Verðtrygging er ástæðan fyrir þrálátri verðbólgu í íslenska hagkerfinu

Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð.

Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma.

Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar.

Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það.

Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum.

Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru.

Jón Frímann Jónsson
Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi.

Þessi grein var birt á Vísir.is þann 25. Ágúst 2023. Greinina er að finna á Vísir.is hérna.

Seðlabankastjóri á villigötum

Það er ljóst að ákvarðanataka Seðlabanka Íslands þegar það kemur að efnahagsmálum á Íslandi er í tómu rugli. Ástæðan er sú að Seðlabanki Íslands er að reyna að spá fyrir um framtíðina og það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina. Þetta er dæmigerð hegðun fólks sem hefur farið í gegnum nám í hagfræði. Þar sem þeim er kennt að það sé hægt að spá fyrir um framtíðina út frá því sem gerist í dag. Þetta er bæði rétt og rangt á sama tíma. Þar sem það er hægt að segja til um þróun mála að einhverju leiti en á sama tíma er hvaða ágiskun sem er mjög líklega röng.

Síðan er verið að hvetja fólk til þess að eyðileggja sinn persónulega efnahag með því að taka verðtryggð lán og íslensku bankanir hafa vextina á óverðtryggðum lánum svo háa að venjulegt fólk getur ekki tekið þau lán með góðu móti. Þetta mun koma í hausinn á íslendingum fljótlega, þar sem verðtryggð lán framleiða peninga sem peningakerfið á Íslandi þarf ekki og það er slæmt.

Efnahagur Íslands á leið til helvítis á ný

Efnahagur Íslands er á leið til helvíti á ný. Misræmið í ákveðnum þáttum efnahagsins á Íslandi er orðið of mikið og pressan er orðin of mikil á ákveðna hluta efnahagsins á Íslandi. Verðbólgan mun á ný verða stjórnlaus á Íslandi þegar húsnæðisbólan springur með látum á Íslandi. Ég reikna með að á svipuðum tíma þá hverfi ferðmannabólan á Íslandi. Það er nú þegar byrjað að fjara undan ferðamannabólunni á Íslandi þó þessi atburðarrás sé mjög hægfara eins og stendur. Það sem efnahagshrunið á Íslandi verður ekki er svipað hrun og varð árið 2008. Seðlabanki Íslands mun bregðast við á mjög augljósan hátt og hætta vexti sem mun eingöngu gera stöðuna verri þar sem það mun auka vaxtamun milli Íslands og Evrópu. Staðan í Bandaríkjunum skiptir íslendinga engu máli í stóra samhengingu, staðan í Evrópu gerir það hinsvegar vegna efnahagstengsla.

Það er enga hjálp að fá frá núverandi ríkisstjórn sem er of upptekin við að klappa sjálfri sér á bakið fyrir ekki neitt. Núverandi ríkisstjórn Íslands (Mars 2018) er einnig eins og þær ríkisstjórnir sem hafa setið undanfarið einstaklega löt ríkisstjórn af afkastar ekki neinu og lætur allt vera í handraðanum og býst augljóslega við því að efnahagsmálin á Íslandi gangi bara upp eins og þau hafa verið að gera undanfarin ár. Það er ekki raunveruleikinn og staðreyndin er sú að ef efnahag Íslands er ekki stjórnað í gegnum fjárlög ríkisstjórnar Íslands þá getur þetta bara endað illa og það er nákvæmlega það sem mun gerast. Fjármálaráðherra Íslands (Bjarni Benediktsson) er of upptekin við að sinna persónulegri spillingu til þess að skipta sér af því sem þarf að skipta sér af á Íslandi. Grotnandi innviðir Íslands eru gott merki um þetta áhugaleysi. Einhver ætti að skutla 10 tonnum af drullu upp í fjármálaráðuneytið við tækifæri til þess að minna Bjarna á ástand vega á Íslandi.

Katrín Jakobsdóttir er of upptekin við að vera forsætisráðherra Íslands til þess að taka eftir því hvað er að gerast í hennar ríkisstjórn. Eins og dæmin sanna nú þegar. Verkleysið er einnig algert hjá henni og hennar undirmönnum. Summa lítilla hluta getur endað í stóru efnahagshruni og það mun gerast á Íslandi á endanum. Það er með efnahagsmál byggð á svindli eins og með svo margt annað. Það er engin leið til þess að vita hvenær svindlið hættir að ganga upp. Ég veit ekki hvenær svindlið á Íslandi hættir að ganga upp en einn daginn þá mun allt fara til helvítis innan íslensk efnahags og þetta getur eingöngu endað illa.

Á Íslandi ráða Bændastök Íslands miklu um stöðu mála. Staðreyndin er hinsvegar sú að Bændasamtök Íslands eru gjörspillt og uppfull af vanhæfum einstaklingum sem ættu ekki að koma nálægt búskap eða stjórnunarstöðum nokkurntímann á sinni lífsleið. Ákvarðanir og áherslur Bændasamtaka Íslands hafa valdið því núna að sauðfjárbændur eru núna að síðasta strengnum með því að halda sér á floti fjárhagslega. Mörg þúsund tonn af sauðfjárkjöti sitja núna inná frysti hjá Sláturhúsum Íslendinga og eru þar óseld og það eru engar líkur á því að þetta kjöt seljist á næstunni. Þetta er vegna þröngsýni og skammsýni í Bændasamtökum Íslands sem hafa ímyndað sér óvin í Evrópusambandinu sem er þó það eina sem gæti bjargað fjárhag íslenskra sauðfjárbænda og tæmt fyrsta íslenskra sláturhúsa. Hinsvegar er það ákvörðun innan Bændasamtaka Íslands að það skuli vera setið við sinn keip og íslenskir bændur skuli vera fyrir utan Evrópusambandið, jafnvel þó svo að slíkt muni gera þá gjaldþrota einn daginn. Kannski ekki alla íslenska bændur á sama tíma en marga íslenska bændur. Þessi ákvörðun kemur einnig kerfisbundið í veg fyrir endurnýjun íslenskra bænda. Margir íslenskir bændur eru orðnir svo gamlir að þeir ættu frekar að fara á elliheimili og hætta að vinna heldur en að sinna búskap. Enda er það stórt erfiði að sinna búskap í dag eins og áður fyrr.

Það er einnig skaðlegt íslenskum efnahag að ríkisvarin einokun skuli vera til staðar í formi MS (Mjólkursamsölunnar). Þetta er skaðlegt þar sem það skilar verra verði til mjólkurbænda og verri vöru til neytenda. MS þarf ekki að vanda sig þegar engin er samkeppnin á Íslenskum markaði og hægt er að hafa vöruþróun í skötulíki á sama tíma. Það er enginn hvati fyrir MS að þróa nýjar vörur þegar allar vörur á markaðinum eru frá MS.

Íslendingar endurtaka efnahagskreppur á rúmlega 10 ára fresti (það er rúmlega þessi árafjöldi) og núna er komið að nýrri efnahagskreppu með öllu tilheyrandi á Íslandi. Þetta er allt saman í boði vanhæfra stjórnmálamanna á Íslandi sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Að lofa fleiri holum og niðurskurði á Íslandi

Það er alveg ljóst að ef sjálfstæðisflokkurinn með framsóknarflokknum og viðreisn komast til valda á Íslandi. Þá er ljóst að meira verður skorið niður í almennri þjónustu á Íslandi, fleiri holur verða í sveitavegum Íslands. Það verður meira einkavætt í heilbrigðiskerfinu á Íslandi og gjöld á veikt fólk verða aukin.

Eina góðærið á Íslandi um þessar mundir er hjá ríku fólki á Íslandi. Meirihluti alls almennings á Íslandi er ekki að njóta þeirra tekna sem aukinn ferðamannastraumur á Íslandi hefur komið með til Íslands. Ástæðan er spilling manna og kvenna sem eru tengd inn í sjálfstæðisflokkinn, framsóknarflokkinn eða viðreisn (sem er einnig tengd inn í sjálfstæðisflokkinn). Þetta hefur sem dæmi fært ákveðnum fyrirtækjum forskot á keppinauta í ferðamannaiðnaðinum. Í landbúnaðarmálum er staðan orðin þannig að íslenskir bændur eiga allt sitt undir tveim fyrirtækjum sem ráða öllu á markaðunum og þegar staðan er orðin þannig þá er engin samkeppni og íslenskir bændur verða bara að sætta sig við það sem þeim er rétt eða svelta annars.

Það er nóg af dæmum af þessu á Íslandi en ljóst er að ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Þá ætla íslendingar sjálfviljugir að láta spillt fólk rústa efnahag Íslands ennfrekar og auka ennþá meira á eymdina sem þrífst á Íslandi vegna spillingar og græðgi fámenns hóps.

Einokunarstefna Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar

Á Íslandi er rekin einokunarstefna í verslun. Þessi einokunarstefna snýst um að koma í veg fyrir samkeppni í vöruflokkum sem varða kjötframleiðslu á Íslandi og síðan framleiðslu á vörum sem tengjast mjólkurvörum (smjör, osti og öðru slíku). Hart hefur verið gengið fram á undanförnum árum til þess að tryggja þess einokun og í tilfelli mjólkurframleiðslu er staðan sú að MS (Mjólkursamsölunnar) er í dag undanþegin samkeppnislögum og sanngjörnum viðskiptaháttum. Í tilfelli kjötframleiðslunnar þá eru einfaldlega sett fáránleg skilyrði sem í reynd koma í veg fyrir innflutning á ferskri kjötvöru.

Ofan á þetta er síðan allt saman tollað upp í þak og helst aðeins meira með því að nota reikniaðferðir sem eru gerðar til þess að halda tollum háum og gera innflutning eins óhagkvæman og hægt er (þetta var í boði Jóns Bjarnarsonar og Vinstri Grænna, hvorki framsóknarflokkur eða sjálfstæðisflokkur breyttu neinu þar um á síðasta kjörtímabili). Það er einnig þannig að ostar, smjör og annað slíkt er tollað uppí þak á Íslandi til þess að viðhalda einokunarstefnu íslensks landbúnaðar í gangi.

Afleiðingin af þessari stefnu er mjög augljós, miklu hærra matvælaverð á Íslandi en í nágrannalöndum (undanskilin eru ríkin Noregur, Sviss og Lichtenstein sem eru öll utan ESB og hafa einnig mjög hátt matvælaverð af svipaðri ástæðu). Þetta þýðir einnig verri gæði til neytenda á Íslandi og kemur ofan á það að íslenskir bændur geta ekki flutt umframframleiðslu til annara ríkja í Evrópu. Ef Ísland væri í Evrópusambandinu væri hægt að selja alla umframframleiðslu á lambakjöti á markað innan Evrópusambandsins. Framtíðarhugsun þessa fólks er nákvæmlega engin og þetta fólk virðist ekki hafa neina hugmynd hvernig á að stunda hagsæld viðskipti við umheiminn. Enda hefur þetta fólk farið í afgangsmarkaði, eins og Rússland (þar sem lambakjötið er selt á mjög lágu verði til neytenda þar í landi) til þess að selja lambakjötið, í stað þess að einbeita sér af betri mörkuðum eins og Evrópusambandinu og þeim ríkjum sem þar eru.

Í þeim mótrökum sem notuð hafa verið þá snúast þau nær eingöngu um andstöðu við innflutning á lambakjöti til Íslands. Þetta er fáránlegt, þar sem ljóst er að það verður ekki neinn innflutningur á lambakjöti til Íslands, sá markaður er alveg mettaður á Íslandi og hefur verið það lengi. Mest yrði um innflutning að ræða á nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi, þar sem sá markarður er ekki mettaður og innlendir framleiðendur geta ekki framleitt nægjanlegt kjöt fyrir þann markað á Íslandi og hafa ekki náð að standa undir eftirspurn í mörg ár (eftir því sem ég kemst næst).

Það yrði mikið og stórt framfaraskref fyrir íslenska bændur ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Enda mundi það opna aðgang að 500 milljón manna markaði og stórauka útflutning og tekjur íslenskra bænda í kjölfarið. Enda væri þá hægt að selja alla umframleiðslu á lambakjöti á markað í Evrópu á góðu verði. Sú afstaða íslenskra bænda að vera andstæðir inngöngu í Evrópusambandinu jafngildir því að henda peningum útum gluggann og er fáránleg og jafnframt mjög heimskuleg efnahagslega og framleiðslulega.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn selja vestfirði til Rússlands

Það eru ótrúlegar fréttir að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn ætli sér að selja vestfirði til Rússlands fyrir rúmlega 7000 milljarða króna til þess eins að létta á skuldavanda íslensku þjóðarinnar og efnahagnum eftir að ferðamenn hættu að koma til Íslands og efnahagshruninu í kjölfarið á því að Bretland gekk úr Evrópusambandinu og útflutningur á fiski til Bretlands hrundi í kjölfarið.

Nauðarflutningar íslendinga frá vestfjörðum til annara landshluta eiga að hefjast á næsta ári, þó er alveg ljóst að húsnæði verður ekki tilbúið, hvorki í Reykjavík eða í öðrum landshlutum og þeir sem ætla sér að vera á vestfjörðum eftir valdaskiptin verður síðan gert að taka upp Rússneskt vegabréf. Það er ljóst að landamæragirðingin, sem mun liggja við Kleifar á vestfjörðum og þar yfir mun verða víggerð og fáir eða engir komast yfir hana, þó er landleiðin ekki svo erfið að fara ef veður er gott.

Þetta gæti gerst ef sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkinn komast aftur til valda á Íslandi. Enda eru þessum stjórnmálaflokkum stjórnað af hálfvitum og fólki sem trúir á ónýtar efnahagskenningar sem hafa aldrei virkað.

Það er Rússi í ríkisstjórn Íslands

Það er Rússi í ríkisstjórn Íslands, reyndar ekki einn, þeir eru nokkrir og þeim er sama um mannréttindi, landamæri ríkja í Evrópu og viðskiptaleg tengsl Íslands við Evrópu og umheiminn í heild sinni. Þær fullyrðingar hafa verið settar fram á Ísland, í fullri alvöru að Evrópusambandið hafi sett viðskiptaþvinganir á Rússland. Það er ekki rétt og hefur aldrei verið rétt. Hið rétta er að þvinganir hafa verið settar á Pútin, samstarfsmenn hans, fyrirtæki í þeirra eigu auk banka og annara þætti sem snerta starfsemi þeirra. Hvorki Evrópusambandið, Bandaríkin, Kanada og fleiri ríki sem taka þátt í þessum aðgerðum hafa sett á viðskiptabann við Rússland, eins og hefur verið haldið fram af mörgum þingmönnum undanfarna daga. Rússland hefur hinsvegar sjálft sett á víðtækar efnahagsþvinganir í hefndarskyni fyrir þær refsiaðgerðir sem settar hafa verið á Pútin og viðskiptafélaga hans. Þessar aðgerðir Pútíns koma auðvitað verst niður á almenningi í Rússlandi en það er ekki það sem almenningur fær að heyra í fjölmiðlum þar í landi. Ástæðan er stöðugur áróður um annað og það kaupir almenningur í Rússlandi.

Á Íslandi er kominn upp sá áróður að Evrópusambandið, Bandaríkin, Kanada og fleiri hafi sett á viðskiptabann á Rússland. Eins og ég hefni að ofan þá er þetta ekki rétt, síðan af afskaplega undarlegum ástæðum þá hafa áróðursfréttir rússneskra fjölmiðla ratað í fréttir á Íslandi um stöðu landbúnaðarmála í Rússlandi.

Sú krafa SFS um að íslendingar eigi að fórna stöðu sinni með vestrænum ríkjum er fáránleg. Það er einnig fáránlegt að forseti Íslands, Ólafur Ragnar skuli fara út fyrir valdsvið sitt og skipta sér af utanríkismálum íslendinga. Það er ekki í starfslýsingu forseta Íslands að gera slíkt og hefur aldrei verið. Hérna er forseti Íslands að brjóta þrískiptingu valds á Íslandi, misnota vald sitt og taka sér völd sem hann hefur ekki samkvæmt stjórnskipun Íslands. Bara fyrir brot á einu af þessu ætti Ólafur Ragnar að segja af sér. Fyrir að fara svona langt út fyrir valdsvið ætti Ólafur Ragnar að sæta rannsókn Alþingis. Slíkt mun aldrei gerast, enda er Ólafur tryggður með núverandi stjórnarflokka við völd.

Það er þó að almenningi á Íslandi stafar stórhætta af þessu valdabrölti forseta Íslands og þeim sem hann er að tengja við Ísland. Það er nefnilega að staðreynd að það er mjög slæmt fyrir íslendinga að vera tengdir Rússlandi á þann hátt sem forseti Íslands og fleiri eru að tengja landið saman við. Slíkt getur og hefur skaðað viðskiptahagsmuni Íslands til mikilla muna, mun meira heldur en viðskiptabann Rússlands gagnvart Íslandi.

Ef einhver að velta því fyrir sér afhverju Færeyjar eru ekki í viðskiptabanni. Þá er svarið mjög einfalt. Færeyjar eru ekki ríki, þó svo að þeir njóti umtalsverðar sjálfstjórnar. Færeyjar eru einfaldlega settir undir viðskiptabannið sem Danmörk er í af hálfu Rússlands. Það sama gildir væntanlega um Grænland, þó svo að það sé sjálfstætt ríki undir dönsku krúnunni.

Fréttir af stöðu mála í Rússlandi (BBC News)

Food sanctions hit Russian shoppers’ pockets (2014)
Russian propaganda machine ‘worse than Soviet Union’ (2014)

Stjórnlaus þröngsýni skaðar viðskipti íslendinga við útlönd

Fréttamiðilinn Stundin flettir ofan nýjustu spillingu á Íslandi og sýnir þar fram á hvernig hagsmunir Íslands skaðast vegna spillingar í hæstu valdastöðum á Íslandi. Nýjasta dæmið sýnir hvernig íslendingar eru að láta frá sér markað 510 milljón manna (rúmlega) og vilja í staðinn fara á markað þar sem eingöngu eru rúmlega 130 milljónir manna (Rússland).

Þetta er auðvitað heimska af hæstu gráðu sem er um að ræða hérna og afskaplega slæmt vit á viðskiptum að haga málum svona og gífurlega mikla þröngsýni á viðskipti og heiminn í kringum Ísland. Sérstaklega þar sem Stundin nefnir í sínum greinum að Kaupfélag Skagfirðinga vill ekki fá greitt í peningum fyrir þær vörur sem eru sendar út. Heldur vill KS fá greitt í timbri, olíu og fiski í staðinn fyrir lambakjöt. Helstu talsmenn vöruskipta á Íslandi er fornmaðurinn Guðni Ágústsson, auk Jóns Bjarnarsonar sem tafði aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu til loka síðasta kjörtímabils þegar hann var ráðherra í ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar.

Það er ekkert annað en hrein geðveiki að fórna markaði uppá 500 milljónir manna í staðinn fyrir ótraustan markað í Rússlandi, þar sem er ekki víst að nokkuð fáist greitt upp í það sem sent er vegna stöðu efnahagsmála í Rússlandi. Síðan er hérna um að ræða afskaplega slæma meðferð á utanríkismálum Íslands og staðan þar getur og mun væntanlega eingöngu versna á næstu mánuðum á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd á Íslandi.

Til þess að fá frekar upplýsingar um hvað málið snýst. Þá hvet ég fólk til þess að lesa ítarlega fréttir Stundin. Áskriftar er krafist.

Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB (Stundin)
Ísland tvíeflist í útflutningi til Rússlands í kjölfar innflutningsbanns (Stundin)

Blásið í nýja efnahagskreppu á Íslandi

Núna er verið að blása í nýja efnahagsbólu á Íslandi og efnahagskreppu í kjölfarið. Ástæða þessa er mjög einföld, núverandi ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun að setja 80.000 milljónir króna í hagkerfið án þessa að innistæða væri fyrir því. Þetta hefur valdið neyslubólu og aukinni verðbólgu í kjölfarið. Einnig sem að húsnæðisverð hefur farið hækkandi undanfarna mánuði af sömu ástæðu.

Ekki veit ég hvernig næsta efnahagskreppa hefst eða hvenær nákvæmlega sú kreppa skellur á. Almenna reglan er samt sú að um er að ræða tvö til fimm ár frá toppi efnahagsbólu á Íslandi þangað til að efnahagskreppa skellur á. Það fer eftir aðstæðum hvernig málin þróast á hverjum tíma. Hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands mun líklega flýta því að kreppa skelli á Íslandi, verðbólgan mun einnig aukast á Íslandi á næstu mánuðum. Þó ekki eingöngu vegna hækkunar stýrivaxta, heldur einnig vegna þeirra 80.000 milljóna króna sem voru settar úti í hagkerfið án þess að fyrir þeim væri innistæða. Síðan mun skuldsetning aukast á næstunni, bæði vegna verðbólgu en einnig vegna þess að laun á Íslandi eru lág og fólk er oft að bjarga sér með því að taka yfirdráttalán til þess að komast af síðustu daga mánaðarins. Slíkt skapar vítahring vandamála sem mun seint verða leystur nema með hærri launum á Íslandi, eitthvað sem núna er verið að berjast gegn af atvinnurekendum og íslenska ríkinu þessa stundina.

Þessa stundina er handstýring á gengi íslensku krónunnar. Þó er alveg eins víst að gengi íslensku krónunnar verði fellt handvirkt þegar efnahagskreppan á. Slíkt hefur verið stíll í íslenskum stjórnmálum um áratugaskeið og það er ekkert sem bendir til þess að íslensk stjórnmál hafi breyst í eldri stjórnmálaflokkunum eftir efnahagshrunið árið 2008.

Ruglið í Evrópu-andstæðingum á Íslandi

Það er eins og að Evrópu-andstæðingar á Íslandi kunni ekki stjórnmál, skilji þau ekki og átti sig ekki á innihaldi hlutanna. Þetta á sérstaklega við þegar það kemur að umræðum um Evrópusambandið, sem þetta fólk er á móti, röksemdafærslur þessi, sem er reyndar of vel í gefið, standast ekki neina skoðun eða rök og hafa aldrei gert.

Þetta fólk veit fullvel að Evrópusambandið er samvinnuverkefni 28 aðildarríkja þess og allar reglur og lög sem þar eru sett eru samþykktar af öllum aðildarríkjum þess. Engin lög eða reglur sem þarna eru til staðar eru í andstöðu við eitthvað af aðildarríkjum þess. Fullyrðingar um annað eru lygi af hálfu þeirra sem setja þær fram.

Það er annað sem einkennir umræðu Evrópu-andstæðinga á Íslandi, það er tal um „bjölluat“[1] og að „kíkja í pakkann“[1]. Þetta er kjaftæði og þjónar eingöngu áróðurstilburðum þeirra að setja þetta svona fram. Íslendingar hafa alltaf vitað hvaða skyldur og reglur fylgja því að ganga í Evrópusambandið, eitthvað af þessum reglum er hægt að semja um, þar sem ekki allar reglur eða lög Evrópusambandsins ná til íslenskra aðstæðna (það er í raun óþarfi að semja um þessi atriði, það er þó hægt upp á formsatriðin að gera). Í þeim tilfellum þar sem þarf að semja um sér-reglur vegna Íslands þá verður það gert, gott dæmi um slíka þörf er innflutningur á lifandi dýrum sem þarf að njóta sérstakra reglna vegna aðstæðna lífríkis á Íslandi og þeirra dýrastofna sem eru á Íslandi. Hvort sem þeir eru náttúrulegir eða fluttir inn af mannavöldum til ræktunar matvæla.

Endalaus þvættingur í Evrópu-andstæðingum á Íslandi er orðin mjög þreytandi, sérstaklega delluna sem er að finna í Bændablaðinu um Evrópusambandið[2]. Þar sem ýmislegt sett fram um Evrópusambandið sem stenst ekki og oft á tíðum eru settir fram hlutir þar sem eru ekkert annað en uppspuni Bændablaðsins og Bændasamtaka Íslands sem reka blaðið. Hvers vegna Bændablaðið fær að komast upp með svona lyga áróður er ofar mínum skilningi, þar sem að í alvöru ríki væru aðrir fjölmiðlar búnir að taka þetta blað og rífa það sundur fyrir þann áróður sem þar er skrifaður.

Heimssýn og Evrópuvaktin hjá Birni Bjarnasyni eru gott dæmi um skipulagðan áróður sem stenst ekki neina skoðun. Þarna eru á ferðinni vefir og samtök sem standa fyrir það eitt að dreifa ranghugmyndum um Evrópusambandið á Íslandi. Heimssýn var á sínum tíma stofnuð upp úr andstöðunni við EES samninginn, samning sem hefur reynst íslendingum afskaplega vel á þeim tuttugu árum sem hann hefur verið í gildi.

Það versta sem íslendingar gera er að hlusta á þetta rugl sem er að finna hjá Evrópu-andstæðungum á Íslandi. Það hefur það sannast að þetta fólk hefur rangt fyrir sér og efnahagslega þá þýðir stefna þessa fólks að Ísland mun standa verr en það annars gerði. Heimurinn er að breytast og hefur verið að breytast síðustu 35 árin, ef íslendingar taka ekki þátt í þeim breytingum. Þá verða íslendingar einfaldlega skildir eftir, fátækir, einangraðir og með ónýtan gjaldmiðil auk þeirra láglaunastarfa sem fylgja slíkri stöðu landsins.

1: Forvitnin drap köttinn
2: http://www.bbl.is/baendabladid/