Tveir jarðskjálftar á Reykjanesinu

Klukkan 00:25 urðu tveir jarðskjálftar á Reykjanesinu, stærðir þeirra voru 3,0 á ricther og 3,4 á ricther. Ég veit ekki ennþá hvort að þeir hafi fundist í Reykjavík og nágrenni.

Hérna er mynd af jarðskjálftanum eins og hann kom fram á mælinum hjá mér.

[Uppfært klukkan 07:35, 10. Janúar 2006]

Stór jarðskjálfti hjá Fiji eyjum

Klukkan 22:13 varð jarðskjálfti uppá 7,1 á ricther hjá Fiji eyjum, en dýpi skjálftan var 520 km. En þetta er annar jarðskjálftinn á einum sólarhring sem er stærri en 7 á ricther. En í morgun varð jarðskjálfti uppá 7,3 á ricther í suðvestur atlanshafi, en svæðið þar sem jarðskjálftinn varð er óbyggt en það er ástæðan fyrir því að það varð ekkert tjón.