Bótakerfi dauðans

Eins og þessi frétt ber með sér, þá eiga öryrkjar ekki að hafa neinar aðrar tekjur en þær sem koma frá Trygginastofnun. Allt annað er skorið af þeim og helst dæminu snúið þannig að viðkomandi þurfi að borga með sjálfum sér til Tryggingastofunar.

Ef það er eitthvað sem núverandi örorkukerfi gerir er að koma í veg fyrir atvinnuþáttöku öryrkja og einangra þá félagslega. Ég sem öryrki legg ekki í það að vinna, ég gæti nefnilega endað að tapa meiru en að græða á vinnunni. Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að ef að öryrki vinnur í lóttó,veri það Víkingalottó eða bara hið Íslenska lottó þá telst það sem tekjur og þá verða bætur viðkomandi skertar krónu fyrir krónu í hlutfalli við vinningin, en hlutfallið er 1:1 í þessu tilfelli og væntanlega örlítið meira þegar skattar teljast inní þetta.

Mér telst til að það sé ömurlegt að vera öryrki og aldraður einstaklingur á Íslandi í dag. Ég mæli með að við tekjutengjum tekjur alþingsmanna og ráðherra á sama hátt og tekjur öryrkja og aldraðara eru tekjutengdar í dag. Ég er alveg vissum að þeir yrðu ánægðir með það, eftir allt saman, þeir fundu þetta kerfi upp.

Tengist frétt: Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys

Öskugos

Í eldfjöllum eins og Kelud eldfjalli í Indónesíu verða öskugos, ekki hraungos og eru þannig eldgos margfalt banvænni en venjuleg flæðigos. Íslendingar þekkja ekki mikið til svona öskugosa, en þau verða ekki oft hérna á landi. Frægustu dæmin hérna á landi eru öskugos í Öskju á 19 öldinni (og fyrr) og öskugos í Öræfajökli á 13 og 15 öld. Einnig öskugos í Eyjafjallajökli á 17 og 19 öld. En Eyjafjallajökull og Öræfajökli eru keilur, alveg eins og flest eldfjöll í Indónesíu.

Hérna eru upplýsingar um Kelut eldfjallið á Jövu. Hafi fréttamaður haft nafnið rétt.

Tengst frétt: Ef ljósin eru slökkt og talað lágt mun fjallið ekki gjósa