Undarleg réttlæting framkvæmdastjóra Lögreglusambands Íslands

Mér finnast þessi ummæli formanns Lögreglusambands Íslands vera undarleg og í raun stórhættuleg. Þar sem að honum finnst ekkert að því þó svo að fólk láti lífið útaf svona teaser byssum sem um er að ræða í þessari frétt á vísir.is. Það er sannað mál að fólk þarf ekki að vera í „annarlegu“ ástandi til þess að láta lífið útaf svona byssum, þar sem það er staðreynd að rafmagn getur valdið hjartastoppi hjá heilbrigðu og hraustu fólki.

Eitt vinsælasta myndskeiðið á YouTube sýnir lögreglumenn á alþjóðlegum flugvelli í Vancouver beita slíku tæki gegn manni með þeim afleiðingum að hann lætur lífið. Steinar segir að sér sé kunnugt um það að menn hafi látið lífið þegar slíkum tækjum hafi verið beitt. „En þær upplýsingar sem ég hef benda til þess að það hafi verið vegna samverkandi þátta. Þeir sem létust voru í einhverju óeðlilegu ástandi,“ segir Steinar.

Mér þykir margt benda til, sérstaklega í ljósi þessara ummæla að maðurinn sé ekki starfi sínu vaxin og sé góðan spotta frá því að vera starfi sínu vaxin. Þess má einnig geta að núna er Lögreglan á Íslandi orðin tvísaga, fyrr á árinu þá fullyrti Lögreglan þegar þeir vildu fá þessar rafmagnsbyssur að engin hefði látið lífið, þó svo að augljóst var að Lögreglan vissi betur.

Þörfin fyrir kynlíf

Allir hafa þörf fyrir að lifa kynlífi. Flest okkar reyna að stunda kynlíf á náttúrlegan máta og án þess að brjóta á nokkurri manneskju. Það eru hinsvegar glæpahópar sem stunda mannsöl og neyða konur til þess að stunda vændi. Slíkt þekkist í Evrópu og hefur Interpol og lögreglan í Evrópskum löndum staðið sig ágætlega í því að uppræta slíka glæpastarfsemi. Enda er þessi gerð af glæpastarfsemi litin alvarlegum augum af lögregluyfirvöldum í þessum ríkjum.

Þessu á samt ekki að rugla við það þegar konur bjóða kynlíf til sölu sjálfviljugar og án þvingunar. Enda er það augljóst að slíkt er ekki mannsal eða verið að neyða konur til þess að stunda kynlíf. En konur, alveg eins og karlar hafa löngun til þess að stunda kynlíf. Sumar konur ákveða að taka greiðslu fyrir það að stunda kynlíf með einstaklingum, hvort sem að þeir eru karlar eða konur.

Skoðanir Vinstri Grænna koma ekkert á óvart í þessum efnum, enda virðist flokkurinn vera kominn með ofuráhuga á því að stjórna hvað fólk er að gera og með hverjum á hverjum tíma. Þessi hegðun hjá þeim er farinn að jaðra við að vera fasísk í hugmyndafræði, slíkt er auðvitað stórhættulegt. Enda hefur það sýnt sig í gegnum söguna að svona stjórnsemi stoppar ekkert við svona hluti, þegar þeir eru komnir undir hælin á stjónvöldum. Þá er bara eitthvað annað tekið fyrir og ný afsökun notuð.

Tengist frétt: Þeir sem áhuga hafa geta fundið vændi

Kúgun kvenna í Saudi Arabíu

Fyrir ekkert svo mörgum árum þá fór Kolbrún Halldórsdóttir í ferðalag til Saudi Arabíu til þess að taka þátt í þingfundi þingkvenna. Með því að mæta á þennan þingfund, þá var Kolbrún Haldórsdóttir þingmaður Vinstri Grænna að taka undir kúgun kvenna í Saudi Arabíu. En konur í Saudi Arabíu eru næstum því réttlausar og lagaleg staða þeirra er mjög slæm í dag og hefur lítið lagast undanfarin ár.

Umrædd frétt er fengin af Vísir.is

Fórnarlamb hópnauðgunnar hlaut fangelsisdóm

Áfrýjunardómstóll í Saudi-Arabíu hefur tvöfaldað fjölda svipuhögga og bætt fangelsisvist við refsingu til handa fórnarlambi hópnauðgunnar þar í landi. Stúlkan var upphaflega ákærð fyrir brot á lögum landsins um aðskilnað kynjanna en hún var farþegi í bifreið manns sem ekki er skyldur henni er hópnauðgunin átti sér stað.

Hin 19 ára gamla stúlka tilheyrir shia-minnihlutanum í landinu og henni var hópnauðgað af 7 mönnum í austurhluta landsins fyrir hálfu öðru ári síðan en þeir tilheyra sunni-meirihluta landsins. Mennirnir voru á sínum tíma dæmdir sekir um athæfið og hlutu eins til fimm ára fangelsisdóma. Samkvæmt lögum má beita dauðarefsingu við nauðgun í Saudi-Arabíu

Áfrýjunardómstólinn kemst að þeirri niðurstöðu að stúlkan hafi ætlað sér að hafa áhrif á framgang réttvísinnar með því að áfrýja máli sínu. Af þeim sökum var hún dæmd til að þola 200 svipuhögg í stað 90 og sæta þar að auki sex mánaða fangelsisvist. Samtímis ákvað áfrýjunardómstóllinn að tvöfalda fangelsisdóma þeirra sem stóðu að nauðguninni.

Lögmaður stúlkunnar var dæmdur frá málinu, hann hefur misst lögfræðiréttindi sín og þarf væntanlega sjálfur að sæta dómsmáli fyrir að hafa varið hana.

Vísir.is

Tveir stórir eftirskjálftar

Í gær urðu tveir stórir eftirskjálftar í Chile með nokkuramínótu millibili. Fyrri eftirskjálftinn var Mw6.1 (á ricther) að stærð, sá seinni var Mw6.8 (á ricther) að stærð. Einnig sem það hafa orðið eftirskjálftar frá 5 á ricther og uppí 6 á ricther. Þessir stóru eftirskjálftar hafa valdið talsverðum skemmdum á því húsnæði sem hafði staðið uppi eftir aðaljarðskjálftan. Samkvæmt fréttum þá hefur gífurlegur fjöldi fólks orðið heimilslaus í kjölfarið á þessum jarðskjálftum, en ríkisstjórn Chile hefur núna hafið flutning á neyðarvistum til þeirra svæða sem orðið fyrir áhrifum af þessum jarðskjálftnum.

Hérna eru fréttir frá jarðskjálftasvæðinu.

Chile rattled by big aftershocks

Tengist frétt: Harður eftirskjálfti í Chile