Jarðskjálftahrinan í Eyjafjarðarálum (utan við Siglufjörð)

Jarðskjálftahrinan sem er núna í gangi fyrir utan Siglufjörð heldur áfram af fullum krafti, þó með hléum eins og vill stundum gerast í sovna jarðskjálftavirkni. Stærstu jarðskjálftanir sem hafa átt sér stað síðustu tvo daga hafa náð stærðinni ML4,3, ML4.0, ML4.1. Það er ekki hægt að útiloka stærri jarðskjálftar muni eiga sér stað á umræddu svæði á næstum dögum, vikum og jafnvel mánuðum. Þessi jarðskjálftahrina kemur fram í hrinum, en nýjasta hrinan hófst klukkan rúmlega 07:00 í morgun. Þá með nokkrum jarðskjálftum upp á 3,0 til 4,1 að stærð. Ásamt mun minni jarðskjálftum sem alltaf fylgja svona jarðskjálftahrinum. Þessi jarðskjálftahrina á upptök sín í brotabelti sem er á þessu svæði. Umrætt brotabelti hefur á sögulegum tíma framkallað mjög stóra jarðskjálfta, allt að 7 að stærð (samkvæmt eldgos.is). Umrætt svæði sem núna skelfur hefur ekki haft mikla jarðskjálftavirkni á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Þannig að uppsöfnuð spenna á umræddu svæði er líklega mjög mikil, enda er væntalega langt síðan þarna átti sér stað stór eða umtalsverð jarðskjálftavirkni. Hugsanlega 150 til 250 ár, þó er erfitt að segja nákvæmlega til um það án heimilda um eldri atburði á þessu svæði.

Á undanförnum árum hefur verið talsvert um jarðskjálftavirkni á nærliggjandi sniðgengjum, þó ekki á því sniðgengi sem núna er að valda jarðskjálftum (mjög líklega er þetta staðan. Þó svo að erfitt sé að segja nákvæmlega til um þetta nema skoða gögn um jarðskjálftavirkni á þessu svæði síðustu áratugina). Þetta byggir upp spennu á öllu svæðinu með tímanum. Sem einn daginn kemur af stað jaðskjálftahrinu á svæðinu. Sú jarðskjálftahrina sem núna er í gangi á umræddu svæði hefur varað núna í rúmlega viku. Þó með misjafnlega löngum hléum. Eftir því sem tíminn hefur liðið þá hafa jarðskjálftanir orðið stærri og fleiri. Hver ástæðan fyrir því veit ég ekki nákvæmlega, annað en þarna er líklega umtalsverð spenna að losna úr jarðskorpunni. Þó er þetta eitthvað sem þarf að fylgjast vandlega með, og hugsanlega varast vegna lausamuna í húsum fólks sem býr nærri upptakasvæði þessar jarðskjálftahrinu. Það er erfitt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftahrina borðar stærri jarðskjálfta á þessu svæði. Það er þó í mínu áliti ekki hægt að útiloka það. Enda er þetta svæði þekkt fyrir stóra jarðskjálfta eins og áður segir.

Dýpi jarðskjálftana í dag er frá 2 km og niður til rúmlega 20 km, sem er þykkt jarðskorpunnar á þessu svæði. Jarðskorpan þarna er þó þykkari á svæðum, en þetta er að meðaltali sú þykkt jarðskorpunnar sem búast má við. Á einstaka svæðum þarna er jarðskorpan eingöngu í kringum 10 km þykk.


Jarðskjálftahrinan í dag klukkan 16:05. Þarna sést vel hvar jarðskjálftahrinan á sér stað. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur einnig komið mjög vel fram á mínum eigin jarðskjálftamælum. Sérstaklega þá á Hvammstanga og í Heklubyggð. Þar sem að þeir jarðskjálftamælar sem ég hef eru næstir upptökum þessar jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur frá á jarðskjálftamælinum mínum sem er staðsettur á Hvammstanga. Þessa mynd er hægt að nota svo lengi sem höfundar er getið.


Jarðskjálftanir eins og þeir koma fram á jarðskjálftamælinum sem staðsettur er í Heklubyggð. Þessa mynd er hægt að nota svo lengi sem höfundar er getið.


Kort af Tjörnesbrotabeltinu sem sýnir jarðskjálftavirkni á því síðustu ár. Ásamt stærri atburðum sem þarna hafa átt sér stað á undanförnum öldum. Höfundur þessa korts er óþekktur, en kortið af fengið af eldgos.is.

Það er mjög erfitt, jafnvel ómögurlegt að segja til um það hvað gerist næst í þessari jarðskjálftahrinu. Þó ráðlegg ég fólki að passa upp á brothætta hluti. Útaf því að það er ennþá talsverð mikil hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði í augnablikinu. Það er mín skoðun að þessi jarðskjálftahrina er líklega langt frá því að vera búinn. Jafnvel þó svo að virkni detti niður í styttri og lengri tíma í einu. Eins og hefur verið atburðarrásin hingað til á Tjörnesbrotabeltinu fyrir utan Siglufjörð þessa stundina.

Fréttir af þessari jarðskjálftavirkni

Ný skjálftahrina í Eyjafjarðarál (Rúv.is)

Jarðskjálftahrinan í Brennisteinsfjöllum (Bláfjöllum)

Í dag (30.08.2012) hófst jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Þessi jarðskjálftahrina hófst með jarðskjálfta upp á ML3.2 (Mw4.2) og síðan fylgdi á þriðja tug minni jarðskjálfta. Enginn af eftirskjálftunum náði stærðinni 2.0. Jarðvísindamenn hafa talað um þennan jarðskjálfta eins og hann sé hápúkntur á virkni sem hefur verið á þessu svæði og aðlyggjandi brotabeltum undanfarna mánuði. Þetta er að mínu mati rangt hjá þeim. Ástæðuna er helst að rekja til þess að nýtt virkniskeið er líklega að hefjast á Reykjanesi, einnig sem að jarðskjálftavirkni á suðurlandsbrotabeltinu er ekki lokið og væntanlega talsvert í að þeirri virkni ljúki á næstu árum. Þó er erfitt að segja til um hvernar slíkt mundi gerast.

Mér sýnist að hreyfingin sem fór af stað í dag hafi verið Norður-Suður. Slíkt væri í samræmi við það brotabelti sem þarna er til staðar og tengist suðurlandsbrotabeltinu. Enda er búin að vera talsverð hreyfing á því undanfarin ár í kjölfarið á stóru jarðskjálftunum sem áttu sér stað árið 2000. Ég hef miklar efasemdir um þá fullyrðingu að umræddur jarðskjálfti sé hápúnktur virkni á þessu svæði. Að mínu mati táknar þessi jarðskjálfta nýja og hugsanlega mikla virkni á þessu svæði. Hvort sem það verður á næstu dögum, vikum eða mánuðum skal ég ekki segja til um. Það er hinsvegar alveg ljóst að virknin þarna er ekki lokið þarna á næstunni. Hvernig virknin mun koma fram á næstunni er erfitt að segja til um. Þetta gæti allt saman verið smá jarðskjálftahrinur eða nokkrir stórir jarðskjálftar. Það er nákvæmlega engin leið til þess að spá til um slíka hegðun á svona jarðskjálftasvæðum.

Það er ekkert sem bendir til þess að þessir jarðskjálftar séu tengdir kvikuhreyfingum í Brennisteinsfjöllum enn sem komið er. Hvað svo sem gerist í framtíðinni á þessu svæði.

Uppfærsla á búnaði

Í dag var rásum fjölgað á jarðskjálftamæla búnaðinum hjá mér og þurfti ég því að færa þær rásir sem núverandi mælir notar. Vegna þess þá duttu út þeir jarðskjálftar sem ég mældi í nótt af sjálfvirka plottinu sem er á netinu.

Viðhaldi á tölvubúnaði lokið

Viðhaldi á tölvunni sem sér um jarðskjálftagröfin og vinnslu gagna frá jarðskjálftamælinum er lokið. Það urðu því miður nokkrar tafir á þessu viðhaldi, þannig að jarðskjálftagröfin fóru að uppfærast seinna en áætlað hafði verið.

Viðhald á tölvubúnaði

Vegna viðhalds á tölvubúnaði uppfærast jarðskjálftagröfin ekki þessa stundina. Ef allar áætlanir standast þá verða jarðskjálftagröfin farin að uppfærast vonandi í kringum 21:00, ef vel gengur.

Truflanir á jarðskjálftagröfunum

Vegna lélegs tölvubúnaðar þá eru miklar truflanir á jarðskjálftagröfunum þessa stundina. Ég mun væntanlega ekki getað komið þessu í lag fyrr en á morgun. En aðal tölvan sem vinnur úr gögnum frá jarðskjálftamælinum er biluð þessa stundina og varahlutir koma ekki fyrr en á morgun.

Færsla á jarðskjálftamælinum

Ég færði jarðskjálftamælinn minn út í dag, í þeim tilgangi að draga úr þeim hávaða sem mælirinn nemur í húsinu sem ég á heima. En vegna þess að ég færði mælinn þá eru göt í honum og óvenju miklar truflanir fljótlega eftir að ég setti mælinn í samband eftir færsluna. Þær truflanir sem mælirinn mun núna nema er bílaumferð og veður. Hann mun ennþá nema hæstu truflaninar sem koma út húsinu þar sem ég á heima, en það dregur verulega úr þeim núna í kjölfar þessar færslu.

Vegna þessarar færslu þá mældi ég ekki jarðsjálfta uppá 3,9 á ricther sem varð í dag.