Stjórnlaus þröngsýni skaðar viðskipti íslendinga við útlönd

Fréttamiðilinn Stundin flettir ofan nýjustu spillingu á Íslandi og sýnir þar fram á hvernig hagsmunir Íslands skaðast vegna spillingar í hæstu valdastöðum á Íslandi. Nýjasta dæmið sýnir hvernig íslendingar eru að láta frá sér markað 510 milljón manna (rúmlega) og vilja í staðinn fara á markað þar sem eingöngu eru rúmlega 130 milljónir manna (Rússland).

Þetta er auðvitað heimska af hæstu gráðu sem er um að ræða hérna og afskaplega slæmt vit á viðskiptum að haga málum svona og gífurlega mikla þröngsýni á viðskipti og heiminn í kringum Ísland. Sérstaklega þar sem Stundin nefnir í sínum greinum að Kaupfélag Skagfirðinga vill ekki fá greitt í peningum fyrir þær vörur sem eru sendar út. Heldur vill KS fá greitt í timbri, olíu og fiski í staðinn fyrir lambakjöt. Helstu talsmenn vöruskipta á Íslandi er fornmaðurinn Guðni Ágústsson, auk Jóns Bjarnarsonar sem tafði aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu til loka síðasta kjörtímabils þegar hann var ráðherra í ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar.

Það er ekkert annað en hrein geðveiki að fórna markaði uppá 500 milljónir manna í staðinn fyrir ótraustan markað í Rússlandi, þar sem er ekki víst að nokkuð fáist greitt upp í það sem sent er vegna stöðu efnahagsmála í Rússlandi. Síðan er hérna um að ræða afskaplega slæma meðferð á utanríkismálum Íslands og staðan þar getur og mun væntanlega eingöngu versna á næstu mánuðum á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd á Íslandi.

Til þess að fá frekar upplýsingar um hvað málið snýst. Þá hvet ég fólk til þess að lesa ítarlega fréttir Stundin. Áskriftar er krafist.

Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB (Stundin)
Ísland tvíeflist í útflutningi til Rússlands í kjölfar innflutningsbanns (Stundin)