Bloggarinn Jón Baldur Lorange er ritskoðari

Það er hér með orðið opinbert að bloggarinn Jón Baldur Lorange er ritskoðari og hræsnari með meiru. Hann hefur bannað mig frá blogginu hans eftir að ég benti honum á að BA ritgerð hans jafngilti því ekki að hann hefði rétt fyrir sér þegar það kæmi að CAP (Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB), þó svo að umrædd BA ritgerð fjallaði landbúnaðarstefnu ESB. Ég benti honum að ég notaði hina vísindalegu aðferð eins mikið og hægt væri þegar ég væri að mynda mér skoðun á ESB og stefnum þess og áhrifum.

Þetta svar fjarlægði maðurinn og bannaði mig frá að skrifa athugasemdir á bloggið hans, þetta er ekki ritstýring. Þetta er ekkert nema grímulaus ritskoðun þar sem svar mitt var vel upp sett og í samhengi í þá umræðu sem hafði átt sér stað við umrædda bloggfærslu (þá færslu er hægt að sjá hérna).

Ég er farinn að komast á þá skoðun að andstæðingar ESB þori ekki að rökræða aðild Íslands að ESB fyrir alvöru. Þar sem þeir enda alltaf á því að banna viðmælendur sína, eða með því að fjarlægja svör þeirra. Hörðustu andstæðingar ESB leyfa engar athugasemdir við fullyrðingar sínar um ESB. Þessi hegðun sést mjög vel á vef Heimssýnar, þar sem engar athugasemdir eru leyfðar við þær greinar sem eru settar þar inn.

Evrópusamtökin leyfa athugasemdir við þær greinar sem eru skrifaðar á vefinn. Ég leyfi athugasemdir og ég ritskoða þær ekki. Þó svo að viðkomandi reyni að móðga mig.

Máflutningur andstæðinga ESB þolir greinilega ekki gangrýni og þess vegna þurfa þeir að ritskoða alla þá gagnrýni sem þeir fá á sinn málflutning. Slíkt er ekki eingöngu óheiðarlegt, slíkt kemur einnig í veg fyrir heilbrigða umræðu um viðkomandi mál. Sérstaklega ef að sá sem gagnrýnina fær er alltaf að handvelja hentug svör frá þeim sem þykja óhentug.

Ef fólk vill ekki gagnrýni á skoðanir sínar, þá á það halda þeim fyrir sjálfan sig. Sú skoðun hefur ekkert breyst hjá mér.

Hérna má sjá ritskoðun Jóns Baldurs.

Í ljósi þessa, þá hef ég sett mér nýja reglu. Framvegs mun ég taka afrit af mínum skrifum á vefi andstæðinga ESB. Gildir einu hvað þeir heita og hvaða gráður þeir eru með. Ég ætla hér með að ganga út frá því að þeir séu óheiðarlegir þangað til að annað sannast.