Hroki, dónaskapur og lygar Smáís og annara samtaka útgefenda og dreifingaaðila

Ég á ekki orð yfir þann hroka og þá lygamaksínu sem Smáís, Stef og önnur samtök útgefenda standa í þessa dagana. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök virðast komast upp með að koma með hvaða tölur sem er útúr rassgatinu á sér án þess að þurfa að sanna þær, hvort sem er með rannsóknum eða öðrum heimildum. Og þá ég ekki við heimildir MPAA eða RIAA vegna þess að það hefur sannast að þær tölur eru kjaftæði [2] [3] [4]. Og eins og sést hefur, þá hafa Smáís og Stef tekið upp siði MPAA, RIAA og eru orðnir ótýndir lygarar. Ég ætla einnig að minna á þá staðreynd að Stef stelur af tónlistarmönnum og gerir það án þess að skammast sín.

Ég mæli með því að Smáís, Stef og aðrir hoppi uppí rassgatið á sjálfum sér og haldi sig þar.

Áhrif lögbannsins á torrent.is

Áhrif lögbannsins á torrent.is verða þessi. Enginn.

Það mun bara koma upp ný vefsíða með öðru nafni sem mun taka við af torrent.is, en reikna má með að vefsíðan torrent.is sé dauð um alla framtíð. En aftur á móti má búast við það að torrent vefsíðum á Íslandi mun fjölga í kjölfarið. Sem stendur þá er ég ekki að sjá neina breytingu á umferð um rix, hvort að það hafi orðið breyting á umferð um rix ætti að skýrast á næstu tveim tímum.

Tengist frétt: Lögbann staðfest og Torrent vefnum lokað

Lögbann sett á torrent.is

Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur sett lögbann á vefsíðuna torrent.is og er hún núna niðri. Hérna er frétt vísir.is um málið.

Verður að loka torrent.is

Sýslmaðurinn í Hafnarfirði hefur fallist á lögbannsbeiðni á starfsemi skráardeilingarsíðunnar torrent.is sem nokkur höfundarréttarsamtök lögðu fram fyrr í dag.
Það voru Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Samtök tónlistarrétthafa og Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda sem fóru fram á lögbannið á vefnum og var eigandi torrent.is., Svavar Lúthersson, kallaður til yfirheyrslu hjá sýslumanninum í Hafnarfirði í morgun vegna þessa.

Sýslumaðurinn féllst svo á það að loka ætti vefnum og hafði eigandinn frest til hálffjögur til þess að gera það. Það hefur hann þegar gert. Sýslumaður féllst hins vegar ekki á kröfu höfundarréttarsamtakanna um að tölvurnar sem notaðar eru í tengslum við torrent.is yrðu gerðar upptækar á meðan málið er fyrir dómi.

Höfundarréttarsamtökin verða svo að höfða staðfestingarmál vegna lögbannsins fyrir dómi innan viku en þar reynir einnig á efniskröfur samtakanna. Þau saka eiganda torrent.is um að auðvelda og stuðla að höfundarréttarbrotum með því að heimila skráarskipti á torrent.is. Brotin snúi að ólöglegu niðurhali á sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum, tónlist og innlendum og erlendum kvikmyndum sem séu höfundaréttarvarin.

Vísir.is

Smáís dreyfir áróðri og blekkingum

Smáís stendur ennþá í sínu drullukasti eins og venjulega. Núna hefur þetta drullukast leitt til þess að eigandi torrent.is hefur verið yfirheyrður af lögreglunni. Smáís kennir niðurhali um minnkandi sölu á dvd hérna á landi, alveg eins og móðursamtök þeirra MPA (hluti af MPAA) gera. En gleyma því (eða hunsa viljandi) þeirri verðlagningu sem er á dvd hérna á landi. Einnig sem að Smáís virðist ekki detta það til hugar að fólk sé að kaupa dvd diska erlendis frá, á lægra verði en gerist hérna á landi.

Tengist frétt: Eigandi Torrent yfirheyður

Yfirgangur Bandarískra stjórnvalda

Þetta hérna er gott dæmi um yfirgang Bandarískra stjórnvalda í garð Íslands og íslenskra fyrirtækja. En eins og allir vita þá er Ísland ekki eina ríkið í Evrópu sem er með flug til Kúbu, eini munurinn sem ég veit um er að Bandaríkin hafa hingað til ekki gert athugasemdir við önnur Evrópuríki (raunin gæti reyndar verið önnur án þess að ég viti af því).

Ísland er ekki með viðskiptabann í gildi gagnvart Kúbu, þangað til að það breytist þá hafa Bandaríkin lítið með að gera athugasemdir við þessi viðskipti og flug.

Tengist frétt: Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga

Fáránlegt bann á dýrum

Á Íslandi gildir fáránlegt bann gegn ákveðnum hópi dýra. En sú dýrategund sem um ræðir hérna eru skriðdýr hverskonar. Þá er átt við eðlur, snáka og skjaldbökur og fleira í þeim dúr. Einnig sem að ákveðin gerð af skordýrum er bönnuð hérna á landi. Í lögum um þessi dýr þá er ekki tekið tillit til þess hvort að dýrin eru banvæn eða ekki. Þau eru bara bönnuð án nokkrar ástæðu og raka. Ástæður fyrir þessum banni má rekja til þess að sínum tíma þá vissu Íslendingar afskaplega lítið um þessi dýr, og í staðinn fyrir að nálgast málið með skynsömum hætti á sínum tíma. Þá var ákveðið að banna öll þessi dýr á einu bretti. Þó svo að augljóst má vera að þessi dýr hvorki þrífast eða geta lifað útí náttúrunni hérna á landi.

En öll dýr með kalt blóð þurfa vel yfir 20 gráðu hita bara til þess að getað hreift sig. Og stóran hluta af árinu er alltof kalt til þess að þessi geti gert nokkuð af sér, þó svo að þau sleppi út.

Korn snákur er rándýr eins og allir snákar, en ekki eitraður.

Það er kominn tími til þess að lögum um bann á innflutningi á skriðdýrum verði breytt og dýrahald á skriðdýrum verði leyft. Þessi lög eru steingervingar og hafa lítið með raunveruleikan að gera.

Tengist frétt: Snákur finnst við húsleit á Egilsstöðum