Íslendingar dæma sig til ævarandi fátæktar

Grunnur að hagsæld þjóða í hagkerfi heimsins eru viðskipti við aðrar þjóðir. Á þessu byggja mörg efnahags-bandalög í heiminum í dag. Enda er það svo að heimurinn er hægt og rólega að skiptast upp í efnahags-bandalög þjóða sem stunda viðskipti sín á milli og semja síðan sem ein heild við aðrar þjóðir eða önnur efnahags-bandalög í heiminum. Þessi bandalög eru eins misjöfn og þau eru mörg. Í Evrópu eru tvö slík bandalög til staðar. Það sem íslendingar tilheyra kallast EFTA og það sem 28 þjóðir eru í kallast Evrópusambandið í dag. Á Íslandi hefur alltaf verið barist gegn betri og sterkari tengslum Íslands við Evrópu af hálfu fólks sem er ekkert nema varðmenn kúgunar og verri lífskjara á Íslandi.
Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn stoppar aðild Íslands að Evrópusambandinu (þáverandi Kola og stálbandalag Evrópu) var það á árunum 1950 til 1960 þegar Framsóknarflokkurinn kom beint í veg fyrir aðildar umsókn Íslands að Evrópubandalaginu á þeim tíma. Síðan þá var málið í dvala til ársins 2009. Baráttan gegn EFTA er gott dæmi um slíkt á Íslandi, þá eins og í baráttunni gegn Evrópusambandinu í dag var talað um verra ástand [einnig hérna] við aðild. Jafnvel þó svo að raunveruleikinn hafi orðið allt annar. Slíkar fullyrðingar voru einnig hafðar uppi þegar aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu var samþykkt á Alþingi árið 1993. EFTA aðild Íslands með EES samningnum hefur reynst íslendingum afskaplega vel. Enda hefur þetta gengið vel í því umhverfi sem var til staðar fyrir íslendinga að sinna sínum viðskiptum. Heimurinn hefur hinsvegar breyst hratt síðan stofnað var til EES og EFTA. Í dag eru báðir þessir samningar í raun úreltir og þjóna ekki hagsmunum almennings og varla að þeir þjóni hagsmunum fyrirtækja sem starfa innan þeirra.

Nauðsynlegt er fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja áhrif sín og tryggja hagsmuni sína. Með því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka eru íslendingar eingöngu að tryggja varanlega fátækt íslensks almennings og fyrirtækja. Enda er ljóst að í núverandi stöðu mun EES samningurinn ekki halda. EFTA aðild Íslands mun ennfremur ekki halda vegna svipaðra ákvæða þar er varða fjármagnsflutninga til og frá Íslandi. Það er ekki víst að EFTA verði til staðar mikið lengur vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í Sviss, en EFTA í dag er ákvæði um frjálst flæði fólks sem Sviss hefur nú hafnað í þjóðaratkvæði. Það kæmi mér ekki á óvart að EFTA einfaldlega hyrfi eftir 5 til 10 ár, jafnvel skemmri tíma ef þannig aðstæður skapast. Þeir stjórnmálaflokkar sem standa í dag gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu eru í raun að gera íslenskri þjóð gífurlegan óleik með þessari afstöðu sinni. Sá ó-leikur mun verða íslendingum mjög dýr til lengri tíma litið. Enda er hætta á algerri einangrun Íslands ef EFTA og EES hverfa úr samskiptum Íslands við Evrópu.

Það er ljóst að í núverandi stöðu mun hagvöxtur á Íslandi stoppa, hafi hann verið einhver fyrir utan vöxt í einkaneyslu íslendinga. Ljóst er að núna er að koma að mjög erfiðu tímabili í sögu íslensku þjóðarinnar. Tímabil sem mun einkennast af fátækt og miklu atvinnuleysi á Íslandi. Þetta er það sem íslendingar kusu yfir sig og þetta er það sem koma skal.

Stefnir í gjaldþrot Íslands innan nokkura ára

Efnahagsstefna sem er ekki hægt að lýsa öðrvísi en heimskri hefur nú tekið við á Íslandi. Núna á að fara skerða niður, og á sama tíma að minnka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða með skattalækkunum, niðurfellingu veiðigjalda og auðlyndagjalda á fiskveiðar (íslendingar hafa ekkert annað í raun).

Staðreyndin er nefnilega sú að efnahagsstefna framsóknarflokkins og sjálfstæðisflokksins virkar ekki og hefur aldrei virkað. Þessi efnahagsstefna er grunnurinn að efnahagshruninu á Íslandi árið 2008, og eins og staðan er í dag þá þarf mjög lítið að gerast svo að íslenskur efnahagur fari aftur í kreppu. Það er þó alveg ljóst að þegar íslenska þjóðin fer á hausin eftir nokkur ár, þá verður ekkert sem getur bjargað þeim. Næsta gjaldþrot íslensku þjóðarinnar mun verða kallað olíugjaldþrotið. Það er allavegana hentugur titill, þar sem draumórar um olíuveldið Ísland munu eiga þátt sinn í þessu gjaldþroti.

Hvað það verða margar tómar og ónotað bygginar á Íslandi í kjölfarið á þessu gjaldþroti á eftir að koma í ljós. Ég er þó alveg viss um að það eiga eftir að verða margar byggingar, og mörg gjaldþrot munu fylgja í kjölfarið á því ævintýri.

Öfgaliðið snýst gegn EES samningum

Það mátti búast við þessu, öfgafólkið sem hefur verið að berjast gegn ESB aðild Íslands hefur snúið sér að EES samningum, og hef ég persónulega búist við þessu í lengri tíma núna. Þeir sem hvaða mest hafið sig í frammi gegn ESB aðild Íslands hafa ákveðið að taka skrefið og hafa núna hafið baráttuna gegn EES Samningum á fullu. Þetta eru lítil skref í upphafi hjá þessu fólki, en ég reikna með að á næstum mánuðum munu íslendingar fá að sjá fleiri fréttir og áróður gegn EES Samningum, og jafnvel EFTA ef svo ber undir.

Baráttuna gegn EES samningum er leidd af tveim aðilum, Ragnari Arnalds sem hefur frá upphafi verið á móti EES samningum (og EFTA aðild Íslands) og síðan Bændasamtökum Íslands sem sjá hag sinn í því að ljúga að almenningi um stöðu mála á Íslandi. Búast má við því fljótlega að Heimssýn verði blandað í þessa baráttu og þau samtök notuð til þess að breiða út öfganar til íslendinga eins og gert hefur verið í báráttu þessa öfgafólks gegn Evrópusambandinu og samvinnu íslendinga við önnur Evrópulönd.

Enda er það svo að gamla bændaveldið á Íslandi dreymir um nýtt alræðisvald á Íslandi, og fremstur í þeim flokki er Ólafur Ragnar sem hagar sér stöðugt meira eins og einræðisherra, frekar en forseti lýðveldsins Íslands. Hvað Bændasamtök Íslands varðar, þá legg ég til að þau verði lögð niður í núverandi mynd, öll ríkisstyrk verkefni færð til viðeigandi ráðuneyta og rannsókn verði gerði á hugsanlegum lögbrotum þessara samtaka á Íslandi síðustu áratugina.

Það er hinsvegar alveg ljóst að Heimssýn ætlar sér að herða áróðurinn fyrir einangrun Íslands á næstunni, með tilheyrandi fátækt og efnahagslegum óstöðugleika fyrir íslenskan almenning. Stefna sem mun aldrei verða til góðs á Íslandi, hvorki fyrir lýðræðið eða kjör almennings. Íslendingar þurfa að átta sig á því að fullyrðingar þessa fólks um Evrópusambandið og evrópu almennt er byggt á tómri dellu, spuna sem á ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Staðreyndin er einnig sú að ESB andstæðingar eru vel fjármagnaðir af LÍÚ og síðan í gegnum Bændasamtök Íslands (með vafasömum aðferðum að mínu mati). Þetta fjármagn leyfir þeim að halda úti stöðugum árórði, þó handahófskenndur og lélegur sé, engu að síður er þetta áróður sem íslenska þjóðin trúir á, enda er lítið um fréttir af raunverulegri stöðu mála í Evrópu og Evrópusambandinu að finna í íslenskum fjölmiðlum.

Hvað svo sem verður, þá er alveg ljóst að einangrunarstefna þessa fólks er skaðleg og mun alltaf verða skaðleg til lengri og skemmri tíma. Íslendingar munu fara að finna slíkt á eigin skinni fljótlega þegar stefna þessa fólks fer að birtast í stjórnarathöfnum ríkisstjórnar Íslands á næstu mánuðum og árum. Skaðinn verður langvarandi og mikill til lengdar, og almenningur á Íslandi ætti að búa sig undir það versta að mínu mati.

Vinstri vaktin gegn ESB snýst gegn EES samningum

Andstaða við hrátt kjöt og afstaðan til EES (blog.is)

Helstu talsmenn tollmúrum og einokunar á Íslandi kvarta undan tollum Evrópusambandsins

Það er talsvert sérstakt að sjá helstu talsmenn tollmúra og einkunar á Íslandi kvarta undan tollmúrum Evrópusambandsins (Evrópusambandið er tollabandalag). Í staðin fyrir að gera hið skynsamlega og styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá ætla þessir aðildar að reyna semja um Evrópusambandið um 5.000 tonna tollkvóta inná markað Evrópusambandsins fyrir íslenskar mjólkurvörur. Það er Skyr, osta og eitthvað fleira. Það er alveg ljóst ólíklegt verður að teljast að Evrópusambandið muni samþykkja slíkar kröfur. Enda ber Evrópusambandinu ekki nein skylda til þess að heimila svona mikla aukningu á innfluttum mjólkurvörum. Enda er engin skortur á þessu innan Evrópusambandsins ennþá.

Hinn möguleikinn fyrir Mjólkursamsöluna er að flytja áfram út til Evrópusambandsins. Nema með þeim tollum sem þar eru uppsettir. Þetta er það sem Mjólkursamsalan hefur krafið íslenska ríkið um að gera varðandi innflutning á erlendum ostum og öðrum mjólkurvörum til Íslands. Þeir tollar eru allt að 400% af verði vörunnar. Auk annara gjalda sem eru lagðar á umrædda vöruflokka.

Hérna eru fréttir af þessu máli

Tollamúrar hamla meiri skyrútflutningi (mbl.is)
„Gætu tekið skyrið af okkur“ (mbl.is)