Íslendingar dæma sig til ævarandi fátæktar

Grunnur að hagsæld þjóða í hagkerfi heimsins eru viðskipti við aðrar þjóðir. Á þessu byggja mörg efnahags-bandalög í heiminum í dag. Enda er það svo að heimurinn er hægt og rólega að skiptast upp í efnahags-bandalög þjóða sem stunda viðskipti sín á milli og semja síðan sem ein heild við aðrar þjóðir eða önnur efnahags-bandalög í heiminum. Þessi bandalög eru eins misjöfn og þau eru mörg. Í Evrópu eru tvö slík bandalög til staðar. Það sem íslendingar tilheyra kallast EFTA og það sem 28 þjóðir eru í kallast Evrópusambandið í dag. Á Íslandi hefur alltaf verið barist gegn betri og sterkari tengslum Íslands við Evrópu af hálfu fólks sem er ekkert nema varðmenn kúgunar og verri lífskjara á Íslandi.
Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn stoppar aðild Íslands að Evrópusambandinu (þáverandi Kola og stálbandalag Evrópu) var það á árunum 1950 til 1960 þegar Framsóknarflokkurinn kom beint í veg fyrir aðildar umsókn Íslands að Evrópubandalaginu á þeim tíma. Síðan þá var málið í dvala til ársins 2009. Baráttan gegn EFTA er gott dæmi um slíkt á Íslandi, þá eins og í baráttunni gegn Evrópusambandinu í dag var talað um verra ástand [einnig hérna] við aðild. Jafnvel þó svo að raunveruleikinn hafi orðið allt annar. Slíkar fullyrðingar voru einnig hafðar uppi þegar aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu var samþykkt á Alþingi árið 1993. EFTA aðild Íslands með EES samningnum hefur reynst íslendingum afskaplega vel. Enda hefur þetta gengið vel í því umhverfi sem var til staðar fyrir íslendinga að sinna sínum viðskiptum. Heimurinn hefur hinsvegar breyst hratt síðan stofnað var til EES og EFTA. Í dag eru báðir þessir samningar í raun úreltir og þjóna ekki hagsmunum almennings og varla að þeir þjóni hagsmunum fyrirtækja sem starfa innan þeirra.

Nauðsynlegt er fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja áhrif sín og tryggja hagsmuni sína. Með því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka eru íslendingar eingöngu að tryggja varanlega fátækt íslensks almennings og fyrirtækja. Enda er ljóst að í núverandi stöðu mun EES samningurinn ekki halda. EFTA aðild Íslands mun ennfremur ekki halda vegna svipaðra ákvæða þar er varða fjármagnsflutninga til og frá Íslandi. Það er ekki víst að EFTA verði til staðar mikið lengur vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í Sviss, en EFTA í dag er ákvæði um frjálst flæði fólks sem Sviss hefur nú hafnað í þjóðaratkvæði. Það kæmi mér ekki á óvart að EFTA einfaldlega hyrfi eftir 5 til 10 ár, jafnvel skemmri tíma ef þannig aðstæður skapast. Þeir stjórnmálaflokkar sem standa í dag gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu eru í raun að gera íslenskri þjóð gífurlegan óleik með þessari afstöðu sinni. Sá ó-leikur mun verða íslendingum mjög dýr til lengri tíma litið. Enda er hætta á algerri einangrun Íslands ef EFTA og EES hverfa úr samskiptum Íslands við Evrópu.

Það er ljóst að í núverandi stöðu mun hagvöxtur á Íslandi stoppa, hafi hann verið einhver fyrir utan vöxt í einkaneyslu íslendinga. Ljóst er að núna er að koma að mjög erfiðu tímabili í sögu íslensku þjóðarinnar. Tímabil sem mun einkennast af fátækt og miklu atvinnuleysi á Íslandi. Þetta er það sem íslendingar kusu yfir sig og þetta er það sem koma skal.

Stefnir í gjaldþrot Íslands innan nokkura ára

Efnahagsstefna sem er ekki hægt að lýsa öðrvísi en heimskri hefur nú tekið við á Íslandi. Núna á að fara skerða niður, og á sama tíma að minnka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða með skattalækkunum, niðurfellingu veiðigjalda og auðlyndagjalda á fiskveiðar (íslendingar hafa ekkert annað í raun).

Staðreyndin er nefnilega sú að efnahagsstefna framsóknarflokkins og sjálfstæðisflokksins virkar ekki og hefur aldrei virkað. Þessi efnahagsstefna er grunnurinn að efnahagshruninu á Íslandi árið 2008, og eins og staðan er í dag þá þarf mjög lítið að gerast svo að íslenskur efnahagur fari aftur í kreppu. Það er þó alveg ljóst að þegar íslenska þjóðin fer á hausin eftir nokkur ár, þá verður ekkert sem getur bjargað þeim. Næsta gjaldþrot íslensku þjóðarinnar mun verða kallað olíugjaldþrotið. Það er allavegana hentugur titill, þar sem draumórar um olíuveldið Ísland munu eiga þátt sinn í þessu gjaldþroti.

Hvað það verða margar tómar og ónotað bygginar á Íslandi í kjölfarið á þessu gjaldþroti á eftir að koma í ljós. Ég er þó alveg viss um að það eiga eftir að verða margar byggingar, og mörg gjaldþrot munu fylgja í kjölfarið á því ævintýri.

Öfgaliðið snýst gegn EES samningum

Það mátti búast við þessu, öfgafólkið sem hefur verið að berjast gegn ESB aðild Íslands hefur snúið sér að EES samningum, og hef ég persónulega búist við þessu í lengri tíma núna. Þeir sem hvaða mest hafið sig í frammi gegn ESB aðild Íslands hafa ákveðið að taka skrefið og hafa núna hafið baráttuna gegn EES Samningum á fullu. Þetta eru lítil skref í upphafi hjá þessu fólki, en ég reikna með að á næstum mánuðum munu íslendingar fá að sjá fleiri fréttir og áróður gegn EES Samningum, og jafnvel EFTA ef svo ber undir.

Baráttuna gegn EES samningum er leidd af tveim aðilum, Ragnari Arnalds sem hefur frá upphafi verið á móti EES samningum (og EFTA aðild Íslands) og síðan Bændasamtökum Íslands sem sjá hag sinn í því að ljúga að almenningi um stöðu mála á Íslandi. Búast má við því fljótlega að Heimssýn verði blandað í þessa baráttu og þau samtök notuð til þess að breiða út öfganar til íslendinga eins og gert hefur verið í báráttu þessa öfgafólks gegn Evrópusambandinu og samvinnu íslendinga við önnur Evrópulönd.

Enda er það svo að gamla bændaveldið á Íslandi dreymir um nýtt alræðisvald á Íslandi, og fremstur í þeim flokki er Ólafur Ragnar sem hagar sér stöðugt meira eins og einræðisherra, frekar en forseti lýðveldsins Íslands. Hvað Bændasamtök Íslands varðar, þá legg ég til að þau verði lögð niður í núverandi mynd, öll ríkisstyrk verkefni færð til viðeigandi ráðuneyta og rannsókn verði gerði á hugsanlegum lögbrotum þessara samtaka á Íslandi síðustu áratugina.

Það er hinsvegar alveg ljóst að Heimssýn ætlar sér að herða áróðurinn fyrir einangrun Íslands á næstunni, með tilheyrandi fátækt og efnahagslegum óstöðugleika fyrir íslenskan almenning. Stefna sem mun aldrei verða til góðs á Íslandi, hvorki fyrir lýðræðið eða kjör almennings. Íslendingar þurfa að átta sig á því að fullyrðingar þessa fólks um Evrópusambandið og evrópu almennt er byggt á tómri dellu, spuna sem á ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Staðreyndin er einnig sú að ESB andstæðingar eru vel fjármagnaðir af LÍÚ og síðan í gegnum Bændasamtök Íslands (með vafasömum aðferðum að mínu mati). Þetta fjármagn leyfir þeim að halda úti stöðugum árórði, þó handahófskenndur og lélegur sé, engu að síður er þetta áróður sem íslenska þjóðin trúir á, enda er lítið um fréttir af raunverulegri stöðu mála í Evrópu og Evrópusambandinu að finna í íslenskum fjölmiðlum.

Hvað svo sem verður, þá er alveg ljóst að einangrunarstefna þessa fólks er skaðleg og mun alltaf verða skaðleg til lengri og skemmri tíma. Íslendingar munu fara að finna slíkt á eigin skinni fljótlega þegar stefna þessa fólks fer að birtast í stjórnarathöfnum ríkisstjórnar Íslands á næstu mánuðum og árum. Skaðinn verður langvarandi og mikill til lengdar, og almenningur á Íslandi ætti að búa sig undir það versta að mínu mati.

Vinstri vaktin gegn ESB snýst gegn EES samningum

Andstaða við hrátt kjöt og afstaðan til EES (blog.is)

Boða fátækt og einangrun íslendinga

Vissuð þið að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru samsæriskenningasmiðir? Ekki? Það kemur mér lítið á óvart, ástæðan er sú að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi hafa verið mjög duglegir við að fela þessa staðreynd frá almenningi á Íslandi. Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi finnst það fullkomnlega eðlilegt að setja fram þessa tortryggni sína eins og um staðreyndir sé að ræða. Á meðan raunveruleikinn er allt annar og langt frá fullyrðingum Heimssýnar, Vinstri vaktin gegn ESB, Evrópuvaktin, Bændasamtökum Íslands og fleiri aðilum.

Staðreyndin er sú að fáir hafa áhuga á Íslandi, enginn hefur áhuga á Íslandi vegna „auðlynda“ íslendinga. Vegna þess að íslendingar búa ekki yfir neinum auðlyndum, langt því frá. Á Íslandi er ekki vinnanlegt magn góðmálama að finna, á Íslandi er hvorki olíu og eða gas að finna eða neitt annað nýtilegt. Þessi staðreynd er langt frá þeim áróðri sem íslendingar halda á lofti um sjálfan sig og landið. Fiskurinn telst varla mikil auðlynd, enda eru íslendingar búnir að veiða svo mikið af honum að það jarðar við að búið sé að útrýma mörgum fiskistofnum í kringum Ísland.

Síðan er það staðreynd að þjóðir Evrópu hafa engan áhuga á Íslandi og meintum auðlyndum þess. Þjóðir Evrópu hafa nefnilega nóg með sín eigin málefni og þær skortir heldur ekkert auðlyndir sjálfar, eiga sjálfar nóg af fiski í sjónum og það sem ekki fæst veitt í Evrópu er keypt af öðrum mörkuðum í kringum heiminn, einnig af íslendingum ef þörf krefur. Áhugi ríkja Evrópu og þá sérstaklega Evrópusambandsins nær eingöngu svo langt að þjóðinar eru tilbúnar að vinna með íslendingum ef íslendingar vilja vinna með þjóðum Evrópusambandsins, að öðru leiti skipta þjóðir Evrópu sér ekki af málefnum íslendinga.

Þjóðir Evrópusambandsins hafa fengið nóg af stríðum, fasisma, fjöldamorðum og fleiri hryllilegum atburðum sem hafa átt sér stað í sögu Evrópu á undanförnum 2000 árum. Þjóðir Evrópu mundu hinsvegar láta íslendinga heyra það ef valdhafar á Íslandi tæku upp á því að níðast á almenningi eins og gert er í Hvíta-Rússlandi núna í dag, að öðru leiti mundu íslendingar fá að vera í friði eins og þeir hafa alltaf fengið að vera síðan íslendingar fengu þá fáránlegu hugmynd að stofna lýðræði og vera sjálfstæð þjóð. Áhugi þjóða Evrópu á Íslandi er enginn og hefur alltaf verið það, og nær eingöngu til þess sem íslendingar eiga sjálfir frumkvæðið af.

Allar aðrar fullyrðingar koma frá fólki sem er ekki í sambandið við raunveruleikann og tala eins og fólk sem er þannig fyrir komið. Það versta er þó að þessir einstaklingar hafa að því virðist ótakmarkaðan aðgang að íslenskum fjölmiðlum, með skelfilegum afleiðingum fyrir upplýsta umræðu á Íslandi. Enda er nú svo komið að íslenska þjóðin er orðin heilaþvegin af áróðri andstæðinga Evrópusambandsins, áróðri sem er ekkert nema uppspuni þeirra sem leggja hann til og hefur aldrei verið neitt annað. Endanleg niðurstaða af þessari stefnu og hugmyndafræði þessa fólks fyrir almenning á Íslandi er fátækt og einangrun, eins og hefur verið saga íslendinga á undanförnum öldum.

Má bjóða þér innflutningshöft?

Ef andstæðingar Evrópusambandsins hafa sitt fram. Þá er ljóst að íslendingar munu þurfa að taka upp innflutningshöft að nýju í kjölfarið á ennþá hertari gjaldeyrishöftum. Enda er það ljóst að ef þeir hörðustu ESB andstæðingar ná sínu fram. Enda vilja sumir andstæðingar ESB á Íslandi segja upp EES samningum og það er full ástæða til þess að óttast það þjóðrembingslega viðhorf sem þarna er á ferðinni.

Það sem íslendingar geta hlakkað til, ef allt fer á versta veg er að standa í röð fyrir utan búð með skömmtunarmiða. Það verður gamall stíll yfir því fyrir marga sem muna eftir síðasta skömmtunartímabili á Íslandi. Sem var á árinum 1948 til ársins 1960 rúmlega.

Innflutningshöft á Íslandi 2011 – ?

Það nýjasta í gjaldeyrismálum íslendinga er að núna er verið að leggja grunnin að nýrri haftastefnu með innflutningshöftum á vörum. Þetta er auðvitað í andstöðu við EES og EFTA aðild Íslands. Það virðist hinsvegar ekki skipta neinu máli hjá Steingrími J.

Þetta er reyndar í lögum núna í dag. Svona innflutningstakmarkanir. Það sem er hinsvegar verið að gera núna er að herða gjaldeyrishaftalögin enn á ný.

[13. gr. f. Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fjárfestinga í peningakröfum í erlendum gjaldeyri og öðrum sambærilegum kröfuréttindum sem ekki falla undir 13. gr. e, eru óheimilar.
Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fasteignaviðskipta erlendis eru óheimilar nema sýnt sé fram á að viðskiptin séu gerð vegna búferlaflutninga aðila. Hámarksfjárhæð gjaldeyriskaupa og fjármagnsflutninga vegna kaupa á einni fasteign sem tengjast búferlaflutningum er jafnvirði 100.000.000 kr.
Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fjárfestingar í öðrum eignum í erlendum gjaldeyri, þ.m.t. hrávöru, farartækjum og vinnuvélum, sem eru hvorki eðlilegur þáttur í atvinnustarfsemi aðila né ætluð til innflutnings fyrir framleiðslu hans, eru óheimilar. Þrátt fyrir bann 1. málsl. eru gjaldeyriskaup og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna kaupa á vélknúnu ökutæki heimil í eitt skipti, séu kaupin í tengslum við búferlaflutninga kaupandans úr landi, enda nemi fjárhæðin eigi meira en jafnvirði 10.000.000 kr.]1)

Lög um gjaldeyrismál, 1992 nr. 87

Breytingin sem á að fara í hljómar svona.

Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. f laganna:
a. Á eftir 2. málsl. 2. mgr. koma fjórir nýir málsliðir sem orðast svo: Þeim aðilum sem fjárfest hafa með erlendum gjaldeyri í fasteign, sem staðsett er erlendis, fyrir 28. nóvember 2008 er heimilt að endurfjárfesta. Nú eru fjármunir sem losna við sölu eða greiðslu tjónabóta slíkrar fasteignar, nýttir í heild eða hluta til að fjárfesta aftur í annarri fasteign innan sex mánaða og telst það þá endurfjárfesting í skilningi 3. málsl. Meðan frestur til að endurfjárfesta er að líða skulu fjármunir skv. 4. málsl. undanþegnir ákvæði 13. gr. l. Leigutekjur sem innlendur aðili fær af fasteign sinni erlendis er heimilt að nýta til að greiða fyrir rekstrarkostnað af þeirri fasteign, þrátt fyrir 13. gr. l.
b. Á eftir 2. málsl. 3. mgr. koma þrír nýir málsliðir sem orðast svo: Þeim aðilum sem fjárfest hafa með erlendum gjaldeyri í vélknúnu ökutæki, sem staðsett er erlendis, fyrir 28. nóvember 2008 er heimilt að endurfjárfesta. Nú eru fjármunir sem losna við sölu eða greiðslu tjónabóta slíks vélknúins ökutækis, nýttir í heild eða hluta til að fjárfesta í öðru vélknúnu ökutæki innan sex mánaða og telst það þá endurfjárfesting í skilningi 3. málsl. Meðan frestur til að endurfjárfesta er að líða skulu fjármunir skv. 3. málsl. undanþegnir ákvæði 13. gr. l.
c. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. skal einstaklingum sem teljast til innlendra aðila heimilt að kaupa og flytja inn eitt farartæki erlendis frá á almanaksári fyrir allt að jafnvirði 10.000.000 kr. enda sé farartækið ætlað til eigin nota innan lands. Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á grundvelli þessa ákvæðis eru háðar því skilyrði að tilkynning um kaupin hafi hlotið staðfestingu Seðlabankans. Seðlabankinn setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum (rýmkun heimilda, aukið eftirlit, hækkun sekta o.fl.).

Á næstu árum munu gjaldeyrishöftin, og innflutningshöftin verða hert og þétt með tímanum. Þetta er mjög þekktur vítahringur sem núna á sér stað á Íslandi. Íslendingar geta gleymt því að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn muni breyta þessu ef þeir komast til valda.

Fréttir af þessu.

Má bara kaupa einn bíl á ári að hámarki 10 milljónir kr. (Viðskiptablaðið)