Óveðrið í Danmörku þann 28-Október-2013

Hérna eru myndir sem ég tók í gær og dag af því tjóni sem óveðrið sem gekk yfir Danmörku þann 28-Október-2013 olli. Tjón vegna þessa óveðurs er talið vera hið minnsta kosti 1 milljarður danskra króna við fyrstu athugun. Mikið af trjám brotnaði í óveðrinu og mörg féllu á hús og ollu þannig tjóni. Tjón á húsum vegna roks er umtalsvert en er misjafnt milli svæða. Samkvæmt fréttum hérna í Danmörku hafa minnst 30,000 manns slasast vegna roks og hluta sem fóru af stað í rokinu.

Hérna eru myndir af tjóninu sem varð í Padborg og Bov. Þar sem ég á heima. Myndinar eru teknar þann 28-Október-2013 og síðan 29-Október-2013.

2013-10-28-615

2013-10-28-617

2013-10-28-619

2013-10-29-621
Fugl sem leitaði skjóls undan veðrinu þegar nóttin kom.

2013-10-29-623

2013-10-29-625

2013-10-29-626

2013-10-29-628

2013-10-29-629

2013-10-29-630

2013-10-29-632

2013-10-29-633

2013-10-29-636

2013-10-29-637

2013-10-29-640

2013-10-29-642

2013-10-29-645

2013-10-29-647

2013-10-29-651

2013-10-29-653

2013-10-29-654

2013-10-29-657

2013-10-29-659

2013-10-29-660

2013-10-29-661

2013-10-29-662

2013-10-29-663

2013-10-29-665

2013-10-29-668

2013-10-29-669

2013-10-29-671

2013-10-29-673

2013-10-29-675

2013-10-29-677

2013-10-29-678

2013-10-29-680

2013-10-29-683

Þessar myndir útskýra sig sjálfar.

Mynd frá Þýskalandi og Evrópusambandinu

Hérna er mynd sem ég tók í gær. Þessi mynd er frá Þýskalandi sem er næst mér þar sem ég á heima í Danmörku. Þetta er úr smábæ sem heitir Harrislee, þar búa í kringum 11.000 manns. Þessi mynd er tekin fyrir utan eina af dönsku landamærabúðunum í Þýskalandi. Þarna fara danir til þess að kaupa mat, áfengi, nammi og fleira sem þarna fæst ódýrara en í Danmörku (en er samt dýrara en í Þýskalandi).

2013-07-30-391
Frá Harrislee í Þýskalandi. Smellið á myndina fyrir fulla stærð. Höfundaréttur Jón Frímann Jónsson.

Þarna sést að ástandið í Evrópusambandinu er ekki eins og evrópuandstæðingar lýsa því á Íslandi, enda eru lýsingar þeirra ekkert annað en uppspuni og skáldskapur sem á ekkert skilt við raunveruleikan. Það eru vissulega vandamál í efnahagnum, alveg eins og það eru vandamál í efnahagnum á Íslandi. Vandamálin í Evrópu eru hinsvegar ekki eins og þeim er lýst á Íslandi og mjög langt frá því. Þennan dag sem ég var þarna á svæðinu, þá var mjög mikið að gera í búðinni sem ég fór í. Þessi búð heitir Fleggaard og er ein af stærri búðunum á þessu svæði sýnist mér. Í Fleggaard var troðfullt og brjálað að gera allan þann tíma sem ég var þarna, eða rétt í kringum 3 klukkutíma. Það allavegana sást ekki að í Danmörku hefur verið efnahagskreppa undanfarið, þarna er ennfremur svo sannarlega ekki neitt sem minnir á það ástand sem er ríkjandi á Íslandi undanfarin ár.

Evrópusambandið sem íslendingar óttast er ekki til

Hérna er mynd úr Evrópusambandinu sem íslendingar óttast svo mikið. Það var rigning í dag og ber myndin þess merki.

2013-04-26-027
Landamæri Danmerkur og Þýskalands. Myndin er tekin þann 26. Apríl 2013. Höfundaréttur Jón Frímann Jónsson.

Þessi mynd er tekin í Danmörku. Húsið sem sést þarna á myndinni er lögreglustöð í Þýskalandi. Steinnin sem þarna sést merkir landamærin milli Danmerkur og Þýskalands.

2012-08-20-043
Landamærin milli Danmerkur og Þýskalands. Það sést í þýsku hliðina (DRP). Danska hliðin er merkt með stafninum D (held ég að þetta sé rétt hjá mér). Myndin er tekin árið 2012. Höfundaréttur Jón Frímann Jónsson.

Þó svo að þetta séu bara tvær myndir. Þá sýna þær nú samt að það er ekkert hættulegt að búa í Evrópusambandinu. Eins og Jón Bjarnarson hélt fram á Rúv í gær. Slíkan málflutning er einnig að finna hjá sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og fleiri stjórnmálaflokkum á Íslandi. Sá hræðsluáróður sem er stundaður á Íslandi um Evrópusambandið er ekkert annað en það. Það er mjög fínt að búa í Evrópusambandinu. Ég þarf að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af hækkandi matvælaverði. Það eina sem ég þarf að hafa áhyuggjur af í augnablikinu er gengi íslensku krónunar sem er stórt vandamál hjá mér í dag og mun verða það einhverja mánuði í viðbót.

Evrópusambandið í dag (myndir)

Hérna eru nokkrar myndir sem sanna að Evrópuandstæðingar á Íslandi hafa rangt fyrir sér. Ég tók þessar myndir í gær. Myndinar eru teknar við landamæri Danmerkurs og Þýskalands. Síðan í Þýskandi, í bæ sem heitir Flensburg.

Smellið á myndinar til þess að fulla stærð.


Landamæri Þýskalands og Danmerkur. Myndin er tekin í Þýskalandi. Höfundaréttur Jón Frímann Jónsson.


Verslunargatan í Flensburg, Þýskalandi. Höfundaréttur Jón Frímann Jónsson.

Á þessum myndum má sjá að málflutningur evrópuandstæðinga á Íslandi er bara tóm froða. Það er vissulega efnahagskreppa, atvinnuleysi og slík leiðindi. Hinsvegar er einnig ljóst að hvorki Evrópusambandið eða evran eru að fara neitt.

Fjarlægðir Tvífarar af Flick My Life

Hérna er mynd sem náhirðin og peðum hennar er illa við. Þarna er Friðbjörn Orri, sem er ritstjóri AMX og eigandi, ásamt öðrum vefjum sem hann einnig rekur í þjónustu náhirðinnar og annara hægri-öfga afla á Íslandi settur saman við mannætuna úr Sin City kvikmyndinni.


Höfundur myndar ókunnur. Myndin er fengin af DV.is.

Ég tek það fram að ég mun ekki fjarlægja þessa mynd nema að undangegnum dómsúrskurði sem hefur lagalegt gildi á Íslandi, Bretlandi og í Bandaríkjunum. Berist hinsvegar kæra þá mun ég ennfremur ræða við EFF í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Ólíkt aumingjunum á AMX, þá meina ég það sem ég segja ef til þess kemur.

Byggt á frétt DV um sama mál.

Mannæta étur smáfugl

Fábjánar Vol. 2

Það verður ekki sagt um suma fábjána að þeir hafa bæði peninga og völd. Það er einstaklega slæm blanda. Þar sem að fábjánar í slíkri stöðu leggja allt í rúst sem þeir koma nálægt, og síðan ljúga þeir einfaldlega bara til það afhverju allt er í rúst hjá þeim og ekkert virkar.

Einnig slíkur fábjáni er Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins (flokksblað sjálfstæðisflokksins og LÍÚ). Í dag er Styrmir ritstjóri á vef sem heitir Evrópuvaktin, ásamt Birni Bjarnarsyni fyrrverandi dómsmálaráðherra (sem sá um að fela spillinguna fyrir almenningi á Íslandi). Hlutverk Evrópuvaktarinnar er annað en nafn vefjarins gefur til kynna. Hlutverk Evrópuvaktarinnar er að dreifa rangfærslum og lygum um Evrópusambandið, aðildarríki Evrópusambandsins, evruna og almennt um evrópubúa ef svo ber undir. Enda láta siðlausir sérhagsmunahópar staðreyndir litlu skipta á Íslandi.

Fábjáninn Styrmir Gunnarsson.


Hægt er að lesa alla þessa grein hérna.

Hérna er ein af lygagreinum Styrmis. Þegar þessi grein er lesin þá hljómar hún eins og eitthvað sem gæti átt sér stað. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er ekki að eiga sér stað. Það eru vissulega mótmæli á Spáni, en þessi mótmæli eru bara á Spáni og ekki í neinu öðru aðildarríki ESB sem er með evruna. Slíkt hefði auðvitað komið fram í fréttum alþjóðlegra fréttamiðla ef það væri raunin. Ástæða þess að ekkert slíkt er í fréttum er mjög einfalt. Engin slík mótmæli eiga sér stað. Það er hinsvegar staðreynd að það eru alltaf fólk að mótmæla í Evrópu, enda er lýðræði mjög virkt þar.

Ástæða þess að verið er að banna mótmælin á Spáni er sú staðreynd að á morgun verða sveitarstjórnarkosningar á Spáni. Samkvæmt kosningalögum á Spáni eru fjöldasamkomur bannaðar daginn fyrir kosningar á Spáni. Gildir þá einu hvort að kosið er til sveitarstjórnarkosninga eða alþingiskosninga. Mótmælin beinast ennfremur gegn ríkisstjórn Spánar og ráðaleysi þeirra við að draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks á Spáni. Þessum mótmælum er ekki beint gegn evrunni eða ESB. Enda dettur Spánverjum ekki einu sinni að hætta í ESB eða hætta með evruna.

Ólíkt því sem var á Íslandi. Þar sem sjálfstæðismenn kölluðu mótmælendur skríl þegar þeir mótmæltu gegn sjálfstæðisflokknum árið 2008 fljótlega eftir efnahagshrunið á Íslandi. Það segir sig auðvitað sjálft að sjálfstæðisflokknum finnast mótmæli í góðu lagi þegar þau eru gegn þeim aðilum sem sjálfstæðisflokkurinn er á móti. Hvort sem það er á Alþingi eða annarstaðar.

Hérna eru síðan erlendar fréttir af mótmælunum á Spáni.

Inspired by Arab Protests, Spain’s Unemployed Rally for Change (VOA News)
Spain bans young protesters ahead of elections (The Guardian)
Youths defiant at ‘Spanish revolution’ camp in Madrid (BBC News)
Call for protest ban in Spain for elections (BBC News, Myndband)

Fábjánar Vol. 1

Hérna eru tvær athugasemdir sem tveir fábjánar gerðu núna í dag. Takið eftir því að þessar athugasemdir halda fram einhverju sem mun ekki gerast og er ósatt þar að auki. Þessir menn þykjast þekkja fasisma, sem er eiginlega talsvert mikið rangt hjá þeim. Þar sem að þeir mundu ekki þekkja fasisma ef að hann tæki í hendina á þeim, sem er reyndar það sem hefur gerst. Þessir menn dýrka og dá þann fasisma og einangrunarhyggju sem er stunduð á Íslandi af fólki eins og þeim. Enda er það ekkert nema ákveðin fasismi sem byggir á þeirri trú að íslendingum sé best borgið efnahagslega einangruðum og fátækum. Enda boðar leið þessara manna ekkert annað á Íslandi.


Svona er málflutningur andstæðinga ESB aðildar á Íslandi. Þetta er tekið héðan.

Það er ennfremur ljóst að hvorki Spánn eða Portúgal eru á leiðinni úr ESB. Slíkt er bara fullyrðingar andstæðinga ESB sem dreyma um hrun ESB í Evrópu. Slíkur er sjúkleikinn hjá þessu fólki.