Að lofa fleiri holum og niðurskurði á Íslandi

Það er alveg ljóst að ef sjálfstæðisflokkurinn með framsóknarflokknum og viðreisn komast til valda á Íslandi. Þá er ljóst að meira verður skorið niður í almennri þjónustu á Íslandi, fleiri holur verða í sveitavegum Íslands. Það verður meira einkavætt í heilbrigðiskerfinu á Íslandi og gjöld á veikt fólk verða aukin.

Eina góðærið á Íslandi um þessar mundir er hjá ríku fólki á Íslandi. Meirihluti alls almennings á Íslandi er ekki að njóta þeirra tekna sem aukinn ferðamannastraumur á Íslandi hefur komið með til Íslands. Ástæðan er spilling manna og kvenna sem eru tengd inn í sjálfstæðisflokkinn, framsóknarflokkinn eða viðreisn (sem er einnig tengd inn í sjálfstæðisflokkinn). Þetta hefur sem dæmi fært ákveðnum fyrirtækjum forskot á keppinauta í ferðamannaiðnaðinum. Í landbúnaðarmálum er staðan orðin þannig að íslenskir bændur eiga allt sitt undir tveim fyrirtækjum sem ráða öllu á markaðunum og þegar staðan er orðin þannig þá er engin samkeppni og íslenskir bændur verða bara að sætta sig við það sem þeim er rétt eða svelta annars.

Það er nóg af dæmum af þessu á Íslandi en ljóst er að ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Þá ætla íslendingar sjálfviljugir að láta spillt fólk rústa efnahag Íslands ennfrekar og auka ennþá meira á eymdina sem þrífst á Íslandi vegna spillingar og græðgi fámenns hóps.

Fólkið sem hatar öryrkja – dýrkar hina ríku

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartar framtíðar og Viðreisnar heldur áfram baráttu sinni gegn fátækum íslendingum. Koma á starfsgetumati á öryrkja til þess að „draga úr útgjöldum“ vegna málaflokksins. Staðreyndin er hinsvegar sú að útgjöld til öryrkja á Íslandi eru lítil, ekki nema í kringum 98,3 milljarðar í heildina fyrir árið 2016 (sjá hérna). Þetta sama fólk vill einnig og hefur aukið skerðingar á tekjum öryrkja og ellilífeyrisþega með auknum tekjutengingum í gegnum ýmsa liði, þar á meðal húsleigubætur sem lækka ef fólk fer að vinna örlítið.

Sú hugmynd um að koma á starfsgetumati eins og það sem finnst í Bretlandi (þetta er komið þaðan) er skelfileg. Ekki eingöngu hefur þetta ekki sparað nein útgjöld í Bretlandi. Eitt af því sem hefur gerst er að þúsundir hafa dáið eftir að hafa verið dæmdir fullfrískir til þess að vinna (sjá frétt hérna). Árið 2015 voru 90 einstaklingar að deyja sem höfðu verið dæmdir frískir til þess að fara aftur á vinnumarkaðinn. Staðreyndin er að starfsgetumat er illa innrætt kerfi sem er hannað til þess að viðhalda fólki í fátæktargildru og jafnvel svipta það bótum sem það á rétt á og þetta er gert í nafni heilags sparnaðar á Íslandi og víðar.

Síðan er það staðreynd að á Íslandi eru skerðingar á örorkubótum svo miklar að ef öryrkjar fara að vinna þá er allt skorið af þeim og jafnvel rukkað til baka (sérstök framfærsluuppbót er ekki bara felld niður heldur einnig rukkuð til baka í heild sinni af Tryggingarstofnun í uppgjörinu árið eftir) ef öryrkjar leyfa sér að vinna eins og þeir geta. Slíkt er ekki að hvetja öryrkja til þess að fara á vinnumarkaðinn og finna sér vinnu þar sem fólk tapar einfaldlega á því að vinna (sjá hérna). Ef að ríkisstjórnin vill fá öryrkja á vinnumarkaðinn þá er besta leiðin að draga úr skerðingum á aukatekjum og koma í veg fyrir að fólk festist í viðjum fátæktar.

Sú lygaþvæla sem Vigdís Hauksdóttir og Ríkisendurskoðun hafði um bótasvik öryrkja verður einnig að leiðrétta. Það er nauðsynlegt að draga úr eftirlitsheimildum Tryggingarstofnunar og helst ætti að breyta örorkubótum í hefðbundin laun sem er ekki skert þó svo að fólk fái sér auka-vinnu ásamt því að vera á örorkubótum.

Þetta sama fólk sem hatast útí örorkja og fátæka dáir hina ríku og lækkar á þá skatta þessa dagana. Afleiðingin er sú að ríkið hefur minni pening til þess að vinna úr og slíkt eykur að jafnaði skuldsetningu og vaxtabyrði íslenska ríkisins á sama tíma. Íslenska ríkið getur ekki dregið úr fjölgun öryrkja, ástæðan er mjög einföld. Íslendingum fer fjölgandi og eru í dag í kringum 340.000 og af því eru öryrkjar alltaf ákveðið hlutfall af þjóðinni, stærri þjóð þýðir einfaldlega að fleiri einstaklingar verða öryrkjar, ekki endilega að þeim hafi fjölgað eitthvað sérstaklega eða undarlega á undanförnum árum. Allt tal um slíkt er tóm lygi og eingöngu ætlað að blekkja umræðuna um þetta málefni. Það er slík umræða sem ríkisstjórnin stendur í dag, með þeim afleiðingum að sú hugmynd er komin til almennings að öryrkjar vilji ekki vinna, sem er alrangt en hinsvegar gera skerðingar öryrkjum ekki fært að vinna eins og áður er nefnt.

Það er síðan önnur umræða að fyrirtæki á Íslandi eru almennt ekki mikið að ráða öryrkja til sín í vinnu. Það er einnig vandamál sem stjórnarliðar forðast að ræða í þessari umræðu.

Síðan er best fyrir almenning og öryrkja að sleppa því að kjósa í næstu kosningum framsóknarflokkinn, sjálfstæðisflokkinn, viðreisn og Bjarta framtíð. Þetta eru stjórnmálaflokkar sem hata fátæka og vilja ekkert fyrir þá gera. Þetta sama fólk dýrkar ríka fólkið, lækkar skatta og sendir síðan reikninginn af skattalækkunni til fátækasta fólksins á Íslandi.

Frétt Stundarinnar um þetta mál

Stjórnarliðar vilja fjölga öryrkjum á vinnumarkaði til að ná fram sparnaði