Munu íslensku símafyrirtækin bjóða uppá Femtosellur ?

Ný farsímatækni er að líta dagsins ljós í ár. En sú tækni byggir á því að fólk setur upp litla farsímasenda upp heima hjá sér, þetta er sérstaklega hentungt ef að slæmt merki er til staðar fyrir gsm símana. Umrædd tækni kallast femtocell. En það er farsímasendir á stærð við venjulegan router sem er tengdur við internetið til farsímafyrirtækisins, á Íslandi gæti það verið Síminn eða Vodafone eða bara eitthvað annað farsímafyrirtæki. Þetta virkar þannig að femtosellan áframsendir merkið frá farsímanum yfir internetið til farsímafyrirtækisins sem áframsendir síðan merkið til þess aðila sem var verið að hringja í. Femtosellur geta verið 2G (GSM) eða 3G, þannig að hægt er að fá femtosellur sem virka með farsímum sem geta ekki tekið á móti 3G merki.

Þessi tækni mundi henta mjög vel hérna á landi. Sérstaklega í sveitum landsins þar sem ekki borgar sig fyrir símafyrirtækin að koma upp dýrum farsímasendum og þar sem að farsímasamband er slæmt á sveitabæjum.

Hérna fyrir neðan eru upplýsingar um femtosellur.

Femtocell
Home cells signal mobile change
Oyster 3G™ home access femtocell