Yfirlit yfir spillingarmálið í Stúdentaráði Háskóla Íslands

Tilraun Heimar Hannessonar til þess að þagga niður í umræðu og fréttum um spillingarmálið í Stúdentaráði Háskóla Íslands hefur hér með mistekist. Það sem honum hinsvegar tókst var að neyða íslenska fjölmiðla í sjálfritskoðun á þeim grundvelli að þeir væru að fara með rangt mál. Þeir fjölmiðlar sem ekki fóru eftir skipunum Heimis voru einfaldlega lögsóttir af honum og skaðabóta krafist. Það sem er þó kaldhæðni er að ef Heimar hefði ekki gert neitt. Þá væri þetta mál löngu gleymt út í þjóðfélaginu nú þegar. Núna er Heimir hinsvegar búinn að tryggja það að þetta mál mun lifa talsvert lengur á Íslandi.

Yfirlit málsins

Áður en ég byrja á yfirlitinu. Þá er hérna lögfræðileg skilgreining frá Ríkisendurskoðun á fjárdrætti.

Fjármálamisferli

Fjármálamisferli (fraud) felur í sér ólögmætt athæfi í því skyni að komast yfir fé eða einhver önnur verðmæti í eigu annarra. Undir fjármálamisferli falla meðal annars þjófnaður, fjárdráttur, röng skýrslugjöf, óréttmæt umboðslaun, mútur, ólöglegt samráð og samningar með ólögmætu samráði.

Tekið héðan.

Þá er þetta komið frá. Umrætt mál í Stúdentaráði Háskóla Íslands snýst um 500.000 kr (250.000 kr á mann) sem voru teknar af N1 korti (væntanlega bensínkorti) sem Stúdentaráð útvegaði Heimir og samstarfsmanni hans (sem er ennþá ónefndur og ekki til umræðu hérna beint). Sá galli virðist hafa verið á kortinu að úttekartakmörkin voru röng eða virkuðu ekki af einhverjum ástæðum. Í staðinn fyrir að stoppa notkun á þessum tveim kortum sem um ræðir og panta ný kort með rétta stillingu. Eins og eðlilegt hefði verið að gera. Þá var notkun á þessum kortum haldið áfram. Alveg þangað til að athugasemd var gerð við reikninga Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá fyrst var notkun á kortunum stöðvuð og Heimir látinn endurgreiða reikningana (upplýsingar úr fjölmiðlum. Fréttagreinum sem er búið að fjarlægja núna).

Ákvörðun Stútentaráðs var sú að kæra hvorki Heimir eða hinn aðilan í þessu máli. Þetta var þeirra ákvörðun algerlega. Það breytir því hinsvegar ekki þeirri staðreynd að þarna var kortamisnoktun á ferðinni og slík kortamisnotkun varðar við lög á Íslandi (stendur á sjálfu kortinu). Það er auðvitað ábyrgðaraðila að taka á slíkum málum þegar þau koma upp. Í tilfelli Heimars og framkvæmdastjórans þá var augljóslega rangt brugðist við af honum, Heimari og öðrum í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Líklega varðar þetta við lög. Það er þó dómsbærra manna að taka á slíkum málum að undangenginni rannsókn. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þarna var spilling á ferðinni (spilling er meira og annað en bara peningur undir borðið). Breytir engu þar um að þó þessi upphæð hafi verið endurgreidd að fullu.

Á Íslandi hefur fólk verið dæmt í fangelsi (sjá hérna) fyrir nákvæmlega þessa hegðun. Jafnvel þó svo að það hafi endurgreitt upphæðina sem það tók sér ólöglega í mörgum tilfellum (annað dæmi hérna). Heimir má því þakka fyrir að vera ekki undir rannsókn lögreglu og hugsanlegt dómsmál í kjölfarið.

Ritskoðun fjölmiðla með lögsókn

Það sem er þó allra verst við þetta mál er sú ritskoðunarherferð sem Heimar leggur upp í kjölfarið á þessu máli. Honum tekst síðan að undangegnum hótunum að ritskoða íslenska fjölmiðla og umfjöllun um þetta mál. Ennfremur virðist Heimir nota þá aðferð að fá Stúdentaráð til þess að senda út fréttatilkynningar um þetta mál og láta þar líta út eins og þetta sé allt saman einn stór misskilningur. Einnig sem að hann hefur hótað Smugunni og Vinstri Grænum dómsmáli eins og áður hefur verið nefnt. Síðan reyndi Heimir að fá mig til þess að stunda sjálfsritskoðun. Annars gæti ég átt von á lögsókn eins og Smugan og Vinstri Grænir (það var minn skilningur og tónnin á tölvupóstinum sem hann sendi mér og ég birti hérna á þessu bloggi). Ég læt ekki undan hótunum að neinu tagi. Enda er umfjöllun um svona mál nauðsynleg á Íslandi.

Það er þó allra verst í þessu öllu saman er að Heimari tókst ætlunarverk sitt að ritskoða flesta fjölmiðla á Íslandi. Nema Smugan og síðan einhverja bloggara sem hafa ekki hlustað á útskýringar hans sem augljóslega standast ekki nánari skoðun.

Fullyrðingar hans um að þetta snúast ekki um peninga eru undarlegar. Sérstaklega í ljósi þess að krafði Vinstri Græna og Smuguna um 250.000 kr auk málskostnaðar. Þannig að ljóst er að þetta dómsmál hans Heimars snýst algerlega um peninga og fátt annað. Enda var hann bara ónefndur maður í Stúdentaráði Háskóla Íslands sem enginn vissi hver var (fyrir utan Háskóla Íslands eftir því sem ég kemst næst). Alveg þangað til að hann tók þá ákvörðun að fara í dómsmál til þess að kæfa niður fréttaflutning af þessu máli þegar umfjöllun af því var augljóslega lokið. Það er einnig vert að benda á þá staðreynd að Heimar Hannesson sat ekkert einn undir í þessu máli. Allt Stúdentaráð Háskóla Íslands sat undir þessu máli í heild sinni. Ábyrgðin er auðvitað misjafnlega mikil á milli einstaklinga.

Þetta er ennfremur síðasta grein mín um þetta mál. Nema nauðsyn krefji mig um annað.

Tenglar

„Ég er kallaður fjárdráttarmaður og glæpamaður og á bara helst að sitja undir því“ (DV.is)
Fjölmiðlafár og fjárdráttur (Pressan.is. Grein Heimir Hannessonar á Pressan.is)
„Þetta snýst ekki um peninga, heldur mannorðið mitt“ (Vísir.is)

Heimir Hannesson sendir mér tölvupóst og óskar eftir ritskoðun

Hinn gjörspillti Heimir Hannesson hefur sent mér tölvupóst. Tölvupóstin er hægt að lesa hérna fyrir neðan. Einnig sendi hann mér óbirta grein sem hann ætlar sér að birt á Pressunni á morgun. Greinina hans er einnig hægt að lesa hérna fyrir neðan. Höfundarréttin að greinni á Heimir Hannesson auðvitað. Hann hinsvegar bauð mér að lesa greinina og núna ætla ég að bjóða öllum öðrum að lesa þessa grein hans með mér. Ég birti öll svona gögn mér til varnar og mínum málflutningi.

Síðan er gott fyrir Heimir Hannesson að gera sér grein fyrir því að ég meina það sem ég segi. Allt sem hann sendir mér í tölvupóst, bréfpósti eða með öðrum hætti (símtöl þar á meðal) verður birt. Vilji Heimir Hannesson sækja mál fyrir dómstólum. Þá getur hann gert það fyrir réttinum í Aabenraa, Danmörku. Þar sem ég hef lögheimili.

Heimir.Hannesson
Smellið á myndina fyrir fulla stærð. Nota má þessa mynd hvar sem er. Þessi mynd er án höfundarréttar og er notkun hennar gjaldfrjáls með öllu.

fjölmiðlafár og fjárdráttur (Grein Heimir Hannessonar. Höfundaréttur þessar greinar tilheyrir Heimi Hannessyni.)

Allir frekari tölvupóstar sem Heimir Hannesson verða birtir án tafar. Ásamt öllum fylgiskjölum sem hann sendir með þeim. Ég mun taka myndir af þeim skjölum sem verða send mér í pósti (hefðbundnum) ef svo ber undir, eða þá að ég fer niður á bókasafn og skanna þau inn og birti í heild sinni sem mynd hérna. Þegar ég segist muni birta eitthvað. Þá meina ég það fullkomnlega og geri það án þess að vera hræddur við nokkurn mann. Ég hef nefnilega litlu að tapa. Enda á ég ekkert nema skuldir og ég er svo sannarlega ekki búsettur á Íslandi núna í dag.

Uppfærsla 1: Ég svaraði honum í tölvupósti. Svar mitt er hægt að lesa hérna fyrir neðan.

Heimir.Hannesson.svar.1
Smellið á myndina fyrir fulla stærð. Nota má þessa mynd hvar sem er. Þessi mynd er án höfundarréttar og er notkun hennar gjaldfrjáls með öllu.

Ég meina það sem ég segi og mun ekki hika við að halda mig við það.

Uppfærsla 2: Ég þurfti víst að skrifa annað svar vegna minnar eigin gleymsku.

Heimir.Hannesson.svar.2
Smellið á myndina fyrir fulla stærð. Nota má þessa mynd hvar sem er. Þessi mynd er án höfundarréttar og er notkun hennar gjaldfrjáls með öllu.

Ég mun einnig birta mín svör hérna án þess að hika við það. Enda sé ekki ástæðu til annars í svona málum.

Uppfærsla 3: Verði mér stefnt fyrir dómi eins og Smugunni á Íslandi. Þá mun ég ekki taka mark á þeim dómi. Enda er hérna þá um að ræða „Libel tourism“ (lögfræðilegan ferðamann) gagnvart mér. Þar sem ég er ekki búsettur á Íslandi dag og er ekki með lögheimili þar. Þessi vefsíða er ekki hýst á og mun ekki verða hýst á Íslandi að neinu leiti. Verði farið í mál við mig á Íslandi. Þá mun ég fara í gagnmál að undangenginni lögreglurannsókn inn í umrædda spillingu Heimars Hannerssonar á Íslandi. Ég mun biðja um beina lögreglurannsókn á Íslandi svo að hægt sé að afla gagna máli mínu til stuðnings ef til þess kemur og ég meti þörf á slíku (þarf þó ekki endilega að gerast).

Ég hef ennfremur ákveðið að öll póstlög skjöl sem ég fæ frá Íslandi frá lögfræðistofum og tengjast þessu máli verða send til baka til Íslands við fyrsta hentuga tækifæri. Ég mun auðvitað taka myndir af slíkum skjölum áður en þau verða endursend til skráningar. Ég mun einnig fara fram á það við danska dómstóla (eða þýska dómstóla ef ég verð fluttur til Þýskalands) að allir dómar sem falla mér ekki í vil á Íslandi verði dæmdir óframkvæmanlegir í Danmörku og öllu Evrópusambandinu, auk EES og EFTA ríkjum (nema Íslandi auðvitað). Ég mun ennfremur fara fyrir Mannréttinda dómstól Evrópu ef ég tel þörf á því og fá alla dóma sem falla gegn mér á Íslandi dæma ógilda. Ásamt því að ég mun krefjast skaðabóta og borgun kostnaðar ef svo ber undir. Það er auðvitað undir Heimi Hannessyni að ákveða hvað hann vill eyða tíma sínum í.

Ég mun hinsvegar verja frelsi mitt til þess að fjalla um svona spillingu að fullum krafti og án þess að hika við það. Prentfrelsi og frelsi til þess að fjalla um svona spillingu á Íslandi og annarstaðar er ekki umsemjanlegt í mínum huga. Frelsi fjölmiðla og bloggara til þess að fjalla um mál á eðlilegan hátt verður að virða. Það hefur ekki verið gert á Íslandi hingað til og hafa íslenskir dómstólar fengið dóma Mannréttindadómstóls Evrópu gegn þessari hegðun. Enda hefur þetta framferði á Íslandi verði dæmt ólöglegt nú þegar.

Gjörspilltur Heimir Hannesson reynir að ritskoða umfjöllun um sig í fjölmiðlum

Maður sem heitir Heimir Hannesson stelur af stútendaráði Háskóla Íslands á bensínkorti sem hann fékk úthlutað. Upp kemst um Heimir og annan aðila (sem hefur ekki verið nefndur á nafn hingað til) þegar gerð er athugasemd við tölur í bókhaldi stúdentaráði Háskóla Íslands. Þegar upp komst um Heimir Hannesson þá „gafst hann fyrirgefninar“ og endurgreiddi upphæðina sem hann stal af stúdentafélagskortinu sem honum hafði verið treyst fyrir. Þar með lauk málinu að hálfu stúdendafélagsins og engin var kærður fyrir þjófnað eins og hefði verið fullkomnlega eðlilegt að gera. (Ég finn ekki fréttir af þessu máli þessa stundina. Set þessar fréttir þegar ég finn þær.)

Síðan er smá umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum á Íslandi. Umfjöllun sem var hvorki stór eða meiðandi. Nema fyrir utan þá staðreynd að þessi misnotkun var nefnd eins og vænta mátti. Þar hefði málið átt að enda. Hinsvegar ákvað pabbastrákurinn Heimir Hannesson að fara með málið lengra og sætti sig ekki við umfjöllun fjölmiðla. Jafnvel þó svo að hann hefði hvergi verið nafngreindur í henni á nokkurn hátt og komið hefði fram í þessari umfjöllun hver hann var. Daginn sem hann ákvað að ráða sér lögfræðing (rándýrt) og fara í mál við Smuguna (undir yfirskyni þess að fara í mál við Vinstri Græna) þá kom hann upp um sig. Enda er hérna um að ræða lögsókn sem er ekkert annað en tilraun til ritskoðunar á íslenskum fjölmiðlum í gegnum lögsóknir. Hver hann var og hvað hann hefur gert. Núna ætla ég að draga það saman hver þessi spillti maður er og í hvað hans unga pólitíska líf hefur farið undanfarið.

Heimir Hannesson er í Heimdalli, félagi sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þannig að spillingin og hrokinn kemur lítið á óvart þar. Hann reyndi að bjóða sig fram sem formaður Heimdallar en dró síðan framboðið sitt til baka og í kjölfarið var sjálfkjörið í sæti formanns Heimdallar. Heimir skrifar einnig pistla á pressan.is. Þar sést vel að stjórnmálaskilningur hans er talsvert minni en stjórnmálaskilningur niðurskorna súrra gúrkna í krukku komnar langt fram yfir síðasta söludag. Þannig að ljóst er að pólitískur ferill hans innan sjálfstæðisflokksins á eftir að verða langur og farsæll.

Það er merki um mjög slæma menningu innan sjálfstæðisflokksins að Heimir telji sig geta komist upp með að ritskoða fjölmiðla á Íslandi með því að stefna þeim fyrir dómstóla. Sérstaklega þegar ekkert hefur verið sagt um hann í fréttum eða hann nafngreindur á nokkurn hátt. Orðið fjárdráttur á einnig fullan rétt á sér. Enda var Heimir að draga að sér peninga með ólögmætum hætti. Á Íslandi hefur fólk verið dæmt til fangelsisvistar fyrir slíka hegðun. Heimir má þakka fyrir að þetta mál fór ekki lengra en það gerði. Annars hefði hann verið að horfa á fangelsisvist í einhverja mánuði í versta falli. Heimir Hannesson er eins og margir aðrir sjálfstæðismenn á Íslandi. Gjörspilltur.

Vafasamur fréttaflutningur Morgunblaðsins af deilum Vantrúar og HÍ

Það er afskaplega óvandaður „fréttaflutningur“ sem blasti við lesendum Morgunblaðsins (ef einhverjir eru eftir) á Sunnudaginn (í gær) um félagið Vantrú. Umrædd umfjöllun Morgunblaðsins er mjög einhliða (sbr titil umræddrar fréttar), og ég er ekki frá því að þetta sé skipulögð árás á félagið Vantrú að hálfu kristinna einstaklinga í íslensku ríkiskirkjunni (þessari sem fær 5 milljarða á ári hverju frá íslenskum skattborgurum), ásamt kristnum einstaklingum í Háskóla Íslands sem hafa harma að hefna útaf þessu máli. Þar sem kennari við Háskóla Íslands gerðist sekur um að ljúga um félagið Vantrú og félagsmenn þess. Slíkt er ekkert nýtt, og hefur Biskup Íslands meðal annars ásakað trúleysingja um að vera andlegar eyðimerkur, og jafnvel frosna andlega. Einnig sem að Biskup Íslands hefur sakað trúleysingja um að vera siðleysingja og fleira í þeim dúr.

Í umfjöllun Morgunblaðsins er ekki minnst einu orði á þá staðreynd að Vantrú fjallaði rækilega um það var að gerast í Háskóla Íslands, og afhverju þetta mál komið. Það er dregin upp sú mynd í Morgunblaðinu að þetta hafi verið tilhæfulaus árás að hálfu Vantrúar á kennara í Háskóla Íslands. Sú mynd sem er dregin upp í Morgunblaðinu er því einfaldlega röng og ekki sannleikanum samkvæm. Umfjöllun Vantrúar um það sem gekk á í Háskóla Íslands má finna hérna í heild sinni.

Í mjög stuttu máli. Þá er fréttflutningur Morgunblaðsins af þessu máli í heild sinni rangur og byggður á blekkingum að hálfu blaðamanns Morgunblaðsins. Enda er umfjöllunun ekki í samræmi við þær staðreyndir sem umrætt mál byggir á, og þessar staðreyndir er hægt að skoða á vef Vantrúar. Enda er hérna að mínu mati ekkert annað en tilraun til þess að fella félagið Vantrú opinberlega. Enda kemur það lítið á óvart að þessi frétt nýtur mikillar hylli hjá hinum öfgafulla kristna lesendahóps Morgunblaðsins. Helst ber að nefna að Jón Valur, Kaþólskur öfgatrúmaður fagnar þessum skrifum ógurlega og telur augljóslega að sigur sé unnin á félaginu Vantrú. Þar hefur hann þó rangt fyrir sér eins og venjulega.

Umrædd „frétt“ í Morgunblaðinu er ennfremur tilraun til þess að þagga niður í Vantrú með mjög svo ógeðfelldum hætti. Þetta jaðrar við ritskoðun, en er að sumu leiti verra en það. Þar sem hérna er í raun verið að gera tilraun til þess að búa til hneyklismál, og gera það úr þannig að Vantrú taki sök sem það ber ekki. Enda er sökin hérna eingöngu hjá Bjarna, sem hagaði sér eins ófaglega og hægt var sem starfsmaður Háskóla Íslands. Síðan hjá sjálfum Háskóla Íslands, sem þegar á reyndi var algerlega ófær um að taka á málinu eins og vera ber samkvæmt þeim reglum sem gilda um svona mál hjá Háskóla Íslands.


Kristnir öfgamenn fagna rangri frétt Morgunblaðsins. Tekið af vef Morgunblaðsins mbl.is þann 5 Desember, 2011 klukkan 11:17 UTC.

Til að toppa þessa vitleysu. Þá hefur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson hoppað á vagn Morgunblaðsins í baráttu þeirra gegn Vantrú. Í grein sem hann birtir í dag (5. Desember, 2011) í Fréttablaðinu og á Vísir.is. Þá er tekið undir grein Morgunblaðsins gagnrýnislaust og Guðmundur gerir greinilega ekki neina tilraun til þess að rannsaka málið sjálfur að nokkru leiti. Ef að Guðmundur hefði rannsakað málið sjálfur. Þá hefði hann hugsanlega sjálfur komist að annari niðurstöðu en þeirri sem hann komast að í þessari grein sinni, niðurstaða Guðmundar var í raun alveg sú sama og í Morgunblaðinu.

Niðurstaða Morgunblaðins var sú að trúleysi sé vont, og því verði að berjast gegn. Þetta er auðvitað gert með fullum stuðningi íslensku kirkjunnar (þessar sem er ríkisstyrkt um 5 milljarða á ári af íslenskum skattgreiðendum) undir borðið. Það má ennfremur ekki gleyma því að Morgunblaðið er í eigu eins íhaldssamasta og kristnasta hóps Íslendinga. Sá hópur gengur almennt undir nafninu Sjálfstæðisflokkurinn. Sá hópur er mjög kristinn og er mjög í nöp við félagið Vantrú, og hefur alltaf verið það frá stofnun þess.

Ég tek það fram að ég er ekki í félaginu, og þeir sem véla mig um slík tengsl eru að ljúga upp á mig. Það er mín skoðun að sætta mig aldrei við yfirgang kristinna öfgamanna. Hvort sem það er í íslensku samfélagi eða annarstaðar í heiminum. Kristnir öfgamenn, sem og aðrir öfgamenn munu alltaf fá það óþvegið hjá mér ef þess þarf. Sem er samkvæmt minni reynslu alltaf raunin.