Skjár einn og auglýsingar

Hvað hefur skjár einn mörg auglýsingahlé í einum 40 mínóta þætti ? Ég er búinn að horfa á uþb 35 mín af þættinum House á Skjá einum og ég er búinn að telja sex auglýsingahlé, þar af tvö sem eru uþb 4m30sec að lengd, hin eru uþb 3 mín að lengd og eitt sem er innan við tvær mín að lengd. En ég tek það fram að ég sá ekki þáttin frá byrjun, en góðan hlut af honum. Og auglýsinganar á milli þátta virðast vera einstaklega löng (lengri en 10 mín).

Þær erlendu sjónvarpstöðvar (ég er með gervihnattadiska) sem ég næ og eru ókeypis og þar eru ekki svona gífurlega mörg auglýsingahlé inní þáttum. Og þar eru ekki svona löng auglýsingahlé á milli þátta.

Þetta gerir það að verkum að það er einstaklega leiðinlegt að horfa á Skjá einn, þar sem maður sér meira af auglýsingum en sjónvarpsþáttunum á Skjá einum.

Jarðskjálfti hjá Geysi

Samkvæmt sjálfvirku jarðskjálftayfirliti Veðurstofunar þá varð jarðskjálfti uppá ML3.6 (á ricther) klukkan 12:47, fjöldi eftirskjálfta hefur komið í kjölfarið. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

3G vs wlan

Það er mikill munur á 3G kerfum og wlan. Munurinn liggur í því að 3G kerfið er farsímakerfi en wlan er þráðlaust staðarnet, en þráðlausu staðarnetin eru hönnuð til þess að bera gögn og tilheyra 802.11 staðlinum (a/b/g/n osfrv) en 3G tilheyrir GSM staðlinum, en 3G er kynslóðarnafnið á GSM, en venjulegt GSM kerfi er 2G (2.75G er notað, það er EDGE, annars er notað 2.5G sem er GPRS).

Vodafone hefur því rétt fyrir sér þegar þeir segja að 3G sé ekki sambærilegt við „hot spot“ (wlan) kerfið hjá þeim. Enda er munurinn mikill á þeim kerfum. Ég tek það þó fram að í nýjustu útgáfu af 3G, þá útgáfu 6 af 3G staðlinum, þá eru þeir búnir að fella wlan inní hann. Þannig að símar sem keyra á útgáfu 6 af 3G geta notað wlan kerfi samhliða venjulegum 3G kerfum. Ég veit hinsvegar ekki hvort að gsm símar með útgáfu 6 af 3G eru komnir á markað hérna á landi, en hinsvegar er hægt að fá 3G síma með wlan möguleika, en sá möguleiki er hinsvegar eingöngu hugsaður fyrir gagnaflutning, frekar en talsamband.

Tengist frétt: Þráðlaus bæjarfélög