Síminn lokar þjónustumiðstöðvum

Síminn, eða Landssími Íslands eins og símafyrirtækið heitir er núna þessa dagna upptekið við að loka og reka fólk. En þessi stefnubreyting virðist vera hluti af nýrri stefnu eiganda símans, um að loka og reka alla sem hægt er. Afleiðing af þessu hátterni og ákvarðanatöku er verri þjónusta við viðskiptavini símans, sem hafa reyndar engan annan kost en að versla við símann varðandi ákveðna þjónustu (isdn, adsl, venjulegan síma, gsm, nmt) þegar útá land er komið. Þetta þýðir í stuttu máli að núna þarf viðskiptavinurinn að fara lengra og einnig sem viðskiptavinurinn þarf að bíða lengur eftir afgreislu sinna mála. Enda eru þeir sem eiga að þjónusta viðskiptavinin orðnir svo langt í burtu að þeir eru marga klukkutíma að fara til hans. Hérna er frétt af nýjustu lokun símans. En núna á að loka búðinni á Sauðarkróki, sem þýðir að stór hluti Norður Vesturlands þarf að fara til Akureyrar eða til Reykjavíkur til þess að fá almennilega þjónustu hjá símanum. En það er engin þjónustumiðstöð í Borgarnesi, aðeins umboð frá símanum í einni búð þar.

Þessi hegðun hjá fyrirtækjum er í raun ekkert nema ósvífin gróðahyggja eiganda fyrirtækisins. Og eigendur símans geta bara skammast sín fyrir þessa hegðun, þeir græða alveg nóg þó svo að þeir séu ekki að spara aurinn með því að henda krónunni með þessum lokunum.

Og það var rangt af ríkinu að einkavinavæða síman í upphafi. En svona er þetta þegar spillingin fær að vinna sín skuggaverk óáreitt.

Undirskriftasöfnun fyrir bættum kjörum öryrkja og ellilífeyrisþega

Ég mæli með því að allir skrifi undir, þannig að aðstæður öryrkja og ellilífeyrisþega verði bættar á Íslandi.

Átt þú einhvern að sem er öryrki eða ellilífeyrisþegi ?
Ertu ánægð/ur með kjörin hans/hennar?
Veistu það ekki?……… Fáðu þá að kíkja á launaseðla viðkomandi.

Öryrkjum og ellilífeyrisþegum er haldið í fátæktarkreppu með óréttlátum lögum, þeir missa húsin sín og aðrar eigur, safna skuldum og jafnvel svelta.

Myndir þú vilja sækja um vinnu og komast að því að launin þín væru algerlega miðuð við laun maka þíns?…. Nei, ég hélt ekki. Tekjutenging við laun maka veldur því að ef makinn hefur 250 þús. kr. á mán. eða meira fær öryrkinn frá 40 þús. og niður í ekki neitt.

Þess vegna heiti ég á þig að skrifa undir áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að breyta lögum á þessu þingi: Afnema tekjutengingu og hækka laun öryrkja og ellilífeyrisþega.

Vegna ömmu þinnar, afa, vinar, systkina eða annarra öryrkja eða ellílífeyrisþega sem þú þekkir. Einnig vegna þín sem á morgun gætir lent í því að verða öryrki. Já, og öll eldumst við vonandi.

Smella hérna til þess að skrifa undir.

Færsla á jarðskjálftamælinum

Ég færði jarðskjálftamælinn minn út í dag, í þeim tilgangi að draga úr þeim hávaða sem mælirinn nemur í húsinu sem ég á heima. En vegna þess að ég færði mælinn þá eru göt í honum og óvenju miklar truflanir fljótlega eftir að ég setti mælinn í samband eftir færsluna. Þær truflanir sem mælirinn mun núna nema er bílaumferð og veður. Hann mun ennþá nema hæstu truflaninar sem koma út húsinu þar sem ég á heima, en það dregur verulega úr þeim núna í kjölfar þessar færslu.

Vegna þessarar færslu þá mældi ég ekki jarðsjálfta uppá 3,9 á ricther sem varð í dag.

Jarðskjálfti í Öxarfirði

Klukkan 15:43 varð jarðskjálfti uppá 4,1 á ricther í Öxafirði. Ég hef ekki frétt af því ennþá að þessi jarðskjálfti hafi fundist. Ég var því miður að færa jarðskjálftamælinn minn á þessum tíma, þannig að ég skráði ekki þennan jarðskjálfta.

Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum þá var stærð skjálftans 3,9 á ricther.

[Uppfært þann 19 Janúar, 2006, klukkan 23:42]

Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg

Í nótt klukkan 1:31 til klukkan 1:57 komu fram nokkrir jarðskjálftar á Reykjaneshrygg, en stærðir þeirra voru 3,6 á ricther, 4,5 á ricther (gögn frá emsc-csem) og síðan jarðskjálfti uppá 3,5 á ricther. Jarðskjálftinn sem náði stærðinni 4,5 á ricther kom fram á mælinum hjá mér. En mjög illa, og er hann því ekki sjálfvirkt skráður hjá mér þannig að ég varð að vista hann handvirkt. Ég mun birta grafið yfir jarðskjálftan vonandi á morgun, ef að ég hef færi á því.

Jarðskjálfti hjá Húsavík og Trölladyngju

Það varð jarðskjálfti uppá 3,6 á ricther hjá Húsavík klukkan 15:19 og síðan varð jarðskjálfti uppá 3,1 á ricther hjá Trölladynju klukkan 14:42. Skjálftinn hjá Húsavík kom fram á mælinum hjá mér.

Hérna er hægt að sjá hvernig jarðskjálftin hjá Húsavík kom fram á mælinum hjá mér. En ég mældi ekki jarðskjálftan hjá Trölladyngju.

[Uppfært klukkan 16:12, þann 13 , Janúar, 2006]

Siðferði og DV

Mér finnst hegðun dagblaðsins DV stundum vera algerlega vera til skammar og eiga ekki heima í hinu siðaða þjóðfélagi sem við reynum að skapa okkur. Mín persónu skoðun er sú að DV hafi brotið á hinu almenna siðgæði og hafi ekki gætt hófs í sinni umfjöllun, einnig sem að forsíða blaðsins er oft til háborinnar skammar og sett upp í leiðinda stíl, sem oft hefur ekkert með sjálfa fréttina að gera.

Það er kominn tími til þess að svona blaðamennsku verði hætt hérna á landi, enda veit ég ekki til þess að hún sé stunduð annarstaðar í heiminum.

Fyrir þá sem vilja ræða þetta mál, þá hef ég stofnað umræðu hérna, á spjallvefnum alvaran.com.

Undirskriftarlisti um gegn ritstjórnarstefnu DV

Á Deiglan.com er að finna undirskriftarlista þar sem skorað er á DV til þess að breyta ritstjórnarstefnu sinni. Hægt er að skrá sig inná þennan undirskriftarlista hérna. En að þessum undirskriftarlista standa þessi félög.

Deiglan.com
Samband ungra sjálfstæðismanna
Ungir jafnaðarmenn
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Múrinn.is
Samband ungra framsóknarmanna
Tíkin.is
Ung frjálslynd
Heimdallur
Ung vinstrigræn
Vaka
Röskva
H-listinn

Ég hvet fólk til þess að skrá sig á þennan lista.