Ópíum andans

Trú er ekkert nema ópíum andans þegar nánar er skoðað. En trúin er uppfull af fyrirheitum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Eins og öll fíkniefni þá fylgir trúnni góður skammtur af blekkingum og lygum. Stærsta lygin í þessum lygapakkanum sem fylgir trú er sú lygi að það sé til guð, sem bæði er allsgóður og fylgist með manni og verndar mann og allt þitt. Þó svo að í raunveruleikanum þá er hver og einn einstaklingur í raun óvarin fyrir náttúrinni, fyrir utan þær varnir sem við höfum þróað með okkur með rúmlega 700 milljón ára þróun lífs á Jörðinni.

Í þessum lygapakka trúardópsins er margt að finna. Eins og þá lygi að guð hafi skapað heiminn og allt sem í honum er og í dag er ennþá til fólk sem afneitar vísindalegum rannsóknum á grundvelli trúarinnar. Og þá gildir einu hversu vel vísindamenn hafa unnið sína vinnu, orð trúarinnar er sterkara að mati trúaðra sem taka orð í biblíunnar svo alvarlega að þeir sjá ekki sína eigin fíkn í blekkingar. En áhrifin af þessu trúardópi enda ekki bara þarna. Áhrifin telst einnig í persónum sem deyja vegna þess að þeirra trú hreinlega kemur í veg fyrir að fólk leiti sér læknisaðstoðar, vegna þess að trúardópið þeirra bannar þeim að gera slíkt. Og þó eru ekki nein rök sem falla að þessu, heldur er hérna aðeins um að ræða túlkanir sem voru gerðar við stofnun viðkomandi trúarhóps eða eiga sér rætur í ákvarðanatökur fárra manna sem stjórna viðkomandi trúarhópum í krafti heilagsleika sína, sem auðvitað er enginn. Viðkomandi er alltaf misjafnlega fær svikahrappur og lygari. Dæmi um það að fólk hafi dáið vegna túlkana trúarlegra leiðtoga þeirra á bók sem viðkomandi trúarhópur telur heilagur koma reglulega upp í fjölmiðlum, sérstaklega þá í erlendum fjölmiðlum, en sem betur fer hefur lítið verið um slík tilvik hérna á landi.

Trúardópi andans fylgir einnig ofbeldi, hatur og annar ófögnuður. Á síðustu 2000 árum sem kristnin kom fram hefur fjöldinn allur af styrjöldum farið fram í nafni kristinnar trúar. Einnig hefur fjöldinn allur af krossferðum verið farinn í nafni kristinnar trúar, ein krossferðin gekk útá það að senda börn í meira en 2000 km ferðalag til borga sem voru heilagar að matri kristinna höfðingja. Kostnaður í mannslífum hefur einnig átt sér stað í minni söfnuðum sem telja sig hafa fundið sannleikan í gegnum andlegt dóp, en það hefur oft endað þannig að þeir sem stjórna þeim trúarsöfnuðum hafa fyrirskipað fjöldasjálfsmorð fólks vegna þess að sannleikan var að finna í dauðanum, þar sem að hann hafði ekki fundist í lífinu. Sagan er full af svona dæmum á 20 öldinni og því miður eiga eftir að verða fleiri svona dæmi þar sem að trúardópið fær að vaða uppi í þjóðfélaginu án þess að nokkur manneskja geri athugasemdir við það. Og gjörsamlega hunsar kostnaðin sem þetta trúardópið veldur. Dæmin um ofbeldið eru fleiri og í fleiri trúarhópum sem hafa önnur markmið, en alltaf kemur sama trúardópið við sögu.

Aðrar afleiðingar þessa trúardóps eru skert mannréttindi, en hópar fólks sem tilheira sama trúarhópnum hafa oft komið í veg fyrir að fólk geti stjórnað því hvernig það vill haga sínu lífi. Sem dæmi má nefna að trúarhópar hafa vaðið uppi með lygum og blekkingum gagnvart fóstureyðingum, samkynheigðum og fleiri hópum í þjóðfélaginu. Stundum er hatur þessa fólk svo mikið að það hikar ekki við að drepa, vegna þess að það telur sinn góða guð gefa því skipum um slíkt. En slíkt er algengt fyrir fólk sem er orðið ruglað á dópi, það telur sig taka við skipunum frá verum annarstaðar frá. Sem oftar en ekki segja þeim að gera hræðilega hluti.

Einnig hefur trúin afrekað það að hægja á vísindum sem nemur rúmlega 1500 árum, hugsanlega meira. En kristin trú og aðrir trúarhópar höfðu kerfisbundið komið í veg fyrir vísindalegar rannsóknir, þar sem að þær samræmdust ekki því sem stóð í þeirra guðs bók. En heimur marga trúmanna er ófrávíkjanlegur og óbreitanlegur að þeirra mati, vegna þess að í þeirra trúarriti stendur svo og ekkert eigi eftir að breyta því. Ekki einu sinni náttúran sjálf.

Trú eins og annað dóp á að banna á grundvelli almannahagsmuna, en trú snýst ekki um frelsi og hefur aldrei gert. En í trúardópinu er ekkert frelsi að finna, aðeins blekkinginuna um frelsi. En trúmenn telja sig frjálsa vegna þess að í raun eru þeir svo bundnir af trúnni að þeir ljúga að sjálfum sér og telja sig frjálsa. En trúin bindur fólk í hlekki fáfræði, haturs og hættulegra lífshátta þar sem bannað er að efast um skipanir höfðingjanna og hins tilbúna guðs sem ekki er til og hefur aldrei verið til.

Ef að trúarbrögð hefðu verið að koma fram í dag, þá hefðu þau verið umsvifalaust verið bönnuð vegna þess að þau eru hættuleg. En aftur á móti er það staðreynd að trúarbrögðin komast upp með þessa vitleysu í krafti hefðarinnar. En trúarbrögðin hafa hefðarstöðu í þjóðfélaginu og fá þessvegna að vera í friði að mestu leiti. Mitt mat er hinsvegar það að trúarbrögð eru hefð sem mannkynið getur alveg verið án.

Tengist frétt: Þáði ekki blóð og lést af barnsförum