Andstæðingar Evrópusambandsins ljúga að þér

Það er vinsælt á Íslandi að heyra fullyrðingar Evrópuandstæðinga vera tekna sem einhvern heilagan sannleika en síðan eru fullyrðingar stuðningsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið rakkaðar niður og oft fær maður að heyra þetta hérna.


Skjáskot af blog.is.

Þetta var mitt svar við lygum ESB andstæðingsins Páls Vilhjálmssonar. Maðurinn sem kallar sig „Hrossabrest“ er augljóslega einnig ESB andstæðingur.

Staðreyndin er mjög einföld. Íslendingar hafa verið að gera hlutina að mestu leiti eftir hugmyndum ESB andstæðinga undanfara áratugi og gögnin eru komin inn. Hugmyndafræði og hagfræði ESB andstæðinga virkar alls ekki og hefur aldrei gert. Á meðan ESB getur ekki komið í veg fyrir að lélegar ákvarðanir séu teknar á ríkisstjónarstiginu þá er ljóst að ESB aðild mundi dempa stórkostlega afleiðingar af lélegum afleiðingum.

Síðan myndu landsbyggðarstyrkir Evrópusambandsins einnig sjá til þess að restin af einbreiðum brúm á Íslandi yrðu tvöfaldaðir og að vegir í sveitum Íslands fengju almennilega uppfærslu til að ná þeim upp í þær kröfur sem Evrópusambandið setur um slíka vegi.

Á meðan íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið, þá verður meðal annars gott vegakerfi á Íslandi ekkert nema draumur einn.

Gamla fólkið í Heimssýn skilur ekki ESB eða lög ESB

Í Heimssýn er aðalega gamalt fólk sem þjást af alvarlegri fortíðarþrá og einangrunarhyggju, auk örfárra einstaklinga sem eru aðeins yngri og hafa verið heilaþvegnir af eldra liðinu eða hafa hreinlega bara alltaf verið fasistar í eðli sínu. Í nýjustu grein á vefsíðu Heimssýn (sem blog.is hýsir, þeir kunna ekki annað) þá tala þeir um að Ísland sé aðeins búið að taka upp 17,2% af lögum ESB upp í gegnum EES samninginn. Þetta er nærri því að vera rauntala (lög ESB væru líklega mest upp að 20% af lagasafni Íslands ef allt væri inni, þetta er ágiskun hjá mér), sem þýðir að íslendingar eru búnir að taka upp öll lög ESB upp í gegnum EES samninginn. Það eru auðvitað lögin sem tengjast tollabandalaginu, evrunni, landbúnaði og sjávarútvegi sem eru fyrir utan EES samninginn sem íslendingar hafa ekki tekið upp í dag og munu ekki gera fyrr en Ísland gengur í ESB samstarfið. Það ætti að gerast eftir nokkur ár ef allt gengur eftir, enda er ljóst að verulega hallar á íslenska hagsmuni með því að standa fyrir utan ESB og evruna í dag og sú staða mun ekkert breytast með brjálæðingin sem er núna við völd í Hvíta Húsinu.

Þjóðernissamtök eins og Heimssýn eru skekkja í dag, enda byggja þau á hugmyndafræði heimsveldana, hugmyndafræði sem hrundi um miðja 20 öldina eftir seinna stríð en lokanaglinn í þá hugmyndafræði varð þegar fyrsta heimsstyrjöldin braust út árið 1914. Þessi hugmyndafræði er bæði hættuleg, heimskuleg og skilar ekki neinu fyrir almenning og hefur aldrei gert það.

Sú hugmyndafræði Heimssýnar að íslendingum sé best borgið utan allra bandalaga og eigi bara að stofna til fríverslunarsamninga (stofnandi Heimssýnar var einnig á móti EFTA aðild Íslands á sínum tíma og spáði dómsdegi yfir íslendingum ef íslendingar færu þar inn, sama gerði hann þegar íslendingar gengu í EES samninginn) við önnur ríki. Þetta er heimskuleg hugmyndafræði, sett fram af afskaplega heimsku fólki sem hefur ekki nennt að kynna sér málin. Síðan hefur það notað þjóðerniskennda umræðu til þess að ná fram sínum skoðunum í umræðuna án þess að hafa lagt fram nein rök fyrir sínum skoðunum. Það hefur reynst vonlaust verkefni að fá þetta fólk til þess að sanna þær fullyrðingar sem það setur fram, með rökum eða sönnunargögnum.

Það mun koma vel í ljós þegar Bretland gengur úr Evrópusambandinu árið 2019 hversu langt þetta fólk leggur sig fram í að ljúga að almenningi á Íslandi og hversu rangt það hefur fyrir sér varðandi Evrópusambandið. Skoðanir og fullyrðingar Heimssýnar eiga ekkert skylt við raunveruleikann og hafa aldrei átt neitt skylt við raunveruleikann. Það mun ekkert breytast á næstunni hjá þessu fólki. Það á ekki að trúa því sem Heimssýn setur fram varðandi Evrópusambandið, enda er það annaðhvort lygi eða útúrsnúningur á því sem Evrópusambandið er að gera.

Íslandi best borgið innan Evrópusambandsins (ESB) með evru

Útganga Bretland úr Evrópusambandinu mun valda efnahagskreppu á Íslandi. Þar sem helstu útflutningsmarkaðir Íslands til Bretlands munu lokast í kjölfarið á úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og munu verða lokaðir til lengri tíma í kjölfarið. Það er mikil hætta á því að sú efnahagskreppa muni vara til lengri tíma á Íslandi og verði jafnvel dýpri en sú efnahagskreppa sem varð í kjölfarið á bankahruninu árið 2008.

Það er því alveg ljóst að ef Íslendingar vilja hafa aðgang að alþjóðlegum mörkuðum án tollgjalda og innflutningstakmarkana, þá er alveg nauðsynlegt fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið sem fyrst og taka upp evruna sem gjaldmiðil eins og fljótt og hægt er. Að öðrum kosti býður íslendinga ekkert nema kreppa og fátækt, enda mun ferðamannastraumur frá Bretlandi til Íslands detta niður í kjölfarið á því að Bretland hverfur úr Evrópusambandi, þar sem frá þeim degi sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu þá munu Bretar missa þau réttindi að geta ferðast frjálsir um alla Evrópu. Nýju kröfurnar til Breta verða þær að Breskir ríkisborgarar verða krafðir um landvistarleyfi til Íslands (Schengen visa heimild) áður en þeir koma til Íslands. Á móti munu íslendingar einnig verða krafðir um Visa heimildir áður en þeim verður hleypt inn í Bretland, þannig að verslunarferðir íslendinga til Bretlands munu verða eitthvað sem mun tilheyra sögubókunum frá og með þeim degi sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu.

Það er erfitt að segja til um það hvernig kreppan mun verða á Íslandi, þó er ljóst að kreppan mun hefjast í kringum árið 2019 eða uppúr 2020 eftir að breskir markaðir verða harðlæstir og íslendingum verður óheimilt að flytja þangað inn matvæli af neinu tagi. Eina vörn íslendinga í þessum aðstæðum er aðild Íslands að Evrópusambandinu og þá helst með evru en ljóst er á þeim tímaramma sem er núna í boði að það næst ekki alveg, þó er hægt að styrkja stöðu Íslands með því að halda áfram með aðildarviðræður við Evrópusambandið, klára þær og samþykkja síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu og ganga síðan í Evrópusambandið í kjölfarið. Evruna er síðan hægt að taka upp um leið og lögbundum skyldum hafa verið uppfylltar og samþykktar af ECB og viðeigandi aðilum innan ESB.

Þó svo að Bretland væri ekki að ganga úr Evrópusambandinu og valda kreppu á Íslandi í kjölfarið, þá er alveg ljóst að Íslandi væri samt betur borgið innan ESB. Þar sem sá efnahagur sem íslendingar búa við í dag er ekki neinum bjóðandi og í reynd tryggir eingöngu það að þeir sem eru að kaupa íbúðir í dag munu tapa þeim eftir 3 – 5 ár, í næstu efnahagskreppu sem mun örugglega skella á Íslandi og eins og ég skrifa hérna að ofan, þegar Bretland gengur úr Evrópusambandinu og útflutningsmarkaðir íslendinga til Bretlands lokast.

Ofstækisfullir fjölmiðar framsóknarflokksins

Ég skrifaði athugasemd við frétt á Eyjan.is (sem er framsóknarfjölmiðill), athugasemd mín er hörð en var ekki dónaleg. Hinsvegar tók Eyjan þá ákvörðun að eyða athugasemdinni, sem þýðir að eyjan er farin að leggja út í að vernda þingmenn og aðra opinbera aðila fyrir viðbrögðum og eðlilegri gagnrýni. Sérstaklega þegar menn eins og Brynjar Níelsson eru að tala bara tóma þvælu útí loftið.

Bjánaleg athugasemd Brynjars Níelssonar, sem er þessi hérna (sjá að neðan) er einfaldlega röng og bendir til þess að hann sé einfaldlega hálfviti.

Birtingamynd lýðræðisástar margra í þessum hópi var því all sérkennileg þegar niðurstaða lá fyrir í Brexit kosningunum. Meirihluti breskra kjósenda var ekki bara steikt gamalmenni, heldur að auki öfgafólk, rasistar og populistar. Var helst að skilja að fólk eldri en fertugt ætti ekki að eiga rétt til að kjósa, að minnsta kosti ekki þeir sem kusu vitlaust. Einnig er fjargviðrast yfir því að Cameron skyldi leyfa þjóðina að kjósa um aðildina, slík er lýðræðisástin. Mér sýnist að þeir háværustu í þessum hópi séu þeir sömu og gjarnan segja að íslenskir kjósendur séu heimskir þegar þeir kjósa núverandi stjórnarflokka.

Tengill á Facebook athugasemdina.

Upphaflega athugasemd var á þá leið Brynjar Níelsson hefði einfaldlega rangt fyrir sér í þessu og vísaði ég í tvær fréttir og hann væri einfaldlega heimskur að halda öðru fram og það væri rangt hjá honum. Ég vísaði einnig í tvær fréttir máli mínu til stuðnings. Þær fréttir er hægt að lesa hérna fyrir neðan. Síðan er það óumflýjanleg staðreynd að andstæðingar ESB lugu til um allt sem þeim datt í hug að ljúga til um varðandi það sem mundi gerast ef Bretland færi úr Evrópusambandinu. Andstæðingar ESB í Bretlandi hafa síðan verið á flótta undan sínum eigin loforðum síðan kosningin fór fram og úrslitin urðu ljós.

Ég setti síðan inn aðra athugasemd inná Eyjan.is, við sömu frétt þar sem ég fordæmdi eyjan.is fyrir ritskoðunartilburði og þöggun. Þar sem þetta er ekkert annað á meðan athugasemdin er í góðu lagi. Þar sem Eyjan.is er komin á lista yfir fjölmiðla sem ég treysti alls ekki, þá tók ég skjáskot af þeirri athugasemd og það var eins gott, vegna þess að fábjáninn sem situr í dag og ritskoðar athugasemdir sem eru honum ekki að skapi eyddi seinni athugasemdinni einnig.

eyjan.is.athugsemd.frett.ofstaekisfull.vidbrog.svd.27.06.2016
Athugasemd sem ég setti inná eyjan.is en var eytt af ritskoðunaróðum starfsmanni Björns Inga. Eins og vænta mátti af ofstækisfullum framsóknarmönnum á valdafylleríi.

Það er alveg orðið ljóst að eyjan.is er ekki fjölmiðill sem hægt er að treysta á fyrir heilbrigða umræðu um málefni dagsins, þar sem skoðanir sem ekki eru framsóknarflokknum eða sjálfstæðisflokknum er einfaldlega eytt út. Ég vona því að þessi fjölmiðill, ásamt DV.is og fleiri fjölmiðlum sem Björn Ingi „á og rekur“ í dag fari sem fyrst á hausinn. Það er nefnilega hægt að gera svo miklu betur en hafa meirihluta allra vefmiðla undir stjórn framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins á Íslandi (þetta er samvinnuverkefni þeirra og hefur verið augljóst í nokkurn tíma). Fjölmiðlum þar sem alvöru gagnrýni kemur ekki fram og hefur ekki komið fram í mörg ár, eða síðan Björn Ingi fór og keypti þessa fjölmiðla upp útá skuldir sem hann þarf líklega ekki að borga til baka.

Brynjar Níelsson er ennþá fífl og það mun ekkert breytast á næstunni.

Fréttir af einangrunarhyggju, kynþáttahyggju og árásum í Englandi í kjölfarið á kosningum um útgöngu Bretlands úr ESB

Cameron condemns post-Brexit xenophobic and racist abuse (The Guardian)
Spate of racist attacks blamed on Brexit vote (The Telegraph)

Engin tækifæri fyrir íslendinga vegna úrsagnar Bretlands úr ESB, hrun í útflutningi til Bretlands yfirvofandi

Það eru engin tækifæri fólgin í því að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu fyrir íslendinga. Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu mun gera stöðu íslensks útflutnings til Bretlands mun erfiðari en er núna í dag. Útflutningurinn mun ekki stoppa en verður erfiður og hátt tollaður af Bretlandi þegar fram líða stundir. Það er því mestar líkur á því að útflutningur frá Íslandi til Bretlands muni hrynja þegar Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Það er ekki víst að eldri samningar íslendinga við Bretland muni taka gildi við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, þar sem þeir eru tæknilega úreltir í því viðskiptaumhverfi sem er ríkjandi í dag. Síðan er ekki víst að þessir gömlu samningar henti Bretum til lengri tíma.

Það er mikil hætta á því að efnahagskreppan í Bretlandi muni hafa talsverð áhrif á Íslandi, sérstaklega meðan nýrra markaða er leitað fyrir íslenskan útflutning. Það mun taka tíma og kosta einhverja fjármuni, kostnað sem íslendingar munu bera í talsverðan tíma.

Draumaheimur Heimssýnar hrinur og verður að engu

Draumaheimur Heimssýnar þar sem ríki eru einangruð og standa í basli ein og án viðskiptabandalaga. Þessi heimsmynd þeirra er ekkert nema draumsýn og er ekki sambandi við neinn raunveruleika. Staðreyndin er sú að öll ríki í heiminum þurfa að viðhalda góðum viðskiptasamböndum og helst vera í þjóðabandalögum eins og Evrópusambandinu.

Núna hlakkar í Heimssýn vegna væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Staðreyndin er hinsvegar sú að markaðurinn er búinn að fella sinn dóm og sá dómur er að ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu, þá muni efnahagurinn þar verða mjög slæmur, enda er fjármagnið farið að leita frá Bretlandi til annara ríkja í Evrópu. Það sama mundi gerast á Íslandi ef íslendingar færu úr EES, eins og þetta fólk vill.

Heimssýn er í reynd ekkert nema hópur öfgafólks úr öllum áttum sem vill og hefur eingöngu áhuga á því að einangra Ísland og íslendinga, koma þannig í veg fyrir réttmæta samkeppni innanlands og aukin markað fyrir íslenska framleiðslu í Evrópu. Helstu áhugamál þessa fólks er að viðhalda því kerfi sem er núna á Íslandi, kerfi sem byggir á einokun fárra fyrirtækja, sem halda þannig verðlagi háu á Íslandi og valda því að verðlag á Íslandi er almennt mun hærra en í öðrum ríkjum Evrópu, jafnvel þó svo að Ísland sé eingöngu borið saman við hin norðurlöndin.

Heimssýn heldur í lygina

Í Finnlandi þessa dagana eru öfgamenn við völd. Einn af þessum öfgamönnum, sem er núna utanríkisráðherra Finnlands heldur því fram að Evran sé skaðleg efnahag Finnlands og það er alveg ljóst að viðkomandi er búinn að gleyma kreppunni í Finnlandi í upphafi tíunda-áratugarins. Staðan er sú að staða Finnlands er í dag betri með evrunni en utan hennar. Andstæðingar evrunnar hafa engin rök til þess að halda þessum fullyrðingum sínum fram.

Heimssýn hefur heldur ekki nein rök gegn evrunni. Það sem þeir hafa eru lygar og meiri lygar. Ekki neinar staðreyndir og þannig hefur það alltaf verið hjá þessum þjóðernissinnum, sem byggja málflutning sinn á hatri og rökleysu.