Verðsamráð Krónunar og Bónus

Rúv hefur komið upp um siðlaust verðsamráð Krónunar og Bónus. Það mætti halda að þurfi að fara að kenna þessum mönnum sem reka þessar búðir viðskiptasiðferði á sérstökum námskeiðum. Það væri kannski hægt að gera það í fangelsinu, en það sárlega vantar að dæma fólkið sem ber ábyrgð á þeim fyrirtækjum sem standa í svona siðlausu verðsamráði.

Frétt Rúv hérna fyrir neðan.

Segir Bónus og Krónu ræða um verð

Leiðindaveður á Hvammstanga

Það er leiðindaveður hérna á Hvammstanga og varla hægt að fara útúr húsi. Maður verður allavega að vera vel klæddur til þess að fara út, enda er talsverð snjókoma á Hvammstanga þessa stundina. Snjókoman er slydduleg þessa stundina, en ef eitthvað er að marka hitamælinn hjá mér þá er kólnandi og væntanlega mun slyddan breytast í snjókomu þegar fram líða stundir. En langbest er fyrir fólk á ferðinni að fylgjast með veðurspánni og ferðaveðri áður en lagt er af stað.

Tengist frétt: Óveður í Húnavatnssýslum

Öfgasamtökin PETA

Öfgasamtökin PETA styðja umhverfishryðjuverkamenn og hafa meðal annars látið standa að því að sprengja upp rannsóknarstofur þar sem dýr eru notuð til þess að kanna áhrif lyfja. Einnig sem að PETA hefur það á stefnuskránni að gera öll dýr „frjáls“ og banna allar dýravörur úr búðum og koma í veg fyrir að fólk geti lagt sér dýr til matar og fleira í þeim dúr.

Cindy Crawford hefur greinilega þroskast og séð í gegnum kjaftæðið í kringum PETA.

Tengist frétt: Cindy vekur reiði PETA

Fá svæði í heiminum hafa jarðhita

Það er nú þannig að fá lönd í heiminum búa eins vel að jarðhita og íslendingar. Steingrími J. hefði átt að vera það ljóst þegar hann lét þessi orð falla. Hinsvegar er það einnig staðreynd að á Íslandi hefur orkunni verið illa varið, en meirihluti orkunnar hérna á landi fer í að knýja mengandi stóriðju sem skilar ekki neinu fyrir þjóðarbúið, það eru nefnilega stórfyrirtækin sem hirða gróðan.

Í orkumálum heimsins þarf að gera stórt átak, en hinsvegar mun það hafa sem minnst að gera með jarðhita. Eitthvað af orku heimsins verður framleidd með vindi og sólarorku. En staðreyndin er hinsvegar sú að þannig orkuframleiðsla mun duga skammt, og mun taka upp mikið landsvæði. Sem ekki er mikið af í þéttbyggðari löndum heimsins (sem dæmi, þá búa uþb 60 milljón manns í UK).

Hver svo sem lausnin á orkuvanda heimsins verður, þá verður hún í formi tækja og uppfinninga sem við þekkjum ekki í dag.

Tengist frétt: Steingrímur: Verðum að skoða loftslagsmálin í heildarsamhengi

Kjaftæðið í kringum áfengi

Mér þykir dómstags spár þeirra sem spá öllu illu ef að áfengi verður tekið úr sölu ríkisins og sett í almennar verslanir vera fáránlegar. Sérstaklega í ljósi þess að í þeim löndum þar sem áfengi er selt í búðum (Danmörk, Holland, Belgía og fleiri lönd), þar er það bara ekkert vandamál að vera með áfengið í sér hillum.

Hinsvegar má alveg búast við því að fyrstu dagana eftir að áfengissala yrðir gerð frjáls að mikið yrði keypt í búðum. Slíkt er auðvitað eðlilegt, þar sem að slíkt gerist alltaf þar sem að frelsi er aukið.

Ég hinsvegar mun ekki trúa þeim sem segja að allt fari til fjandans ef að áfengi muni verða selt í búðum. Ég minni á að þessir sömu eða svipaðir aðilar höfðu uppi þessar sömu dómstagsspár þegar sala á áfengi var fyrst leyfið hérna á landi árið 1989. Ég veit ekki betur en að allt þetta fólk hafi haft alvarlega rangt fyrir sér.

Ég ætla að taka það fram að ég drekk ekki áfengi, en mér finnst að það fólk sem vill drekka áfengi og vill kaupa það útúr búð eigi að fá að gera það.

Tengist frétt: Efast um hæfni heilbrigðisráðherrans til að gegna embætti

Þingmaður framsóknarflokks kann ekki að skammast sín

Það er greinilegt að þingmaður framsóknarflokksins kann ekki að skammast sín. Enda er þetta afleiðing vanstjórnunar framsóknarflokksins á þessum málaflokk í mörg ár. En framsóknarmenn sýndu þessum málaflokki eins lítin áhuga og hægt var, helst að framsóknarmenn sýndu þessum málaflokk áhuga þegar þeir voru að finna upp leiðir til þess að blóðmjólka veski fólks sem þarf að nota þjónustu heilbrigðikerfsins og hefur ekki mikinn pening.

Þingmaður framsóknarflokksins hefur þarna gerst sekur um hræsni og hroka sem þekkist aðeins hjá framsóknarsflokki, nema kannski einnig hjá sjálfstæðisflokknum, á tímabilum.

Tengist frétt: Heilsugæslan skuldar birgjum 320 milljónir

Áhrif hnattrænnar hlýnunar koma fram

Í þessari frétt kemur augljóslega fram hvernig áhrif hnattrænnar hlýnunnar koma fram. Hinsvegar er minna talað um áhrin hérna á landi, en nýjar tegundir planta og dýra eru farin að setjast að hérna á landi. Tegundir dýra sem ekki hafa verið hérna áður.

Hið sorglega er sú staðreynd að íslendingar virðast ætla sér að gera sem minnst til þess að menga minna í heiminum, en þjóð sem er 311.000 manns mengar talsvert, þó svo að við teljum ekki í milljón manns. Á höfuðborgarsvæðinu er algengt að sjá marga eina í bílum, á leið í vinnu eða skóla. Slíkt er auðvitað ekkert nema sóun á bensíni og bílnum. Einnig sem að það þarf að laga almennings samgöngur hérna á landi, en eins og staðan er í dag, þá er t.d strætó í molum á höfuðborgarsvæðinu.

Ef eitthvað er, þá mun okkar eigið ábyrgðarleysi verða okkur að falli. Vegna þess að ef við tökum ekki ábyrgð á umhverfi okkar, þá mun engin gera það.

Tengist frétt: Grænland verður sífellt grænna