Færsla á jarðskjálftamælinum

Ég færði jarðskjálftamælinn minn út í dag, í þeim tilgangi að draga úr þeim hávaða sem mælirinn nemur í húsinu sem ég á heima. En vegna þess að ég færði mælinn þá eru göt í honum og óvenju miklar truflanir fljótlega eftir að ég setti mælinn í samband eftir færsluna. Þær truflanir sem mælirinn mun núna nema er bílaumferð og veður. Hann mun ennþá nema hæstu truflaninar sem koma út húsinu þar sem ég á heima, en það dregur verulega úr þeim núna í kjölfar þessar færslu.

Vegna þessarar færslu þá mældi ég ekki jarðsjálfta uppá 3,9 á ricther sem varð í dag.

Jarðskjálfti í Öxarfirði

Klukkan 15:43 varð jarðskjálfti uppá 4,1 á ricther í Öxafirði. Ég hef ekki frétt af því ennþá að þessi jarðskjálfti hafi fundist. Ég var því miður að færa jarðskjálftamælinn minn á þessum tíma, þannig að ég skráði ekki þennan jarðskjálfta.

Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum þá var stærð skjálftans 3,9 á ricther.

[Uppfært þann 19 Janúar, 2006, klukkan 23:42]