Efnahagslegur sannleikur um íslensku krónuna

Hérna er smá efnahagslegur sannleikur um íslensku krónuna.

Þann 1-Október-1981 var gengi íslensku krónurnar þetta hérna á miðgengi. Hérna nota ég USD, DKK og GBP þar sem þeir eru til allt þetta tímabil sem ég skoða. Aðrir gjaldmiðlar í Evrópu hafa hætt og evran hefur verið tekin upp í staðin í flestum tilfellum.

1 USD = 7,775 ISK.
1 GBP = 14,139 ISK.
1 DKK = 1,0658 ISK.

Þann 1-Október-1986 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 40,43 ISK.
1 GBP = 58,4535 ISK.
1 DKK = 5,2798 ISK.

Þann 1-Október-1991 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 59,4 ISK.
1 GBP = 103,7985 ISK.
1 DKK = 9,2286 ISK.

Þann 1-Október-1996 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 67,12 ISK.
1 GBP = 105,07 ISK.
1 DKK = 11,475 ISK.

Þann 1-Október-2001 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 100,56 ISK.
1 GBP = 148,4 ISK.
1 DKK = 12,325 ISK.

Þann 2-Október-2006 var þetta gengi íslensku krónunnar (gengi var ekki skráð þann 1-Október-2006 vegna þess að það var sunnudagur svo að ég tek næsta virka dag á eftir hérna).

1 USD = 70,12 ISK.
1 GBP = 131,39 ISK.
1 DKK = 11,945 ISK.

Þann 3-Október-2011 var þetta gengi íslenskur krónunnar (1 og 2-Október-2011 voru laugardagur og sunnudagur þannig að ég notaði næsta virka dag á eftir hérna).

1 USD = 118,48 ISK.
1 GBP = 184,15 ISK.
1 DKK = 21,286 ISK.

Þann 1-Október-2013 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 120,39 ISK.
1 GBP = 195,48 ISK.
1 DKK = 21,867 ISK.

Eins og hérna má sjá þá hefur gengi íslensku krónunnar farið stöðugt versnandi með tímanum og verðgildi íslensku krónunnar minnkað á móti. Slæmt gengi íslensku krónunnar er ekki bara hluti af efnahagshruninu sem varð á Íslandi árið 2008. Þetta er hluti af miklu stærra vandamáli sem hefur verið til staðar á Íslandi mjög lengi og er ennþá í gangi. Þetta vandamál mun ennfremur aldrei hverfa á meðan íslendingar nota íslensku krónuna sem gjaldmiðil.

Þegar ég heyri íslenska stjórnmálamenn tala um að þeir vilji halda í íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil íslensku þjóðarinnar. Þá ofbýður mér vitleysan og ruglið, enda veit ég að fullyrðingar þessara manna eru ekkert nema kjaftæði og hafa alltaf verið það.

Tölurnar eru fegnar af vefsíðu Seðlabanka Íslands.

Loftkastalar evrópuandstæðinga

Á Íslandi er stór hópur sem berst gegn Evrópusambands aðild Íslands, þessir hópar hafa það sameiginlegt að vera sérhagsmunahópar, vera í einokunarstöðu og stýðir af fólki sem er mjög þröngsýnt og með alvarlegan skort á framtíðarsýn. Eina framtíðarsýnin sem evrópuandstæðingar á Íslandi hafa er fátækt, verðbólga og lægri kaupmáttur íslendinga. Ásamt óstöðugleika í hagkerfi Íslands með tilheyrandi vandamálum, samdrætti og krepputímabilum. Þetta er stórt atriði sem evrópuandstæðingar einfaldlega horfa fram hjá í umræðunni, láta sem það skipti ekki máli og halda síðan áfram að tala illa um evruna og Evrópusambandið. Á meðan hæla þeir íslensku krónunni fyrir að hafa „bjargað“ íslenskum efnahag á krepputímum og hag íslensku þjóðarinnar, á meðan staðreyndin er sú að íslenska krónan hefur aldrei þjónað íslendingum jafn illa og núna í dag.

Loftkastalar um að íslenska krónan hafi bjargað íslendingum eru nákvæmlega það og ekkert annað. Staðreyndin er sú að íslenska krónan bjargði ekki íslendingum og hefur aldrei gert það, þessi örgjaldmiðill íslendinga ber ábyrgð á lágum launum, skertum kaupmætti íslendinga. Árið 2008 voru laun íslendinga lækkuð um meira en 50% í upphafi kreppunar, reyndar var á tímabilið ástandið þannig að íslendingar voru fátækasta þjóð í allri Evrópu þó víðar væri leitað vegna íslensku krónunnar. Það hefur með gjaldeyrishöftum og öðrum aðgerðum tekst að draga úr þessum mun og er íslenska krónan þessa dagana á genginu 20 til 23 kr gagnvart dönsku krónunni (sem ég miða alltaf við þar sem ég er búsettur í Danmörku).

Daumsýn evrópuandstæðinga er nákvæmlega það sem hún er, draumsýn sem byggir ekki á neinu nema hugmyndafræði einangrunar og draumsýn um að Ísland geti staðið eitt fyrir utan hnattræn viðskipti og stefnur. Staðreyndin er sú að engar þjóðir geta leyft sér að standa fyrir utan viðskiptabandalög, enda hentar slíkt ekki neinum þjóðum og er gegn hagsmunum þeirra. Enda er það staðreynd að heimurinn hefur verið að skipta sér upp í svæðisbundin viðskiptabandalög sem stunda viðskipti sín á milli. Hérna er ágætt yfirlit yfir þau viðskiptabandalög sem eru nú þegar til staðar í heiminum.

Það er því til marks um ótrúlega skammsýni og þröngsýni að fara fram á viðræðuslit eins og Heimssýn vill núna að stjórnvöld geri. Það er einnig til marks um þröngsýni og skammsýni að báðir stjórnarflokkanir skuli vera á móti Evrópusambands aðild Íslands. Þetta ætti reyndar ekki að koma á óvart, yfirstéttin á Íslandi hefur alltaf verið bæði hrokafull, þröngsýn og heimsk svo öldum skiptir og það er ekkert að fara breytast á næstunni. Frekar láta þeir alla íslendinga lepja dauðan úr skel frekar en að skipta um skoðun. Síðan koma hinir íslensku sérhagmunir inn í Evrópusambands málið, á meðan LÍÚ gerir upp í evrum að mestum hluta (einhverjir gera upp í bandarískum dollurum), þá borga þeir starfsmönnum sínum í íslenskum krónum fyrir aðeins brot af þeim hagnaði sem uppgjör þeirra í evrum skilar sér. Enda sleppa fyrirtækin innan LÍÚ við kerfisbundin óstöðugleika íslensku krónunar með því að gera upp í evrum eins og núna er gert. Fyrirtækin græða en almenningur situr uppi með reikninginn endalausa á Íslandi.

Bændasamtök Íslands eru einnig á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda geta þau ekki hugsað sér samkeppni á Íslandi eða leyft íslenskum bændum að komast upp úr þeirri fátækt sem þeir lifa við. Bændasamtök Íslands geta ekki hugsað sér samkeppni og það geta verslanir á Íslandi ekki heldur, þar sem þá er ekki hægt að hækka verðlag upp úr öllu valdi reglulega og mokgræða á því í leiðinni. Samkeppni eykur einnig þjónustu og gæði verslunar, slíkt má ekki sjást í dag á Íslandi. Þjónustan er öll eins lítil og hægt er að komast upp með og eins ódýr og hægt er að komast upp með það. Þetta er eitthvað sem Bændasamtök Íslands geta ekki hugsað sér að gerist, og verslun á Íslandi ekki heldur þegar á reynir. Til hvers að selja fólki góða vöru þegar hægt er að selja almenningi á Íslandi vonda vöru á dýru verði.

Á meðan evrópuandstæðingar stjórna umræðunni þá mun umræðan alltaf verða byggð á loftköstulum og draumsýn íslendinga um eigið ágæti og hæfileika. Það er hinsvegar lítið hægt að treysta á þessa draumsýn og loftkastala, enda er næsta víst að þeir muni hvorki koma með peninga í kassan eða bæta lífsgæði íslendinga á næstu árum og áratugum.

Gömul og ný íslensk króna

Það virðist vanta talsvert mikið upp á söguþekkinguna hjá Lilju Mósesdóttur. Staðreyndin er sú að íslendingar eru búnir að reyna þessa aðferð. Enda var tekin upp ný króna á Íslandi þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982. Niðurstaðan af þeirri tilraun er sú að íslenska krónan hefur fallið stöðugt frá þeim tíma. Ástæðan eru kerfisbundnar gengisfellingar íslenskra stjórnvalda á þessum tíma, og síðan hrun íslensku krónunar árið 2008.

Það er alveg ljóst að taka upp nýja íslenska krónu mun ekki leysa nein vandamál. Enda er búið að reyna þá leið, og sú leið mistókst gjörsamlega árið 2008. Lilju Mósesdóttur er auðvitað frjálst að endurtaka tilraunina með íslensku krónuna aftur komist hún í ríkisstjórn. Aftur á móti er ljóst að sú tilraun mun mistakast aftur, á svipuðum tímaramma og sú fyrr. Sá tímarammi er rúmlega 30 ár.

Fréttir af þessum bjánaskap.

Vill kasta krónunni og búa til Nýkrónu (Vísir.is)
Samstaða leggur fram Nýkrónur (DV.is)

Verðbólga í boði andstöðunar við Evrópusambands-aðild Íslands

Það nýjasta á Íslandi er núna að 54% íslendinga er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, en aðeins 27,5% íslendinga vilja ganga í Evrópusambandið. Þessi andstaða er að mestu leiti tilkomin vegna stöðugs lygaáróðurs í öllum íslenskum fjölmiðlum um stöðu mála í Evrópusambandinu sem heild, og aðildarríkjum þess. Á sama tíma gleyma íslendingar því að þeir þurftu sjálfir að leita til Alþjóðlega Gjaldeyrissjóðsins (IMF) árið 2008 þegar allt saman hrundi á Íslandi

Mikil verðbólga á Íslandi er mjög gömul saga, sem nær alveg til stofnunar íslensku krónunar árið 1918. Enda er það svo að fljótlega eftir stofnun íslensku krónunar fór að bera á gjaldeyrishöftum, innflutningshöftum og fleira í þeim dúr. Svo slæmt var ástandið á tímabili að fólk gat ekki einu sinni steypt gangstétt hjá sér án þess að fá leyfi frá yfirvöldum. Svo djúp var kreppan á tímabili um miðja síðustu 20 öld. Síðan má ekki gleyma gjaldeyrishöftum og innflutningshöftum sem fylgdu í kjölfarið á slíku tímabili. Ásamt kerfisbundnum gengisfellum á Íslandi með reglulegu millibili.

Andstaða fólks við Evrópusambandsaðild byggir eingöngu á þeim lyga áróðri sem hefur komið frá sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og Vinstri Grænum, ásamt öðrum smáum stjórnmálaflokkum á Íslandi sem hafa verið stofnaðir undanfarið. Síðan má ekki gleyma þeim áróðri sem er rekin af LÍÚ gegn Evrópusambandinu með Morgunblaðinu. Ásamt því að fréttir frá Evrópu eru mjög lélegar og neikvæðar á Íslandi. Almennt séð er Evrópa alltaf sýnd í neikvæðu ljósi á Íslandi í fréttum. Hugmyndir fólks um Evrópusambandið á Íslandi eru því rangar, og byggja ekki á neinni raunverulegri stöðu mála. Almennt séð þá kallast svona hegðun cherry picking upp á enskuna. Það er að velja aðeins það neikvæða til þess að styðja þau rök sem viðkomandi hefur sett fram. Í þessu tilfelli þá eru andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi að velja eingöngu það neikvæða, og það sem hentar þeirra málstað. Andstæðingar Evrópusambandsins fást ekki einu sinni til þess að játa eitthvað jákvætt við Evrópusambandið.

Það er vissulega kreppa í Evrópu, en það er líka kreppa á Íslandi og í Bandaríkjunum. Engu að síður fá íslendingar ekki nærri því það magn af neikvæðum fréttum af afleiðingum kreppunar í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Íslendingar geta þó haldið áfram að ræða verðbólguna og verið á móti Evrópusambandinu. Enda hafa íslendingar verið að ræða verðbólgu og gengisfall síðustu 60 ár eða svo, og eru komnir í mikla þjálfun í því umræðuefni.

Fréttir af óskynsamlegri andstöðu íslendinga við Evrópusambandsaðild

Meirihluti landsmanna á móti ESB aðild (vb.is)
Tæp 54% mótfallin inngöngu í ESB (Vísir.is)
Mikill meirihluti vill ekki í ESB (mbl.is)
54 prósent andvíg ESB-aðild (Rúv.is)

Bloggfærsla uppfærð klukkan 00:53 CEST þann 28. Apríl 2012.

Íslenska þjóðin sem fær það sem hún biður um

Íslendingar hafa gjarnan hrósað sér fyrir að vera bestir í hinu og þessu. Alla jafnan alveg óverðskuldað og alla jafna byggt á sögusögnum nútímans sem íslendingar hafa sjálfir skapað í gegnum tíðina. Ein stærsta sjálfsblekking íslendinga síðustu ár er sú blekking að á Íslandi sé grundvöllur fyrir efnahagslífi sem getur staðið fyrir utan hið alþjóðlega kerfi. Ennfremur er það mjög sterk sjálfsblekking að íslendingar geti rekið gjaldmiðil sinn svo vel sé. Þá er ég að tala um íslensku krónuna, sem síðan árið 1918 hefur fallið um 2200 danskar krónur á 94 árum. Enda var það svo að íslenska krónan og hin danska skildu jafnar árið 1918 á genginu 1:1. Á þessum tíma hefur danska krónan sjálf tapað einhverju af verðgildi sínu, enda er hætt að nota 10 og 25 aura í Danmörku.

Íslendingar hafa síðan árið 2008 kvartað mikið yfir því ástandi sem hefur skapast á Íslandi í kjölfarið á efnahagskreppunni, sem kom til vegna banka-sjálfsblekkingarinnar á Íslandi. Þar sem íslendingar trúðu því að hægt væri að stórt bankakerfi á ónýtum grunni sem hin íslenska króna vissulega er, og hefur alltaf verið. Þegar það litla sem hélt hinu íslenska bankakerfi uppi fór að gefa sig árin fyrir efnahagshrunið á Íslandi. Þá var slíkt alla jafna blásið af sem öfundsýki, árásir á íslenskt efnahagslíf og þar fram eftir götunum. Jafnvel var svo langt gengið af ráðherrum, þingmönnum og fleirum að allir þeir sem voguðu sér að benda á ónýtar undirstöður voru kallaðir öllum illum nöfnum, og að þeir jafnvel vissu ekkert hvað þeir væru að tala um. Enda var litið á það sem svo að á Íslandi væri ekkert að efnahagnum og allt í blóma.

Allt þetta hrundi í Október 2008 með látum þegar allt fjármálakerfið á Íslandi varð gjaldþrota. Bankanir og flest allir sparisjóðirnir á Íslandi. Einu sparisjóðirnir sem lifðu efnahagshrunið af voru þeir sparisjóðir þar sem ekki var verið að eltast við stofnbréfin í þeim, og síðan þeir sparisjóðir þar sem hluthafar samþykktu ekki söluna á stofnbréfum í viðkomandi sparisjóði. Áhrifin af þeirri blekkingu að hægt væri að græða á loftinu eru alvarlegar. Þá helst fyrir það fólk sem lét blekkja sig til þessara kaupa. Enda er margt af þessu fólki stórskuldugt í dag og hugsanlega er engin lausn fyrir það í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru með meirihlutavald með beinum og óbeinum hætti í öllum fjölmiðlum á Íslandi. Hvort sem það er staðarblaðið á Ísarfirði eða Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig mikil óbein völd á fréttablaðinu. Þrátt fyrir áróður um annað. Það sem munar er bara að þetta er annar armur sjálfstæðisflokksins, en sjálfstæðisflokkurinn er þetta engu að síður. Restin er síðan framsóknarflokkurinn með, þar sem því er við komið. Hugsanlega er vikublaðið DV eina blaðið sem er tiltölulega laust við áhrif þessara tveggja stjórnmálaflokka. Þess í stað tel ég hinsvegar að DV sé meira undir áhrif af Vinstri Grænum og tengdum aðilum. Ég álít pólitísk tengsl dagblaða eins og þau koma fram á Íslandi núna í dag vera stórt vandamál, og það fer aðeins versnandi.

Tengsl hagsmunaaðila við stjórnmálaflokka á Íslandi er stórt vandamál, enda bíður það upp á spillingu og valdníðslu. Eins og hefur verið að gerast á undanförnum árum. Þetta er hluti af vandamálinu á Íslandi, og mun halda áfram að grafa undan efnahag Íslands og stjórnkerfinu nema að þessu verði breytt.

Það þýðir lítið að tala um efnahagsmál við íslendinga. Til þess eru þeir of stoltir til þess að hlusta, og láta hagsmunaaðila sem berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa of mikil áhrif á sig. Á meðan svo er munu íslendingar vera með ónýtan gjaldmiðil og síðan sveiflukennt efnahagslíf með tilheyrandi vandamálum. Mér þykir ljóst að íslendingar þurf að fara alveg á botninn áður en það verður breyting hjá Íslensku þjóðinni. Íslendingar munu þurfa að fara svipað á botninn og Grikkir hafa verið gera undanfarið. Það sem mun lærast verður bæði erfitt og dýrt fyrir íslendinga, en alveg þess virði þegar fram líða stundir fyrir íslenska þjóð.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup þá er sjálfstæðisflokkurinn kominn með 33% fylgi, og framsóknarflokkurinn 13% fylgi. Það er því ekki langt að bíða þangað til að nýr botn næst á Íslandi í efnahagsmálum og vandræðum þeim tengdum.

Gengi íslensku krónunar lækkað í þágu sjávarútvegs og áliðnaðar á Íslandi

Það er mín skoðun að gengisfall íslensku krónunar undafarna daga eigi sér rökréttari skýringar en ætla mætti. Mér sýnist að hérna sé um að ræða þjónkun Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnar Íslands við sjávarútveginn og síðan álframleiðendur á Íslandi. Gengi krónunar er lækkað handvirkt í þeim tilgangi til þess að auka verðmæti útflutnings frá Íslandi. Þetta auðvitað er bara hækkun á verðmæti vöru vegna lélegs gengis. Þetta er ekki hækkun á raunverðmæti vörunnar (það sem markaðurinn er tilbúinn til þess að borga fyrir vöruna).

Þetta er gömalt bragð á Íslandi. Nema að hérna áður fyrr var þetta ákveðið alveg í ríkisstjórn og síðan kom frétt um gengisfellingu Íslensku krónunar í fjölmiðlum. Það er ekki gert núna. Heldur er gengið bara fellt rólega þegar þess þarf. Síðan er gengið styrkt aftur yfir sumarið, svo að ferðamenninir fái nú ekki of mikið fyrir gjaldeyrinn sinn. Það er þó almenningur á Íslandi sem tapar á þessu. Enda veldur þetta lægra gengi því að vöruverð hækkar á Íslandi, sem aftur á móti hækkar verðbólguna, sem aftur á móti hækkar verðtrygginguna, sem aftur á móti mun hækka stýrivexti á Íslandi fljótlega.

Það er ekkert skemmtilegt að búa á Íslandi undir svona ástandi.