Stefnir í gjaldþrot Íslands innan nokkura ára

Efnahagsstefna sem er ekki hægt að lýsa öðrvísi en heimskri hefur nú tekið við á Íslandi. Núna á að fara skerða niður, og á sama tíma að minnka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða með skattalækkunum, niðurfellingu veiðigjalda og auðlyndagjalda á fiskveiðar (íslendingar hafa ekkert annað í raun).

Staðreyndin er nefnilega sú að efnahagsstefna framsóknarflokkins og sjálfstæðisflokksins virkar ekki og hefur aldrei virkað. Þessi efnahagsstefna er grunnurinn að efnahagshruninu á Íslandi árið 2008, og eins og staðan er í dag þá þarf mjög lítið að gerast svo að íslenskur efnahagur fari aftur í kreppu. Það er þó alveg ljóst að þegar íslenska þjóðin fer á hausin eftir nokkur ár, þá verður ekkert sem getur bjargað þeim. Næsta gjaldþrot íslensku þjóðarinnar mun verða kallað olíugjaldþrotið. Það er allavegana hentugur titill, þar sem draumórar um olíuveldið Ísland munu eiga þátt sinn í þessu gjaldþroti.

Hvað það verða margar tómar og ónotað bygginar á Íslandi í kjölfarið á þessu gjaldþroti á eftir að koma í ljós. Ég er þó alveg viss um að það eiga eftir að verða margar byggingar, og mörg gjaldþrot munu fylgja í kjölfarið á því ævintýri.

Langvarandi efnahagskreppa framundan á Íslandi

Það er orðið ljóst núna að á Íslandi mun ríkja langvarandi efnahagskreppa með mikilli verðbólgu til lengri tíma. Ástæðan er mjög einföld, og snýst um þá staðreynd að íslendingar eru ekki tilbúnir til að gera það sem þarf að gera til þess að losna úr efnahagskreppunni á Íslandi.

Helst ber þar að nefna að koma í veg fyrir að þeir fábjánar sem komu íslendingum í þessi vandræði komist ekki aftur til valda á Íslandi. Enda er það alveg ljóst að fábjánar í sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum eru ekki líklegir til þess að laga efnahagsástandið á Íslandi, enda er þetta fólkið sem kom íslendingum í þessi vandræði til að byrja með. Það eina sem þessir stjórnmálaflokkar tveir vilja gera er að virkja meira og byggja fleiri álver á Íslandi. Vinstri Grænir eru uppteknir við að reisa múra í kringum íslenskt viðskiptalíf og íslendinga. Það þarf ekki annað en að skoða verk Jóns Bjarnarsonar til þess að átta sig á þeirri staðreynd. Samfylkingin er að reyna laga hlutina, það er þó talsvert erfitt þegar allir eru á móti þér og því sem þú ert að gera. Síðan bætir ekki úr skák þegar besta hugmyndin innan Samfylkinginnar er að virkja meira og byggja fleiri álver [þetta er örugglega sama lið og er að finna í sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum, en þolir væntanlega ekki öfgaþjóðernishyggjuna í þessum tveim flokkum].

Íslendingar virðast ennfremur vera uppteknir við að kenna öllum öðrum en þeim sjálfum um hvernig komið er fyrir íslenskum efnahag. Staðreyndin er hinsvegar sú að efnahagskreppan á Íslandi er eingöngu íslendingum að kenna og engum öðrum. Það bætir síðan ekki úr skák að á Íslandi skuli vera til samtök vitleysingja sem kalla sig Heimssýn og boða endanlega einangrun og lokun Íslands. Allt saman í nafni sjálfstæðis og fullveldis sem skiptir ekki neinu máli ef að íslenska þjóðin er gjaldþrota og fátæk í kjölfarið á slíkri einangrunarstefnu.

Íslendingar virðist ennfremur vera mjög uppteknir við að einangra sig og hafna alþjóðlegri samvinnu við Evrópuþjóðir og þær norðurlandaþjóðir sem eru í Evrópusambandinu. Enda er það nú bara þannig að ég hef ekki heyrt nein mótrök fyrir því að aukin viðskipti og tollfrelsi muni koma niður á íslenskum efnahag og fyrirtækjum. Þetta er staðreynd sem rugludallanir og geðsjúklinganir í Heimssýn tala ekkert um. Það er nefnilega gott fyrir íslendinga og íslenskan efnahag að ganga í Evrópusambandið. Ef að íslenskt fyrirtæki þolir ekki erlenda samkeppni. Þá er alveg ljóst að umrætt fyrirtæki þolir ekki innlenda samkeppni og á skilið að fara á hausinn. Þannig virkar frjáls markaður. Óhæfa liðið sem kann ekki að stunda viðskipti fer á hausinn og kemur vonandi aldrei nálægt viðskiptum aftur.

Íslendingar virðast hinsvegar vera staðráðnir í að gera allt rangt, og allt vitlaust þar að auki. Íslendingar segjast ekki vilja aðild að Evrópusambandinu, en vilja samt flytja út eins og þeir geta til Evrópu. Íslendingar vilja ekki Evruna sem gjaldmiðil, en vilja samt sömu vexti og stöðugleika sem evran bíður upp á. Íslendingar vilja sama vöxt og er að finna í Evrópusambandinu [þegar kreppunni líkur] og er að finna í Evrópusambandinu.

Þegar þetta er allt saman skoðað. Þá er augljóst að á Íslandi mun ríkja langvarandi efnahagskreppa með hárri verðbólgu, háu atvinnuleysi og lítilli erlendri fjárfestingu þegar þetta tímabil gengur yfir. Íslendingar eru ennfremur búnir að sjá og finna hvað stefna fólks eins og það sem er að finna í Heimssýn, sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og Vinstri Grænum gerir því. Ég veit ekki hversu íslendingar eru almennt spenntir fyrir því að endurtaka upphaf kreppunnar frá árinu 2008 aftur. Hinsvegar miðað við hugsunarháttinn á Íslandi. Þá virðist íslendingar hlakka alveg voðalega til þess að hafa áframhaldandi efnahagskreppu og ömurlegheit.

Ég hinsvegar neita að taka þátt í þessu, og mun flytja aftur til Danmerkur árið 2013. Í það skiptið verður ekki komið aftur til Íslands nema sem ferðamaður og í heimsóknir til ættingja og vina.

Kostnaðurinn af stjórnsýslu Davíðs Oddssonar

Ef einhver var að velta fyrir sér hversu mikið stjórnsýsla Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar var. Þá er komið svar við þeirri spurningu, svona gróflega áætlað.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að tap útlendinga vegna bankahrunsins á Íslandi verði ekki undir sjö þúsund milljörðum króna, en það er um fjórföld landsframleiðsla þjóðarinnar.

[…]

Steingrímur segir að tap erlendra aðila vegna þess sem hér gerðist liggi ekki endanlega fyrir en verði líklegast ekki undir sjö þúsund milljörðum króna, en það er um fjórföld landsframleiðsla Íslands. Þá rifjar Steingrímur upp að hrun stóru bankanna þriggja sé sjötta, níunda og tíunda stærsta gjaldþrota sögunnar. Steingrímur segir að það hljóti að teljast einstakt og heimssögulegt hjá svo smáu hagkerfi.

Steingrímur segir að stærstu tölurnar liggi í töpuðum kröfum vegna þess sem hann kallar gjaldþrot Seðlabanka Íslands, en 192 milljarðar króna hafi verið gjaldfærðir vegna þess. Þá nálgist kostnaður vegna endurfjármögnunar banka og sparisjóða tvo hundruð milljarða króna. Heildarskuldir ríkisins í árslok 2007 hafi verið 560 milljarðar króna eða um 43 prósent af landsframleiðslunni en þær hafi farið í tæplega 1200 milljarða í lok árs 2008 eða rúmlega 80 prósent af landsframleiðslunni.

Tekið úr frétt Vísir.is hérna.

Í dag standa þessir menn, sem rústuðu efnahag Íslands með þessum afleiðingum í harðri baráttu gegn ESB aðild Íslands, og í reynd gegn fullnægjandi rannsókn á efnahagshruninu sjálfu og þeirri stjórnsýslu sem var viðhöfð á Íslandi áður en efnaahgshrunið átti sér stað.

Það er alveg ljóst, með þessar upphæðir í huga að hættan á þjóðargjaldþroti Íslands er raunveruleg. Við þjóðargjaldþrot Íslands yrði að herða gjaldeyrishöftin og líklega setja á innflutningshöft á allan innflutning á Íslandi. Slíkt mundi auðvitað þýða sjálfkrafa uppsögn á EES samningum og EFTA aðild Íslands.

Eins og staðan er í dag, þá virðast íslendingar vera tilbúnir til þess að taka þessa áhættu, og taka þar að leiðandi þeim afleiðingum sem þessari áhættu hljótast.

Bjarni Ben laug í kvöldfréttum Rúv

Það var afskaplega áhugavert að fylgjast með kvöldfréttum Rúv núna í kvöld (31. Júlí 2010, þessi linkur verður óvirkur eftir tvær vikur þegar þetta er skrifað). Nefnilega í kvöldfréttum Rúv núna í kvöld var umfjöllun um Icesave málið, og þá það álit Framkvæmdastjórnar ESB að íslendingum beri að borga Icesave skuldina vegna ríkisábyrgðar sem á henni hvílir. Eins og margoft hefur verið bent á af lögfræðingum og fleirum. Bendi ég þá sérstaklega á umfjöllun Baldurs McQueen um Icesave í því efni.

Í fréttum Rúv var rætt við formann sjálfstæðisflokksins, hann Bjarna Benediktsson. Þar sem þetta hérna er haft eftir honum.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa skoðun óumdeilanlega styrkja stöðu Íslands. Hann segir að stjórnarandstaðan geti ekki unnið með ríkisstjórninni í Icesave-málinu ef hún ætlar ekki að nýta sé þá sterku stöðu sem komin er í deilunni með ummælum fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Þetta er rangt. Umrætt álit styrkir ekki stöðu Íslands, sérstaklega ef litið er til jafnræðisreglu ESB, sem kveður á um það að bannað sé að mismuna fólki eftir þjóðerni og búsetu. Það er nefnilega einmitt það sem íslensk stjórnvöld hafa verið að gera undanfarin ár, og það er algerlega óháð álitum Framkvæmdastjórnar ESB á því hvort að ríkisábyrgð sé á Tryggingarsjóðum banka eða ekki. Eingöngu á grundvelli jafnréttisákvæða ESB þurfa íslendingar að borga Icesave, enda var Icesave rekið sem útibú í Bretlandi og Hollandi. Það þýðir einfaldlega að innistæður sem voru tryggðar á Íslandi í Landsbankanum eru jafnframt tryggðar í erlendum útibúum Landsbankans af íslenskum stjórnvöldum. Þegar Bjarni Benediktsson heldur því fram að þetta hafi styrkt stöðu íslendinga í Icesave málinu, þá er hann einfaldlega að ljúga og blekkja fólk. Þar sem að staða íslendinga í Iceasve málinu hefur ekkert styrkt, reyndar er það þannig að Icesave málið hefur veikst gagnvart íslenskum stjórnvöldum undanfarna mánuði.

Það er ennfremur undarleg fullyrðing hjá formanni sjálfstæðisflokksins um að hann geti ekki unnið með ríkisstjórninni við að leysa þetta Icesave mál vegna ágreinings sem er ekki til staðar. Staðreynd er mjög einföld, sjálfstæðisflokkurinn var tilbúinn til þess að leysa Icesave málið á mun verri vaxtakjörum og með mun verri afborgunarkostum heldur en þeir samningar sem núna liggja fyrir og var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi í Mars á þessu ári. Afstaða sjálfstæðisflokksins í Icesave málinu er því ekkert nema hrein tækifærismennska, og hefur alltaf verið það síðan þeir fóru í stjórnarandstöðu.

Það má ennfremur benda Bjarna Benediktssyni á það að ESA er ekki stofnun ESB, heldur er ESA stofnun EFTA sem íslendingar eru búnir að vera aðildar að síðan árið 1970

Frétt Rúv.

Staða Íslands sterkari í Icesave

Það er ekki sparnaður að lækka tekjur aldraðra og örykja!

Það er alveg ljóst að með því að minnka tekjur eldri borgara og öryrkja þá er verið að auka fátækt þeirra og neyð. Það er alveg ljóst að það þarf að skera niður í útgjöldum ríkisins. Þetta er hinsvegar röng aðferð og skilar ekki neinu, og mun líklega auka kostnað íslendinga þegar fram líða stundir.

Ég mæli með því að meirihluti fjárlaganefndar leyti annað til þess að skera niður í kostnaði. Það væri t.d lag að skera niður sóunina sem sjálfstæðismenn komu á þegar þeir voru við völd á Íslandi.

Frétt Rúv.

Skera niður bætur til eldri borgara

Viðmið Útlendingastofnunar eru dularfull

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld (16 Desember 2009) þá hefur Útlendingastofun tekið upp á því einhliða að breyta reglum um lámarksframfærslu útlendinga á Íslandi. Þessi breyting virðist ekki þjóna neinum tilgangi, nema að koma í veg fyrir að fleiri útlendingar geti flutt til landsins. Mér þykir einnig augljóst að Útlendingastofnun sé að brjóta allar lagagreinar og jafnréttisgrein (65. grein) Stjórnarskrá Íslands með þessum breytingum á viðmiðum sínum.

Það er ennfremur ljóst að ekki er nægjanlegt eftirlit með þeim ákvörðunum sem Útlendingastofnun tekur á Íslandi, enda virðist stofnunin vera einsett á að eins fáir útlendingar og mögulegt geti flutt til Íslands og hafið nýtt líf. Slík afstaða er auðvitað með öllu óviðunandi að mínu mati og ekki fallin til þess að auka orðspor íslendinga útávið.

Frétt Stöðvar 2.

Telja útlendinga þurfa meira til framfærslu en Íslendinga