Einn dagur eftir af árinu

Í dag er bara einn dagur eftir af árinu, þá einn heill dagur. Og síðan er hægt að bæta við þessum klukkustundum sem eru eftir af deginum í dag. Og áður en maður veit, þá er árið 2006 komið og farið að telja niður. Árið í ár er búið að vera mjög áhugavert og talsvert verið um upp og niður tímabil hjá mér. En núna verður áhugavert að sjá hvað gerist á næsta ári.

Rafmagnleysi veldur vandræðum

Það datt út rafmagnið hjá mér í smá stund núna í nótt. Því miður olli það því að forritið sem sér um að teikna jarðskjálftagröfin tapaði gögnunum og eru því gröfin hálf tóm sem stendur. Höfundur forritsins hefur verið látin vita.

Viðgerð lokið á skjálftagröfum

Ég er búinn að laga það sem fór úrskeiðis í kvöld í tölvunni sem vinnur úr gögnum frá jarðskjálftamælinum, vona ég. Því miður þurfti ég að henda eldri gögnum sem voru komin, vegna skemmda sem voru í skrám sem forritið notar. Þannig að gröfin eru í raun tóm núna, nema það sem hefur verið að bætast inn síðustu mínótur.

Jarðskjálftagröf

Ég er búinn að setja upp hugbúnað sem setur mæliniðurstöður frá jarðskjálftamælinum sem ég á á netið. Þessar mæli niðurstöður eru sjálfvirkar og gætu verið vitlausar. En jarðskjálftamælirinn nemur hávaða frá umhverfinu, eins og bílaumferð og aðra hluti.

Gröfin eru sjálfvirkt uppfærð.

Hérna eru gröfin.

Desember leti

Ég er orðinn latur, þetta er bara hin venjubundna Desember leti í mér. En maður er einfaldlega að vinna niður stressið sem er í kringum mann á þessum síðustu dögum fyrir jól. Ég er hinsvegar ekki stressaður, ég er sallarólegur og skil ekki hvað þessi læti snúast. Enda snúast jólin ekki um hversu flottar gjafir fólk gefur, heldur snúast jólin um að vera með fjölskyldunni og vinum, og hafa það gott svona til tilbreytingar. En þetta er allavega mitt mat.

Jarðskjálfti í Öræfajökli

Klukkan 20:47 varð jarðskjálfti uppá 3,4 á ricther samkvæmt sjálfvirku jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands. Sem stendur hafa ekki komið fram neinir eftirskjálftar í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Hérna er jarðskjálftasíða Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum þá var stærð jarðskjálftans ekki nema 1,8 á ricther.