Eftirskjálftar í Chile

Frá því að jarðskjálfti uppá 7.7Mw (á ricther) varð klukkan 15:40 þann 14 Nóvember 2007 hafa orðið nokkrir eftirskjálftar, sá stærsti var 5.7mb (á ricther) en aðrir eftirskjálftar hafa verið í kringum 5 á ricther. Samkvæmt fréttum þá olli aðal-jarðskjálftinn miklum skemmdum og allavega ein manneskja hefur dáið og yfir 100 manns slasast í kjölfarið á honum.

Reikna má með talsverðum fjöld af eftirskjálftum á þessu svæði næstu daga og vikur.

Tengist frétt: Öflugur jarðskjálfti í Chile