Útlendingastofnun verði lokað án tafar

Ég hér með legg til að allir starfsmenn Útlendingastofnunar verði reknir og nýjir ráðnir í þeirra stað. Ásamt því að öll yfirstjórn Útlendingastofnunar verði rekin og rannsókn hafin á misnotkun þeirra á lögum og reglum gagnvart útlendingum sem koma utan ríkja EES/ESB/EFTA.

Sú stefna sem er rekin á Íslandi gengur ekki lengur. Enda er sú stefna mjög einföld og samþykkt af ríkisstjórn Íslands. Stefnan er sú að halda öllum utan Íslands með öllum mögulegum leiðum, líklega leiðum sem eru augljóslega ekkert annað en mannréttindabrot gagnvart flóttamönnum og öðrum sem koma frá ríkjum utan EES/ESB/EFTA.

Niður með Útlendingastofnun.

Íslendingar ættu ennfremur að vera þakklátir fyrir það að einhver nenni að flytja til Íslands yfir höfuð.

Miðaldamaðurinn Jónas

Mér er farið að ofbjóða sú umræða sem er stunduð á Íslandi gegn flóttamönnum, innflytjendum og almennt fólki sem kemur erlendis frá. Fullyrðingar og annað slíkt um þetta fólk eru ekkert annað en lygar og blekkingar hjá mörgum. Staðreyndin er nefnilega sú að ofbeldi innfæddra er oft á tíðum meira en innflytjenda í mörgum ríkjum. Núna síðast talar Jónas á vef sínum um að innflytjendur og flóttamenn hafi verið ábyrgir fyrir árás á konur í Köln, Hamburg og víðar. Jónas hinsvegar sneiðir alveg fram hjá því að talið er að þetta sé ekki flóttamenn eða innflytjendur þarna, þó svo að umræddir einstaklingar hafi kannski verið að uppruna frá Marókkó eða öðrum ríkjum Afríku. Talið er líklegt að þarna hafi verið um þjóðverja að ræða.

Hinsvegar finnst mér þetta allt saman vera mjög gruggugt mál og of einfalt. Þetta lyktar nefnilega af uppsetningu að mínu áliti, þar sem verið er að koma sök á hóp fólks í Þýskalandi með því að kenna það við ofbeldi. Lögreglurannsóknin mun komast að hinu sanna en ég óttast að fjölmiðlar muni ekki sína niðurstöðum þeirrar rannsóknar neina athygli þegar niðurstaðan kemur fram. Staðreyndin er ennfremur sú að Jónas er einnig frá miðöldum. Hugsunarháttur hanns og hugarheimur bendir ekki til neins annars og hefur sjaldan gert neitt annað. Hann klæðir þetta stundum í nútímalegan búning en það er blekking og hefur ekkert með raunveruleikann að gera um það hvernig Jónas hugsar og sér heiminn í kringum sig. Útgáfa Jónasar af heiminum er nefnilega sama útgáfa sem fólkið sem hatar útlendinga notar, þetta er einfaldlega bara annað sjónarhorn og í öðrum klæðum.

Hvað trúarbragðasjónarhornið varðar, þá skal er það mín skoðun að öll trúarbrögð séu vond og kjánaleg. Enda ala öll trúarbrögð á hatri gegn fólki sem er öðruvísi, sérstaklega ef það hefur öðruvísi kynhegðun en sá sem trúarritið hefur samþykkt (sem er yfirleitt ekkert nema kynlíf karls og konu, eða í tilfelli Íslam þar sem fjölkvæni er heimilt með skilyrðum). Síðan hvetja öll trúarbrögð til ofbeldis gegn einstaklingum sem ekki tilheyra þeirra eigin trúarbrögðum (þetta er í öllum trúarbrögðum). Ef hugmyndafræði þín hvetur ekki til ofbeldis gegn fólki, þá ertu líklega kominn í eitthvað sem er nær heimspeki heldur en trúarbrögðum. Trúarbrögð eru hugmyndafræði sem er og hefur alltaf verið hættuleg mannkyninu, eins og sést núna á nýjustu borgarastríðunum í mið-austurlöndum.

Þegar Útlendingastofnun brýtur íslensk lög

Í lögum um útlendinga utan EES/EFTA stendur þetta hérna.

[…]

[10. gr. a. Útgáfa dvalarleyfis.
Dvalarleyfi verður ekki gefið út fyrr en umsókn um dvalarleyfi hefur verið samþykkt, útlendingur er kominn til landsins, hefur gengist undir læknisskoðun samkvæmt vottorði heilbrigðisstofnunar og gengið frá skráningu heimilisfangs hér á landi. Útlendingastofnun gefur út skírteini til staðfestingar á veitingu dvalarleyfis. Skírteini er gefið út á nafn útlendingsins sem er handhafi dvalarleyfisins. Í því skyni að unnt sé að bera kennsl á rétthafa dvalarleyfis og staðreyna að handhafi þess sé sá sem hann kveðst vera skal tekin stafræn mynd af umsækjanda og prentuð á skírteinið. Í sama tilgangi er [ráðherra]1) heimilt að ákveða að dvalarleyfisskírteini skuli innihalda örflögu með þeim upplýsingum sem skráðar eru á kortið auk fingrafara handhafa. Í skírteininu skal m.a. koma fram nafn útlendings, ríkisfang hans, nafn atvinnurekanda þegar það á við og gildistími dvalarleyfisins.]2)

11. gr. [Grunnskilyrði dvalarleyfis.
Heimilt er að veita útlendingi dvalarleyfi í samræmi við ákvæði 12. gr. – 12. gr. e eða 13. gr. samkvæmt umsókn uppfylli hann eftirtalin grunnskilyrði:
a. framfærsla hans, sjúkratrygging og húsnæði sé tryggt, samkvæmt nánari reglum sem [ráðherra]1) setur,
b. hann uppfylli skilyrði fyrir dvalarleyfi sem fram koma í lögum þessum og reglum skv. 1. mgr. 3. gr.,
c. hann samþykki að gangast undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til landsins í samræmi við gildandi lög og fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda,
d. ekki liggi fyrir atvik sem valdið geta því að honum verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl samkvæmt öðrum ákvæðum laganna.
Framfærsla útlendings skv. a-lið 1. mgr. telst trygg ef hann fær launatekjur eða greiðslur af sjálfstæðri atvinnustarfsemi sem nægja til framfærslu hans, hann fær tryggar reglulegar greiðslur sem nægja til framfærslu hans, hefur nægilegt eigið fé til framfærslu meðan á dvölinni stendur eða fær námslán eða námsstyrk sem nægir til framfærslu hans. Eigið fé, námslán eða námsstyrkur viðkomandi þarf að vera í gjaldmiðli sem skráður er hjá Seðlabanka Íslands. Framfærsla getur stuðst við fleiri en einn lið og telst þá trygg ef útlendingurinn sýnir fram á að samanlögð fjárráð hans nægi til framfærslunnar. [Greiðslur í formi félagslegrar aðstoðar ríkis eða sveitarfélags teljast ekki til tryggrar framfærslu samkvæmt þessu ákvæði.]2)
Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að veita dvalarleyfi til útlendings sem til landsins kemur í lögmætum og sérstökum tilgangi að fullnægðum skilyrðum 1. og 2. mgr., þrátt fyrir að hann uppfylli ekki skilyrði fyrir dvalarleyfi skv. 12. gr. – 12. gr. e eða 13. gr. Slíkt dvalarleyfi skal eigi veitt til lengri tíma en eins árs í senn og getur ekki verið grundvöllur búsetuleyfis.]3)

[…]

15. gr. [Búsetuleyfi.
Heimilt er að veita útlendingi búsetuleyfi hafi hann dvalið hér á landi samfellt síðustu fjögur ár samkvæmt dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur búsetuleyfis. Skilyrði fyrir veitingu búsetuleyfis eru m.a. eftirfarandi:
a. Útlendingur hefur sótt námskeið í íslensku fyrir útlendinga.
b. Ekki liggja fyrir ástæður sem valdið geta því að honum verði vísað úr landi, sbr. [1. mgr. 20. gr. eða 1. mgr. 20. gr. a].1)
c. [Útlendingur sýnir fram á að framfærsla hans hafi verið trygg á dvalartíma hans og að hann hafi getað og geti framfleytt sér hérlendis með löglegum hætti. Útlendingastofnun er m.a. heimilt að afla skattframtala og gagna frá skattyfirvöldum því til staðfestingar. Greiðslur í formi félagslegrar aðstoðar ríkis eða sveitarfélags teljast ekki til tryggrar framfærslu samkvæmt þessu ákvæði. Heimilt er að víkja frá þessu skilyrði ef framfærsla hefur verið ótrygg um skamma hríð og ríkar sanngirnisástæður mæla með því.]2) [Ákvæði þessa liðar eiga ekki við hafi umsækjandi haft dvalarleyfi sem flóttamaður skv. 12. gr. j eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða skv. 4. mgr. 12. gr. f.]3)
d. Útlendingur hefur haft dvalarleyfi á sama grundvelli síðustu fjögur ár áður en umsókn um búsetuleyfi er lögð fram og skilyrði þess leyfis eru enn uppfyllt.
e. Útlendingur eigi ekki ólokið máli í refsivörslukerfinu þar sem hann er grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi.
Búsetuleyfi felur í sér rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi.
Heimilt er að veita barni sem fæðist eftir að forsjárforeldri kemur til landsins búsetuleyfi enda hafi foreldrið búsetuleyfi hér á landi.
Útlendingastofnun tekur ákvörðun um búsetuleyfi. Útlendingur sem óskar eftir búsetuleyfi skal sækja um leyfið til Útlendingastofnunar eigi síðar en fjórum vikum áður en dvalarleyfi fellur úr gildi. Honum er heimilt að dveljast hér á landi þar til ákvörðun hefur verið tekin um umsókn hans, enda hafi umsóknin borist Útlendingastofnun innan tilskilins frests. Ákvæði 2. og 3. mgr. 14. gr. eiga við um umsóknir sem síðar berast.
Útlendingastofnun tekur ákvörðun um að fella búsetuleyfi niður þegar leyfishafi hefur dvalist erlendis samfellt lengur en 18 mánuði. Þegar lögheimili útlendings hefur verið skráð erlendis í 18 mánuði fellur búsetuleyfið sjálfkrafa niður. Að fenginni umsókn má heimila útlendingi lengri dvöl erlendis án þess að búsetuleyfið falli úr gildi.
Útlendingastofnun gefur út skírteini til staðfestingar á veitingu búsetuleyfis. Skírteini er gefið út á nafn útlendingsins sem er handhafi leyfisins. Ákvæði 10. gr. a eiga við um útgáfu skírteinis til staðfestingar á búsetuleyfi.
[Ráðherra]4) setur nánari reglur um búsetuleyfi, þar á meðal um lengri dvöl erlendis skv. 5. mgr. og um námskeið í íslensku fyrir útlendinga skv. 1. mgr. Þar skal kveðið á um lengd námskeiðs, lágmarkstímasókn og vottorð til staðfestingar á þátttöku. Einnig er heimilt að kveða þar á um undanþágu frá þátttöku í námskeiði fyrir útlendinga sem náð hafa viðhlítandi þekkingu í íslensku og um próf því til staðfestingar. Þá er í reglugerðinni heimilt að kveða á um gjald vegna þátttöku í námskeiði eða prófi.]5)

[…]

Í því máli sem er núna hefur komið fram að fyrrverandi eiginmaður (maðurinn er íslenskur ríkisborgari) þessar konu sem er bandarískur ríkisborgari laug að henni, skráði hana ekki inn í landið eða gerði annað sem krafist er í slíkum tilfellum. Í reynd þá laug hann að konunni og íslenskum stjórnvöldum. Engu að síður ætlar Útlendingastofnun að refsa konunni fyrir lögbrot fyrrverandi eiginmanns hennar. Slíkt er gjörsamlega ólýðandi stjórnsýsla og ætti í raun ekki að vera heimil og ég er ekki einu sinni viss um að þessi meðferð málsins sé heimil samkvæmt íslenskum lögum. Það hefur einnig komið fram að þessi maður beitti konuna heimilisofbeldi, sem hún síðar kærði til lögreglunnar í Reykjavík. Það hefur ekki komið fram í fjölmiðlum hvort að lögreglan í Reykjavík gerði eitthvað í því máli. Það er mitt álit að Útlendingastofnun hefur alvarlega brugðist í þessu máli og það er einnig spurning hvort að lögreglan í Reykjavík hefur brugðist í þessu máli einnig. Það hefur einnig komið fram í fjölmiðlum að fyrrverandi eiginmaður þessar konu er núna búsettur erlendis, hugsanlega í Bretlandi (eftir því sem ég man best).

Það er mín skoðun að þessari konu ber að veita dvalarleyfi, enda uppfyllir hún að mínu áliti öll skilyrðin til þess að fá slíkt leyfi auk þess sem hún hefur núna atvinnurekanda og uppfyllir þá lagaskyldu án vandkvæða. Núverandi höfnun á dvalar og atvinnuleyfi til þessar konu byggir eingöngu á þeirri vanhæfni sem er í gangi innan Útlendingastofnunar. Það er krafa um að starfsmenn og yfirmenn UTL fari að þeim lögum sem sett eru, enda er alveg ljóst að starfsmenn þar hafa engan rétt á því að taka geðþóttaákvarðanir eins og virðist oft vera gert í tilfellum eins og þessum. Enda eru til eldri dæmi um sömu hegðun hjá UTL þar sem nákvæmlega það sama kom upp og það þurfti talsverð mótmæli til þess að stoppa UTL frá því að vísa einstaklingum frá Íslandi með ólöglegum hætti, eins og á að gera í þessu tilfelli.

Frétt af málinu


Þarf að yfirgefa landið á næstu 30 dögum
(visir.is)