Farinn í frí

Ég er að fara í frí sem hefst í dag og stendur eitthvað fram eftir næstu viku. Vegna þess munu ekki koma neinar uppfærslur inná þetta blogg á þeim tíma. Ef það verða einhverjir stórir atburðir á jarðfræðisvæðinu, jarðskjálfti eða eldgos þá mun ég skrifa um það þegar ég kem úr þessu fríi í næstu viku.

Undirskriftasöfnun fyrir bættum kjörum öryrkja og ellilífeyrisþega

Ég mæli með því að allir skrifi undir, þannig að aðstæður öryrkja og ellilífeyrisþega verði bættar á Íslandi.

Átt þú einhvern að sem er öryrki eða ellilífeyrisþegi ?
Ertu ánægð/ur með kjörin hans/hennar?
Veistu það ekki?……… Fáðu þá að kíkja á launaseðla viðkomandi.

Öryrkjum og ellilífeyrisþegum er haldið í fátæktarkreppu með óréttlátum lögum, þeir missa húsin sín og aðrar eigur, safna skuldum og jafnvel svelta.

Myndir þú vilja sækja um vinnu og komast að því að launin þín væru algerlega miðuð við laun maka þíns?…. Nei, ég hélt ekki. Tekjutenging við laun maka veldur því að ef makinn hefur 250 þús. kr. á mán. eða meira fær öryrkinn frá 40 þús. og niður í ekki neitt.

Þess vegna heiti ég á þig að skrifa undir áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að breyta lögum á þessu þingi: Afnema tekjutengingu og hækka laun öryrkja og ellilífeyrisþega.

Vegna ömmu þinnar, afa, vinar, systkina eða annarra öryrkja eða ellílífeyrisþega sem þú þekkir. Einnig vegna þín sem á morgun gætir lent í því að verða öryrki. Já, og öll eldumst við vonandi.

Smella hérna til þess að skrifa undir.

Undirskriftarlisti um gegn ritstjórnarstefnu DV

Á Deiglan.com er að finna undirskriftarlista þar sem skorað er á DV til þess að breyta ritstjórnarstefnu sinni. Hægt er að skrá sig inná þennan undirskriftarlista hérna. En að þessum undirskriftarlista standa þessi félög.

Deiglan.com
Samband ungra sjálfstæðismanna
Ungir jafnaðarmenn
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Múrinn.is
Samband ungra framsóknarmanna
Tíkin.is
Ung frjálslynd
Heimdallur
Ung vinstrigræn
Vaka
Röskva
H-listinn

Ég hvet fólk til þess að skrá sig á þennan lista.

Gúrkutíð 2

Það virðist vera alvarleg gúrkutíð í gangi hérna á landi, allavega er ekki mikið að gerast sem ég nenni að skrifa um. Læt hina hefðbundnu fjölmiðla um það. Annars ætla ég mér að fara að skrifa meira um vísindi á mínu bloggi, eða hlutum sem ég hef gaman af að fjalla um, eins og t.d jarðskjálfta, eldgos, eldstöðvar og stjörnuvísindi osfrv. Mér finnst nefnilega ekki fjallað nægilega um það hérna á landi.

En meira seinna…