Blásið í nýja efnahagskreppu á Íslandi

Núna er verið að blása í nýja efnahagsbólu á Íslandi og efnahagskreppu í kjölfarið. Ástæða þessa er mjög einföld, núverandi ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun að setja 80.000 milljónir króna í hagkerfið án þessa að innistæða væri fyrir því. Þetta hefur valdið neyslubólu og aukinni verðbólgu í kjölfarið. Einnig sem að húsnæðisverð hefur farið hækkandi undanfarna mánuði af sömu ástæðu.

Ekki veit ég hvernig næsta efnahagskreppa hefst eða hvenær nákvæmlega sú kreppa skellur á. Almenna reglan er samt sú að um er að ræða tvö til fimm ár frá toppi efnahagsbólu á Íslandi þangað til að efnahagskreppa skellur á. Það fer eftir aðstæðum hvernig málin þróast á hverjum tíma. Hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands mun líklega flýta því að kreppa skelli á Íslandi, verðbólgan mun einnig aukast á Íslandi á næstu mánuðum. Þó ekki eingöngu vegna hækkunar stýrivaxta, heldur einnig vegna þeirra 80.000 milljóna króna sem voru settar úti í hagkerfið án þess að fyrir þeim væri innistæða. Síðan mun skuldsetning aukast á næstunni, bæði vegna verðbólgu en einnig vegna þess að laun á Íslandi eru lág og fólk er oft að bjarga sér með því að taka yfirdráttalán til þess að komast af síðustu daga mánaðarins. Slíkt skapar vítahring vandamála sem mun seint verða leystur nema með hærri launum á Íslandi, eitthvað sem núna er verið að berjast gegn af atvinnurekendum og íslenska ríkinu þessa stundina.

Þessa stundina er handstýring á gengi íslensku krónunnar. Þó er alveg eins víst að gengi íslensku krónunnar verði fellt handvirkt þegar efnahagskreppan á. Slíkt hefur verið stíll í íslenskum stjórnmálum um áratugaskeið og það er ekkert sem bendir til þess að íslensk stjórnmál hafi breyst í eldri stjórnmálaflokkunum eftir efnahagshrunið árið 2008.

Ísland gjaldþrota árið 2017

Það er orðið ljóst að Ísland verður orðið gjaldþrota ríki strax árið 2017 miðað við þær tölur sem eru að koma upp úr kjörkössunum á Íslandi þessa stundina. Hinir gjörspilltu stjórnmálaflokkar framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur munu sjá rækilega til þess að ríkisfjármálin á Íslandi verða lögð í rúst. Ásamt hinu almenna velferðarkerfi á Íslandi. Á næstu árum mun dekur og skattalækkanir á auðmenn taka við. Ásamt því að blásið verður í duglega og innihaldslausa efnahagsbólu á Íslandi með álverum og virkjunum.

Síðan mun þetta allt saman springa í loft upp og íslenska þjóðin verður gjaldþrota í kjölfarið. Enda ekki búnin að borga niður síðasta skuldahala sem þessir tveir stjórnmálaflokkar skildu eftir sig á árunum 1995 til 2007.

Hafið ekki áhyggjur af kosningaloforðunum

Íslendingar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af kosningaloforðum framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins. Þessir flokkar hafa aldrei ætlað sér að standa við það sem þeir hafa lofað í kosningabaráttunni núna undanfarið.

Hafið því engar áhyggjur. Ísland verður í væntanlega orðið gjaldþrota strax árið 2017 og ég reikna fastlega með því að danir taki yfir allt draslið í kringum árið 2022. Enda geta íslendingar augljóslega ekki stjórnað sér sjálfir.

Íslenska þjóðin sem fær það sem hún biður um

Íslendingar hafa gjarnan hrósað sér fyrir að vera bestir í hinu og þessu. Alla jafnan alveg óverðskuldað og alla jafna byggt á sögusögnum nútímans sem íslendingar hafa sjálfir skapað í gegnum tíðina. Ein stærsta sjálfsblekking íslendinga síðustu ár er sú blekking að á Íslandi sé grundvöllur fyrir efnahagslífi sem getur staðið fyrir utan hið alþjóðlega kerfi. Ennfremur er það mjög sterk sjálfsblekking að íslendingar geti rekið gjaldmiðil sinn svo vel sé. Þá er ég að tala um íslensku krónuna, sem síðan árið 1918 hefur fallið um 2200 danskar krónur á 94 árum. Enda var það svo að íslenska krónan og hin danska skildu jafnar árið 1918 á genginu 1:1. Á þessum tíma hefur danska krónan sjálf tapað einhverju af verðgildi sínu, enda er hætt að nota 10 og 25 aura í Danmörku.

Íslendingar hafa síðan árið 2008 kvartað mikið yfir því ástandi sem hefur skapast á Íslandi í kjölfarið á efnahagskreppunni, sem kom til vegna banka-sjálfsblekkingarinnar á Íslandi. Þar sem íslendingar trúðu því að hægt væri að stórt bankakerfi á ónýtum grunni sem hin íslenska króna vissulega er, og hefur alltaf verið. Þegar það litla sem hélt hinu íslenska bankakerfi uppi fór að gefa sig árin fyrir efnahagshrunið á Íslandi. Þá var slíkt alla jafna blásið af sem öfundsýki, árásir á íslenskt efnahagslíf og þar fram eftir götunum. Jafnvel var svo langt gengið af ráðherrum, þingmönnum og fleirum að allir þeir sem voguðu sér að benda á ónýtar undirstöður voru kallaðir öllum illum nöfnum, og að þeir jafnvel vissu ekkert hvað þeir væru að tala um. Enda var litið á það sem svo að á Íslandi væri ekkert að efnahagnum og allt í blóma.

Allt þetta hrundi í Október 2008 með látum þegar allt fjármálakerfið á Íslandi varð gjaldþrota. Bankanir og flest allir sparisjóðirnir á Íslandi. Einu sparisjóðirnir sem lifðu efnahagshrunið af voru þeir sparisjóðir þar sem ekki var verið að eltast við stofnbréfin í þeim, og síðan þeir sparisjóðir þar sem hluthafar samþykktu ekki söluna á stofnbréfum í viðkomandi sparisjóði. Áhrifin af þeirri blekkingu að hægt væri að græða á loftinu eru alvarlegar. Þá helst fyrir það fólk sem lét blekkja sig til þessara kaupa. Enda er margt af þessu fólki stórskuldugt í dag og hugsanlega er engin lausn fyrir það í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru með meirihlutavald með beinum og óbeinum hætti í öllum fjölmiðlum á Íslandi. Hvort sem það er staðarblaðið á Ísarfirði eða Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig mikil óbein völd á fréttablaðinu. Þrátt fyrir áróður um annað. Það sem munar er bara að þetta er annar armur sjálfstæðisflokksins, en sjálfstæðisflokkurinn er þetta engu að síður. Restin er síðan framsóknarflokkurinn með, þar sem því er við komið. Hugsanlega er vikublaðið DV eina blaðið sem er tiltölulega laust við áhrif þessara tveggja stjórnmálaflokka. Þess í stað tel ég hinsvegar að DV sé meira undir áhrif af Vinstri Grænum og tengdum aðilum. Ég álít pólitísk tengsl dagblaða eins og þau koma fram á Íslandi núna í dag vera stórt vandamál, og það fer aðeins versnandi.

Tengsl hagsmunaaðila við stjórnmálaflokka á Íslandi er stórt vandamál, enda bíður það upp á spillingu og valdníðslu. Eins og hefur verið að gerast á undanförnum árum. Þetta er hluti af vandamálinu á Íslandi, og mun halda áfram að grafa undan efnahag Íslands og stjórnkerfinu nema að þessu verði breytt.

Það þýðir lítið að tala um efnahagsmál við íslendinga. Til þess eru þeir of stoltir til þess að hlusta, og láta hagsmunaaðila sem berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa of mikil áhrif á sig. Á meðan svo er munu íslendingar vera með ónýtan gjaldmiðil og síðan sveiflukennt efnahagslíf með tilheyrandi vandamálum. Mér þykir ljóst að íslendingar þurf að fara alveg á botninn áður en það verður breyting hjá Íslensku þjóðinni. Íslendingar munu þurfa að fara svipað á botninn og Grikkir hafa verið gera undanfarið. Það sem mun lærast verður bæði erfitt og dýrt fyrir íslendinga, en alveg þess virði þegar fram líða stundir fyrir íslenska þjóð.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup þá er sjálfstæðisflokkurinn kominn með 33% fylgi, og framsóknarflokkurinn 13% fylgi. Það er því ekki langt að bíða þangað til að nýr botn næst á Íslandi í efnahagsmálum og vandræðum þeim tengdum.