Smáís hótar barni

Siðleysingjanir hjá Smáís hika ekki við að hóta 15 ára gömlum dreng, sem er samkvæmt lögum ekkert nema barn. Það er greinilegt að það er á dagskrá hjá Smáís að fara í mál við gamalt fólk, börn og aðra. Alveg eins og MPAA og RIAA samtökin í Bandaríkjunum, en þetta er einmitt sá stíll sem er notaður þar í landi. Einnig sem að RIAA hefur farið í málið við fólk sem er dáið og komið undir græna torfu.

Icetorrent lokað í dag eftir að hafa safnað sex þúsund meðlimum

Skráardeilisíðunni icetorrent.net var lokað í dag eftir að eiganda síðunnar barst athugasemd frá Smáís, Samtökum Myndrétthafa á Íslandi. Þrátt fyrir að síðan hafi aðeins verið stofnuð nú um helgina voru tæplega sex þúsund Íslendingar búnir að skrá sig þar sem meðlimir í dag.

Á síðunni var hægt að skiptast á höfundarréttarvörðum skrám, svo sem tónlist, bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Nokkrar slíkar síður hafa skotið upp kollinum síðan torrent.is var lokað með lögbannskröfu í síðustu viku.

Ábyrgðarmaður icetorrent.net var 15 ára drengur, búsettur á landsbyggðinni. Forsvarsmenn Smáís höfðu samband við drenginn og foreldra hans í dag og tjáðu honum að hann yrði að loka síðunni ella yrði gripið til aðgerða.

Foreldrunum var ekki kunnugt um að sonur þeirra héldi úti síðu sem kynni að brjóta í bága við lög og var henni því lokað seinnipartinn í dag.

Ekki munu verða eftirmálar af þessu fyrir drenginn. Hann mun hafa sloppið með tiltal.

Drengurinn útskýrði fyrri Smáís að hann hefði sett þær reglur fyrir síðuna að aðeins yrði leyfilegt að skiptast á erlendum skrám, honum var þá tjáð að það sé ekki síðra lögbrot en að skiptast íslenskum skrám.

Vísir.is

Ég mæli með því að lögbann verði sett á Smáís og framkvæmdastjóranum hent í fangelsi, enda er yfirgangurinn í þeim eitthvað sem á ekki að lýðast í íslensku samfélagi.

Hætta á fleiri jarðskjálftum, hugsanlega stærri

Það virðist sem að vestra gosbeltið sé farið af stað. Þessa stundina með jarðskjálftum sem stærstir hafa orðið 4,3 á ricther. Það er stór spurning hvort að það eigi eftir að koma stærri jarðskjálftar á þessu svæði. En það verður að teljast mjög líklegt miðað við viðvörunina frá Almannavörnum.

Ég ætla mér allavega að fylgjast mjög vel með ástandinu næstu daga og hugsanlega vikur.

Tengist frétt: Almannavarnir vara við frekari jarðskjálftum

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni hjá Hveravöllum

Í nótt og morgun hafa orðið nokkrir jarðskjálftar hjá Hveravöllum, flestir jarðskjálftanna hafa verið undir þrjá á ricther, en það komu einnig tveir jarðskjálftar sem voru tveir á ricther. Í morgun klukkan 08:34 varð jarðskjálfti uppá ML3.2 (á ricther) í sunanverðum Langjökli og er þetta fyrsti jarðskjálftin sem er svona sunnarlega. Hugsanlegt er reyndar að sú staðsetning sé röng.

Hægt er að sjá jarðskjálftana á jarðskjálftagrafinu mínu hérna. Ég reikna með áframhaldandi jarðskjálftavirkni á þessu svæði í dag og hugsanlega næstu daga.

Vegna fyrri færslu

Því miður gerðist það í kvöld að ég var blekktur, kannski af þeim sem að lét mig hafa link á viðkomandi DMCA tilkynningu sem Smáís átti að hafa sent. Kannski var sá sem lét mig fá linkinn blekktur. Sem stendur þá veit ég ekki hvort er. En til þess að koma í veg fyrir rangfærslur og hafa þetta sæmilega rétt, þá ákvað ég að eyða út bloggfærslunni og öllu sem henni tengdist til þess að koma í veg fyrir að fólk færi að vitna rangt í mig. Það er nefnilega það síðasta sem ég vil gera, að fólk hafi rangt eftir mér.

Mér þykir miður að ég skuli hafa haft rangt við í umræddri blogg-færslu (sem ég eyddi) og bið ég lesendur mína afsökunar á því. Ég vona bara að þetta gerist aldrei aftur.

Smáís fær hinsvegar enga afsökunarbeiðni frá mér, þeir eiga hana ekki skilið.

Jarðskjálftahrinan hjá Hveravöllum

Þeir jarðskjálftar sem hafa komið hjá Hveravöllum í dag hafa mælst mjög vel á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með í gangi þessa stundina. Sem stendur hafa ekki komið margir jarðskjálftar, en þeir jarðskjálftar sem hafa komið hafa verið í stærri kantinum. En sá stærsti sem hefur komið fram í augnablikinu nær stærðinni ML4.4 (á ricther). Fastlega má reikna með því að þarna komi fleiri stórir jarðskjálftar, enda virðist þessi jarðskjálftahrina haga sér mjög undarlega miðað við jarðskjálfta sem verða við það að jarðskorpan brotnar á rekbeltinu. Ómögurlegt er að segja til um það hvort að þessir jarðskjálftar eru tengdir eldvirkni á svæðinu, en þarna er eldstöð og er því ekki hægt að útiloka slíkt. En sem stendur er ekkert sem bendir til þess að þarna sé að fara hefjast eldgos.

Tengist frétt: Jörð skelfur við Hveravelli

Jarðskjálfti uppá 4.4 á ricther hjá Hveravöllum

Samkvæmt algjörum frumniðurstöðum úr sjálfvirka mælakerfinu hjá Veðurstofunni þá varð jarðskjálfti uppá ML4.4 (á ricther) hjá Hveravöllum klukkan 15:31.

Jarðskjálftinn kom mjög greinilega fram á jarðskjálftaplottinu mínu hérna. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti hafi fundist, en ég fann hann ekki og er ég staðsettur á Hvammstanga.

Jarðskjálfti uppá 3.8 á ricther hjá Hveravöllum

Samkvæmt sjálfvirku mælakerfi Veðurstofu Íslands þá varð jarðskjálfti uppá ML3.8 (á ricther) að stærð hjá Hveravöllum klukkan 14:13. Þessi jarðskjálfti hefur væntanlega ekki fundist vegna fjarlægðar frá byggð. Dýpi jarðskjálftans var rúmlega 1 km. Nokkrir forskjálftar komu fram á undan stóra jarðskjálftanum, reikna má með að það verði talsvert um eftirskjálfta í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Jarðskjálftinn kemur vel fram á sjálfvirka mælaplottinu mínu, það er hægt að skoða hérna.

RIAA óttast Harvard

Það virðist sem að RIAA óttist Harvard eftir að Harvard sagði þeim að pilla sér í burtu með sínar lögsóknir og hótanir um lögsóknir. Hérna er bútur úr fréttinni um þetta mál.

RIAA hits top US schools. But not Harvard

p2pnet news | RIAA News:- Warner Music, EMI, Vivendi Universal and Sony BMG’s RIAA targeted several Ivy League universities in its latest “initiative,” as their RIAA calls it as it continues to wreak havoc in universities up and down up and down America.

InformationWeek notes that among them are Columbia University, Duke University, Dartmouth College, University of Pennsylvania, Yale, Princeton, and Brown University.

But what it doesn’t note is the fact that missing, significantly, is Harvard.

Or as Ray Beckerman puts it on Recording Industry vs The People, this latest anti-college round, “targets 7 out of 8 Ivy League schools, but continues to give Harvard University a wide berth”

Restina af fréttinni er hægt að lesa hérna.

Hérna er það sem Harvard sagði við RIAA þegar þeir sögðu þeim að hypja sig í burtu.

But that’s not the case. In fact, to the contrary, “take a hike,” Charles Nesson, William F. Weld professor of law, Harvard Law School, and founder and faculty co-director, Berkman Center for Internet & Society; and John Palfrey, clinical professor of law and executive director, the Berkman Center, told the Big 4’s RIAA attack dogs.

They stated:

This Spring, 1,200 pre-litigation letters arrived unannounced at universities across the country. The RIAA promises more will follow. These letters tell the university which students the RIAA plans on suing, identifying the students only by their IP addresses, the ‘license plates’ of Internet connections. Because the RIAA does not know the names behind the IP addresses, the letters ask the universities to deliver the notices to the proper students, rather than relying upon the ordinary legal mechanisms.

Universities should have no part in this extraordinary process.

Það væri kannski ráð að fá Harvard hingað til lands og segja Smáís og Stef að pilla sér í burtu.

Undarlegt jafnrétti

Mér þykir það undarlegt jafnrétti ef ekki er hægt að vinna að því. Heldur þarf að þvinga því að fólki með undarlegum lagasetnum og kröfum. Í mínum huga er slíkt ekki jafnrétti, heldur eitthvað allt annað.

Hérna er smá bútur úr frétt sem má finna á Rúv.is

„Jafnrétti næst ekki án þvingunar“

Reynslan hefur sýnt að jafnréttið fæst ekki án þvingunarúrræða. Þetta segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Hún segir frumvarp til jafnréttislaga sem veitir stofunni heimild til að beita fyrirtæki dagsektum, framfylgi þau ekki úrskurði kærunefndar jafnréttismála, tilkomið af illri nauðsyn.

Restina af þessari frétt er hægt að lesa hérna.

Það læðist að mér sá grunur að þetta sé ekki af illri nauðsyn, heldur er hérna um að ræða eitthvað allt annað. Og mig grunar að það sé ekkert gott. Vegna þess að svona jafnrétti er ekki neitt jafnrétti í raun. Heldur er hérna er um að ræða annað form mismununar, nema að núna fer að halla á karlmenn og konur sem ekki eru sammála þessum öfga-feminstum.

Kvikmyndafyrirtækin kúga internetþjónustuaðila

Það er greinilegt að siðlausum framkvæmdarstjórum kvikmynda og tónlistariðnaðarins hefur tekist að kúga franska internetþjónustuaðila til hlýðni. Það má alveg reikna með því að ef að þetta verði að raunveruleika að alvarlegir hlutir munir gerast fyrir þá sem standa að þessum samtökum sem ætla sér að stjórna internetinu eins og þeim sýnist. En misnotkun kvikmyndaframleiðenda og tónlistarframleiðenda hefur hingað til farið frekar lágt í dag og hefur ekki verið mikil umræða um siðleysi höfundarréttarsamtaka, sem oft á tíðum neyða höfunda til þess að semja af sér rétt til þess að stjórna sýnum kvikmyndum og tónlist sjálfir (sbr, Stef sem krefst þess að höfundar láti Stef sjá um öll þeirra höfundarréttarmál og þar með ráða höfundar ekki hvað gert er við sín verk).

Framtíðarhorfunar í P2P samskiptum eru þessar í dag, það eru allir að skipta yfir í dulkóðun þannig að ekki sé hægt að sjá á það sem fólk er að ger. Þetta skref hefur nú þegar verið tekið í torrent tækninni þar sem öll samskipti á milli notenda eru orðin dulkóðuð, þetta gildir um flest torrent forrit sem eru í boði. Svo sem Azureus og uTorrrent.

Hérna er önnur frétt um þetta sama mál.

French record industry, ISPs in entente to boot off file-sharers

Tengist frétt: Frakkar grípa til aðgerða gegn ólöglegri dreifingu efnis á netinu