Stöðugur áróður Bændablaðsins gegn Evrópusambandinu

Hin gjörspilltu og ríkisstyrktu Bændasamtök Íslands reka í dag stöðugan og linnulausan áróður gegn Evrópusambandinu í gegnum Bændablaðið og vefsíðu Bændablaðsins sem kallast bbl.is. Allur þeirra áróður er eins og annar hver áróður, blanda af lygum og sannleika.

Núna nýjast er grein frá þeim sem kallast „Hið heilaga ESB„. Þar sem einhver fáfróður, illa menntaður og illra innrættur maður sem er titlaður ritstjóri Bændablaðsins kemur með lengstu þvælu um Evrópusambandið sem fæst fyrir allan þann pening sem dælt er í hítina sem Bændasamtökin og Bændablaðið er. Enda er bæði gjörspillt, handónýtt og rotið inn að kjarna og hefur valdið íslenskum bændum gífurlegu efnahagslegu tjóni með því að standa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og almennri framþróun á Íslandi síðustu áratugina. Það eru ekki nein merki þess láta eigi af þeirri hegðun og því tjóni sem þetta veldur íslenskum bændum. Tap íslenskra bænda telur í milljöðrum á ári hverju og lítið mun breytast þar á næstunni.

Í umræddri grein er fullyrt að íslendingar muni láta af stjórn orkumála með því að samþykkja þriðja orkupakkann. Það er fyrir löngu búið að afsanna þessa fullyrðingu. Þetta er ekkert nema lygi sem sögð er í Bændablaðinu. Í fullyrðingum um tollasamning Íslands og Evrópusambandsins er þess ekki sagt frá því íslendingar geta núna flutt út meira til Evrópusambandsins en áður. Til að toppa rökleysuna, þá nefnir Bændablaðið Hitler og þar sem þetta er ekki umfjöllun um nasista og aðra slíka. Þá gildir Godwin’s law.

There are many corollaries to Godwin’s law, some considered more canonical (by being adopted by Godwin himself)[3] than others.[1] For example, there is a tradition in many newsgroups and other Internet discussion forums that, when a Hitler comparison is made, the thread is finished and whoever made the comparison loses whatever debate is in progress.[8] This principle is itself frequently referred to as Godwin’s law.[9]

Godwin’s law (Wikipedia)

Bændablaðið og Bændsamtök Íslands eru búin að tapa rökræðunni og þeim væri best að leggja sjálfa sig niður.

Skjáskot af umræddri grein.

Staðreyndin er að Bændasamtök Íslands eru gjörspillt peningahít sem almenningur á Íslandi borgar fyrir dýrum dómi. Þessi samtök viðhalda einokun og háu landbúnaðarverði á Íslandi á kostnað neytenda og íslenskra bænda (framleiðanda). Íslenska ríkið var dæmt í órétti fyrir dómstólum EFTA varðandi bann á ferskum kjötvörum til Íslands. Það er alveg ljóst í því máli að málflutningur Bændasamtaka Íslands er haugur af þvælu. Ástæða þess að Bændasamtök Íslands eru svona á móti Evrópusambandinu snýst um peninga. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið þá fá Bændasamtök Íslands ekki ótakmarkaðan aðgang að ríkissjóði Íslands eins og er núna í dag. Innan Evrópusambandsins er sérstök greiðslustofnun sem sér um greiðslur til bænda. Á Íslandi eru það Bændasamtök Íslands og eru á sama tíma hagsmunaaðili fyrir íslenska bændur. Þetta eru glórulausir hagsmunaárekstrar enda sitja Bændasamtök Íslands beggja vegna borðsins í þessu og það er ekki eðlilegt. Þegar Ísland var í aðildarferli að Evrópusambandinu þá mótmæltu Bændasamtök Íslands því að taka ætti fjárveitingarvaldið af þeim (greiðslur til bænda) og færa til sérstakarar greiðslustofnunar sem yrði stofnuð áður en Ísland mundi ganga inn í Evrópusambandið.

Bændasamtök Íslands og Bændablaðið eru einnig búinn að tapa rökræðunni með nýjustu ritstjórnargreininni.

Bændasamtök Íslands eru gjörspillt og handónýt samtök

Það er að sjá á lestri nýjasta Bændablaðsins að Bændasamtök Íslands ætla sér að fara í áróðursherferð gegn innflutningi á kjöti, mjólk og eggjum til Íslands. Þar sem Bændasamtök Íslands eru eingöngu borguð með skattpenginum íslenskra skattgreiðanda þá er ljóst að íslenskir skattgreiðendur munu borga fyrir þennan lyga-áróður sem Bændasamtök Íslands ætla sér að fara að dreifa til íslendinga.

Bændasamtök Íslands eru gjörspillt samtök sem þjóna ekki hagsmunum íslenskra bænda að neinu leiti. Þetta er klúbbur örfárra ríkra einstaklinga sem hafa náð þar völdum og fara með alla bændur eins og leiguliða á 19 öldinni.

Það á að leggja niður alla tolla á innflutning á matvöru. Enda kosta íslenskir matvælatollar íslenskan almenning milljarða króna árlega og þessi verndarstefna kostar íslenska bændur ennþá hærri upphæðir. Ólíkt því sem lygin segir frá Bændasamtökum Íslands þá er matvælaframleiðsla á Íslandi sáralítil og mun aldrei framleiða nóg ofan í alla þá ferðmenn sem munu koma til Íslands árið 2018 en sú talað er áætluð 2,8 milljónir manna. Íslenskir bændur rétt svo framleiða ofan í 348.000 manns eins og staðan er í dag og í sumri framleiðslu er ekki framleitt nóg. Helst er skortur í svínakjöti, kjúklingi og nautakjöti. Það er alveg ljóst að lambakjöt verður seint flutt til Íslands enda er lítið framleitt af lambakjöti í ríkjum á meginlandi Evrópu.

Bændasamtök Íslands í núverandi mynd á að leggja niður. Íslenska ríkið á að taka þennan málaflokk af þessum sérhagsmunastamtökum enda er núverandi fyrirkomulag þannig að það getur eingöngu boðið upp á spillingu og sóun almannafjár. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá árinu 2011 um þetta mál er að finna hérna. Það á einnig að afnema lög 130/1994 um Bændasamtök Íslands. Þetta geta verið frjáls félagsamtök og það krefst ekki sérstakrar lagasetningar af hálfu Alþingis.

Þess má einnig geta (víst að þessi auglýsing er í Bændablaðinu). Þá er ekki gott að gefa kanínum gulrætur þar sem slíkt veldur þeim tannskemmdum og er vont fæði fyrir þær. Fái kanínur að velja þá borða þær græna sem er á gulrótum fyrst og hafi þær ekkert annað þá borða þær sjálfa gulrótina. Best er að gefa kanínum grænfóður (gras, kál og annað slíkt) og sleppa gulrótum algerlega.

Kjaftæðið nær nýjum hæðum í Bændablaðinu

Í grein núna sem er í Bændablaðinu er skrifað um gervivísindi og rafmagn. Það er einnig mjög hættulegt sem þessi maður virðist mæla með. Fyrsti hluti greinarinnar er svona meiri og minna réttur og þá eingöngu þeir hlutar sem snúna að jarðtengingum húsa þar sem rafmagn er tekið inn. Þessar tengingar eru alltaf til staðar alveg óháð því hvort að um er að ræða þriggja fasa rafmagn eða eins fasta rafmagn. Þarna er líka talað um rafmagn í lofthjúpnum sem er rétt hugtak en útskýring viðkomandi er röng. Vandamálið við greinina er það að hún blandar saman raunverulegum vísindum ofan í bull til þess að réttlæta kjaftæðið sem viðkomandi er að selja fólki.

Um rafmagn í lofthjúpnum þá stendur þetta hérna í Wikipedia. Þetta eru alvöru kraftar en fólk verður ekki veikt af þeim nema það fái eldingu í sig. Ástæðan er sú að mótstaða í lofthjúpnum er svo mikil að þessi straumur getur ekki haft áhrif á fólk, dýr og plöntur. Áður en það gerist þarf rafmagnið að komast yfir mótstöðu lofthjúpsins.

The voltages involved in the Earth’s circuit are significant. At sea level, the typical potential gradient in fair weather is 120 V/m. Nonetheless, since the conductivity of air is limited, the associated currents are also limited. A typical value is 1800 A over the entire planet.

Global atmospheric electrical circuit (Wikipedia), Atmospheric electricity (Wikipedia)

Fullyrðingar um jarðstraum eru einnig ruglandi og ekki endilega alltaf staðreyndalega réttar. Þetta er straumur sem er alltaf til staðar og er almennt ekki hættulegur og svo sannarlega gerir fólk ekki veikt. Vandamálið með jarðstrauminn og strauminn í lofthjúpnum kemur mest fram þegar mikil sólarvirkni á sér stað sem þrýstir á segulsvið jarðar. Slíkt getur valdið straumsveiflum og slegið út rafmagnskerfum og brennt yfir spennustöðvar í stórum rafkerfum.

Í greininni er talað um mínusjónir og annað slíkt eins og það hafi áhrif á heilsu fólk. Þetta er allt saman kjaftæði og stenst ekki neina skoðun. Hús tapa ennfremur ekki rafeindum vegna þess að ekkert í náttúrunni getur tapað rafeindum. Það er ekki þannig sem þær virka. Þarna byrjar kjaftæðið og það er mikið af því. Þarna er talað um að hús missi lausar rafeindir en það gerist ekki, þar sem það er ekki vísindalega hægt að slíkt gerist. Þetta einfaldlega virkar ekki þannig. Síðan eru flökkustraumar ekki til, þetta orð er skáldskapur og allt sem tengist því er skáldskapur. Ef að það væri 2A straumur í blöndunartækjum húsa þá væru margir sem hefðu látist af slíku, þar sem það þarf eingöngu 100mA til þess að valda hjartaáfalli í fullorðinni manneskju.

Orðið „Galvanó áhrif“ er uppspuni. Það er svipað orð á ensku en það hefur með tannviðgerðir að gera. Í greininni eru nokkrar myndir, þar er straummælir notaður rangt þar sem hann á að sýna meintan rafstraum í blöndunartæki (01.2A eða 1,2mA) og síðan við jarðtengingu (sem enginn straumur fer um) og þar sést 09.9A eða 9,9mA. Stillingin á mælinum er 200A sem þýðir að hann sýnir eingöngu straum upp að 200 Amaper. Síðan virðist sem að húsasótt sé uppskáldaður sjúkdómur til þess að geta selt fólki kjaftæðislausnir sem hafa aldrei virkað og munu aldrei virka.

Sé flett upp á Valdemar Gísli Valdemarsson á internetinu þá kemur í ljós að maðurinn er að selja fleira ný-aldarkjaftæði til fólks með rándýrum kostnaði (gott dæmi er að finna hérna). Lausnir sem virka ekki og munu aldrei virka. Ef fólk heldur að eitthvað sé að rafmagninu hjá sér þá á það að fá alvöru rafmagnsfræðing til þess að komast að því hvað er að gerst. Segulsvið hafa ennfremur engin áhrif á fólk og hefur aldrei haft áhrif á fólk. Síðan kemur einnig í ljós að maðurinn er skólastjóri fyrir skóla þar sem kennd er rafmagnsfræði fyrir framtíðar rafvirkja. Það er ekki hægt að samþykkja slíka stöðu á meðan þessi maður er að svindla á fólki með þessum hætti sem hann augljóslega gerir. Svona fólk á heima í fangelsi fyrir svindl og blekkingar.

Hérna er greinin á vefsíðu Bændablaðsins. Ég set tengill á greinina sem heimild, flest allt sem kemur fram í þessari grein er kjaftæði eins og fer yfir hérna að ofan. Fyrir utan nokkur atriði sem eru bara grunn atriði í rafmagnsfræðum.