Landssamtök Sauðfjárbænda beita ritskoðun gegn gagnrýni

Landssamtök Sauðfjárbænda eru viðkvæm fyrir gagnrýni og þeirri staðreynd að óheft sauðfjárbeit hefur valdið gífurlegu tjóni á gróðri Íslands (sjá grein á Vísindavefnum hérna). Sérstaklega á hálendinu. Þetta eru óþægilegar staðreyndir fyrir Landssamtök Sauðfjárbænda, sérstaklega þar sem svona óheft beit er ekki sjálfbær eða náttúruvæn til lengri eða skemmri tíma. Á Facebook rakst ég á þessa hérna umræðu, þar sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa verið að reyna ritskoða þessa hérna mynd á grundvelli höfundarréttar, sem er fáránlegt. Þar sem þarna er verið að hæðast að umræddu vörumerki og það er löglegt samkvæmt íslenskum lögum (annars þarf að fara að banna gamanþætti á Íslandi).

baendasamtok.islands.23.02.2016
Sjá sem gerði myndina útskýrir hvað hefur verið í gangi og ritskoðun Landsamtaka sauðfjárbænda. Skjáskot af Facebook þann 23-Febrúar-2016.

jon.kristofer.23.02.2016.at.23.08.utc
Önnur athugasemd um sama mál. Skjáskot af Facebook þann 23-Febrúar-2016.

Ég tók þessi skjáskot til öryggis ef umræddur póstur þar sem þessar athugasemdir er að finna skyldu verða fjarlægðar í framtíðinni.

10629553_10208799354329867_5420454523104528018_n
Íslenskar rollur í íslenskri eyðimörk. Mynd af Facebook, tekin þann 23-February-2016.

Það er gjörsamlega óþolandi að Landssamtök Sauðfjárbænda skuli misnota höfundarréttarlög með þessum hætti og í þeim tilgangi til þess að koma í veg fyrir gagnrýni á stefnu þeirra um að hafa sauðfé upp um allt hálendi Íslands þar sem gróður er viðkvæmari en á lægri svæðum Íslands. Utanvegaakstur er bannaður á Ísland en engu að síður fá rollur að valta yfir viðkvæman gróðurinn á Íslandi.