Ríkisstjórnin og landsbyggðin

Maður er alveg dolfallin yfir þeirri stefnu sem er rekin hérna á landi hjá ríkisstjórn Íslands varðandi landsbyggðarmál. En stefna er þessi, þó svo að opinberlega þá fáist ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki til þess að viðurkenna hana. En þessi stefna snýst um tvö atriði, að koma álveri hvar sem hægt er og í millitíðinni drepa niður alla aðra atvinnustarfsemi áður en það gerist. Það er einnig áhugavert að sjá hvernig ríkisstjórnin hefur gjörsamlega tekist að eyðileggja fiskimið landsins með gengdarlausum botnvörpuveiðum, sem virka eins og plógar á sjávarbotnin og eyðileggja allt sem þeir fara yfir, þar á meðal viðkvæm kóralrif sem virkar sem mikilvægar uppeldisstöðvar ýmissa fisktegunda.

Álversæði ríkisstjórnar Íslands er farið að kosta þjóðina lífsviðurværi sitt, enda fær fólk í dag ekki vinnu. Þar sem fiskvinnslur loka í dag, einnig sem að önnur fyrirtæki hérna á landi fara með framleiðslu sína annað vegna þess að gengið er svo gífurlega óhagstætt hérna á landi.

Það er kominn tími til þess að senda ríkisstjórn Íslands í frí, útá land svo að þetta fólk geti bragðað á sínum eigin verkum.

Jarðskjálftinn í Mósambik

Jarðskjálftinn sem varð í gærkvöldi í Mósambik virðist ekki hafa valdið miklu tjóni, en þó ber að taka fram að fréttir frá Mósambik hafa verið takmarkaðar í alþjóðlegum fjölmiðlum. En fréttir hafa ekki borist frá þeim svæðum sem voru næst upptökum jarðskjálftans. Tveir eftirskjálftar hafa mælst, en þeir voru 5.4 á ricther og 5.3 á ricther. Það hafa verið staðfest tvö dauðsföll í kjölfar jarðskjálftans, og einhver slys á fólki þegar það reyndi að komast útúr húsi þegar jarðskjálftinn varð. Borgir næst jarðskjálftanum virðast hafa sloppið við skemmdir af völdum skjálftans, en það hafa borist fréttir af því að venjuleg hús hafi fallið saman (samkvæmt BBC News).

Hérna er frétt BBC News varðandi þennan jarðskjálfta í suðaustur Afríku.

Stór jarðskjálfti í Mósambik

Í kvöld klukkan 22:19 varð jarðskjálfti uppá 7.5 á ricther í Mósambik í Afríku. Dýpi jarðskjálftans var 10 km. Í þessum jarðskjálfta þá má búast við að það hafi orðið tjón á húsum næst upptökum jarðskjálftans.

Ég mun birta fleiri upplýsingar um þennan jarðskjálfta eftir því sem þær berast.

[Uppfært klukkan 00:05 þann 23 Febrúar 2006]

Jarðskjálftahrina norðvestan við Grímsey

Frá því í gærkvöldi þá hefur verið jarðskjálftahrina norðvestan við Grímsey, stærstu jarðskjálftanir í þessari hrinu hafa náð 3.6 á ricther. Hrinan tók gífurlegan kipp í nótt á milli klukkan fjögur og sjö í morgun. Þessi hrina er ennþá í gangi þegar þetta er skrifað.

Að láta eftir kröfum öfgamanna

Það er hinu vestræna þjóðfélagi til skammar hvernig það lætur eftir kröfum öfgafullra múslíma í arabalöndunum. En hinar vestrænu þjóðir hafa margar hverjar ákveðið að gefa eftir kröfum öfgamúslíma í þeim tilgangi að reyna að ná fram frið. Sú aðferð er kolröng að mínu mati, enda mun ekkert vinnast með henni til langframa. Hinar vestrænu þjóðir munu tapa á þessu til langframa, ef eitthvað er. Enda vita öfgamenninir núna hvernig það er hægt að knýja hinar vestrænu þjóðir til hlýðini ef þeir þurfa.

Teiknimyndamálið er hinsvegar ekki búið og mun það mun líða talsverður tími þangað til að það klárast.

Heilagir blaðamenn

Heilagir séu blaðamenn á Íslandi. Þeir munu sannleikan segja eftir sínu höfði, eða skipun að ofan. Einnig að silfur gulls fái þá til þess að tjá sig í samræmi við hinn stóra sannleika. Fréttinar skal segja eftir því sem vindurinn blæs og blása skal á gagnríni þá sem blaðamenn fá á sig. En gagnríni er komin frá djöflinum sjálfum og hana skal rægja með öllum ráðum.

Banna skal nafnlausar skoðanir á press.is og rægja skal skoðanir nafnlausra á internetinu með öllum ráðum. Það skal hundelta þá sem gagnrína hinn heilaga rétt blaðamann til þess að segja sannleikann eftir sínu höfði. Skrifa skal þá sem gagnrína blaðamenn niður í svaðið með öllum ráðum. Hinn heilagi sannleikur blaðamanna skal aðeins vera fyrir blaðamenn. En ekki fyrir fólkið í landinu. Og þannig skal að vera á Íslandi um alla tíð. Hinn heilagi réttur blaðamanna er að fá að skrifa nafnlaust í blöð.

Aldrei skal draga orð ráðherra og annara manna sem halda utanum völdin eða hinn þunna pappir í efa. Alltaf skal forðast að spurja þá spurninga sem eru óþæglegar. Og aldrei skal sannleikan í ljós leiða, aðeins koma upp um mál en aldrei leiða þau til lykta. Horfa skal undan spillingu hvar sem hún ríkir. Neita skal ritskoðun með annari hendinni, en boða hana með hinni hendinni í skugganum.

Amen!

Þetta er auðvitað gagnríni í sjálfu sér. Mér er illa við óþol blaðamanna við gagnríni.