á markaði Evrópusambandsins) vefsíðu, þá getur íslenskur bóndi fengi 515,6€ á hver 100 kg af góðu lambi á markaði Evrópusambandsins í dag. Létt lamb fer á 552,9€ á hver 100kg núna í dag á markaði Evrópusambandsins.

Kjötfallið sem íslenskir bændur sitja uppi með og veldur tekjutapi hjá íslenskum sauðfjárbændum stafar eignöngu af þröngsýni og skorti á framsýni hjá Bændasamtökum Íslands. Það er stór markaður fyrir íslenskt lambakjöt en sá markaður er allur í Evrópusambandinu og á meðan íslendingar standa þar fyrir utan. Þá er sá markaður svo gott sem lokaður fyrir íslenska sauðfjárbændur.

Íslenskir sauðfjárbændur og aðrir eru að láta Bændasamtök Íslands að hafa sig að fíflum með stöðugri andstöðu þeirra við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef íslenskir bændur vilja hafa það gott og halda áfram að hafa í sig á þá verða íslenskir bændur að láta af andstöðunni við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Helstu talsmenn tollmúrum og einokunar á Íslandi kvarta undan tollum Evrópusambandsins

Það er talsvert sérstakt að sjá helstu talsmenn tollmúra og einkunar á Íslandi kvarta undan tollmúrum Evrópusambandsins (Evrópusambandið er tollabandalag). Í staðin fyrir að gera hið skynsamlega og styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá ætla þessir aðildar að reyna semja um Evrópusambandið um 5.000 tonna tollkvóta inná markað Evrópusambandsins fyrir íslenskar mjólkurvörur. Það er Skyr, osta og eitthvað fleira. Það er alveg ljóst ólíklegt verður að teljast að Evrópusambandið muni samþykkja slíkar kröfur. Enda ber Evrópusambandinu ekki nein skylda til þess að heimila svona mikla aukningu á innfluttum mjólkurvörum. Enda er engin skortur á þessu innan Evrópusambandsins ennþá.

Hinn möguleikinn fyrir Mjólkursamsöluna er að flytja áfram út til Evrópusambandsins. Nema með þeim tollum sem þar eru uppsettir. Þetta er það sem Mjólkursamsalan hefur krafið íslenska ríkið um að gera varðandi innflutning á erlendum ostum og öðrum mjólkurvörum til Íslands. Þeir tollar eru allt að 400% af verði vörunnar. Auk annara gjalda sem eru lagðar á umrædda vöruflokka.

Hérna eru fréttir af þessu máli

Tollamúrar hamla meiri skyrútflutningi (mbl.is)
„Gætu tekið skyrið af okkur“ (mbl.is)

Einokunarsamtök berjast gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Samtök afurðarstöðva í mjólk og kjöti (SMK) skuli berjast gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það er staðreynd að mjólkurfyrirtæki eru undanþegin samkeppnislögum á Íslandi og hafa því algera einokunaraðstöðu á Íslandi. Kjötvinnslufyrirtæki eru ekki undanþegin samkeppnislögum á Íslandi, en fara mikið á svig við þau virðist vera.

Þetta eru helstu andstæðingar Evrópusambands aðildar á Íslandi. Sérhagsmunasamtök sem vilja viðhalda einokun sinni á Íslandi um alla framtíð. Enda mundi Evrópusambands aðild á Íslandi þýða endalok einokunar á ýmsum vöruflokkum á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Vilja að fallið verði frá aðildarumsókn (mbl.is)
Segir aðildarumsóknina sundra þjóðinni (Vísir.is)

Tilraun til ritskoðunar af hálfu Landssambands Sauðfjárbænda

Það er óhugnanleg staðreynd að Landsamband Sauðfjárbænda skuli nota eins óheiðarlegar aðferðir og þeir í reynd gera þegar málflutningur þeirra er gagnrýndur. Staðreyndin er sú að Landsamtök Sauðfjárbænda hafa ekki gert neitt til þess að afsanna það sem Þórólfs Mattíassonar prófessors. Þess í stað er lagt upp með að rægja mannin og reyna að þagga niður í frekari svona skrifum með efnahagslegum kúgunaraðferðum.

Þetta segir mikið um þann málefnanlega skort sem Landsamtök Sauðfjárbænda þjást af. Þetta staðfestir ennfremur það sem Þórólfur Mattíasson hefur verið að skrifa um í fjölmiðlum. Þar sem að frekari staðfestingar er ekki þörf að hálfu Landssambans Sauðfjárbænda.

Það er einnig staðreynd að Landsamtök Sauðfjárbænda þurfa að útskýra afhverju sauðfjárbændum á Íslandi er haldið í fátækt árum og áratugum saman, og allar tilraunir til þess að breyta þessu ástandi daga uppi af hálfu meintra hagsmunasamtaka sauðfjárbænda á Íslandi.

Mig grunar sterklega að hérna sé á ferðinni klassískt dæmi um samtök sem eru svo gerspillt og handónýt að nær væri að leggja þau niður og hefja lögreglurannsókn á starfsemi þessara samtaka. Þar sem augljóst má vera að ekki styðja þau við sauðfjárbændur á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Ræddi við rektor um skrif Þórólfs (mbl.is)
Bændur afþakka þjónustu HÍ (Rúv.is)