Síminn lokar þjónustumiðstöðvum

Síminn, eða Landssími Íslands eins og símafyrirtækið heitir er núna þessa dagna upptekið við að loka og reka fólk. En þessi stefnubreyting virðist vera hluti af nýrri stefnu eiganda símans, um að loka og reka alla sem hægt er. Afleiðing af þessu hátterni og ákvarðanatöku er verri þjónusta við viðskiptavini símans, sem hafa reyndar engan annan kost en að versla við símann varðandi ákveðna þjónustu (isdn, adsl, venjulegan síma, gsm, nmt) þegar útá land er komið. Þetta þýðir í stuttu máli að núna þarf viðskiptavinurinn að fara lengra og einnig sem viðskiptavinurinn þarf að bíða lengur eftir afgreislu sinna mála. Enda eru þeir sem eiga að þjónusta viðskiptavinin orðnir svo langt í burtu að þeir eru marga klukkutíma að fara til hans. Hérna er frétt af nýjustu lokun símans. En núna á að loka búðinni á Sauðarkróki, sem þýðir að stór hluti Norður Vesturlands þarf að fara til Akureyrar eða til Reykjavíkur til þess að fá almennilega þjónustu hjá símanum. En það er engin þjónustumiðstöð í Borgarnesi, aðeins umboð frá símanum í einni búð þar.

Þessi hegðun hjá fyrirtækjum er í raun ekkert nema ósvífin gróðahyggja eiganda fyrirtækisins. Og eigendur símans geta bara skammast sín fyrir þessa hegðun, þeir græða alveg nóg þó svo að þeir séu ekki að spara aurinn með því að henda krónunni með þessum lokunum.

Og það var rangt af ríkinu að einkavinavæða síman í upphafi. En svona er þetta þegar spillingin fær að vinna sín skuggaverk óáreitt.