Aukning á jarðskjálftum síðasta klukkutíman

Síðasta klukkutímann þá hefur orðið talsverð aukning á mjög litlum jarðskjálftum, en minnstu jarðskjálftanir sem mælst hafa samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofunar hafa verið að fara niður í ML0.2 (á ricther) að stærð. Hugsanlegt er að í nótt komi fram jarðskjálftar sem verða þrír á ricther eða stærri, en það er einnig hugsanlegt að ekkert gerist í nótt.

Ómögulegt er að segja til um nákvæmlega hvernig svona jarðskjálftahrinur haga sér, en það má alveg búast við jarðskjálftavirkni þarna næstu daga og vikur. Og jarðskjálftum sem ná alveg þrír á richter, einnig er hugsanlegt að þarna komi fram stærri jarðskjálftar en þrír á ricther. Þó svo að það sé ólíklegra heldur en hitt.

Tengist frétt: Enn skelfur jörð á Selfossi

Nýjir jarðskjálftar hjá Selfossi

Klukkan 21:40 og 21:41 komu tveir jarðskjálftar sem voru sæmilega stórir fram á mælanetinu hjá mér. Klukkan 21:51 kom fram einn jarðskjálftinn í viðbót. Stærð jarðskjálftans sem varð klukkan 21:40 var ML3.0 (á ricther) að stærð samkvæmt sjálfvirku mælakerfi Veðurstofunnar. Jarðskjálftanir sem komu á eftir voru líklega eitthvað minni að stærð.

Erfitt að segja til um forboða stærri jarðskjálfta

Vegna eðli jarðskjálfta og miðað við hversu ólíkir og ólíkar jarðskjálftahrinur geta verið. Þá er mjög erfitt að segja til um það hvort að hrinan sem kom í dag og kvöld sé fyrirboði stærri jarðskjálfta. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá. En sé saga Suðurlandsbrotabeltisins höfð til hliðsjónar þá er ekki ólíklegt að það sé komið að stórum jarðskjálfta. En sú spennulosun sem hófst með suðurlandsjarðskjálftunum árið 2000 er ekki lokið, þó svo að ekki hafið komið jarðskjálftar í sjö ár núna. En heildarspennulosun á Suðurlandsundirlendinu getur tekið allt að þrettán ár að losna út, en stundum tekur það ekki nema sex mánuði. Í öllum tilvikum þá koma jarðskjálftar sem eru Ms5.5 til Ms7.0 (á ricther) að stærð, en stærð jarðskjálftana veltur á staðsetningu þeirra. Jarðskjálftar sem verða austar (nær Heklu og Eyjafjallajökli) í suðurlandsbrotabeltinu verða jafnan stærri en jarðskjálftar sem eru vestar í því. En stærð jarðskjálftana ræðst fyrst og fremst að þykkt og hversu seig jarðskorpan er.

Tengist frétt: Skjálftahrinan á Selfossi ekki talin fyrirboði um stærri skjálfta

Fjöldi eftirskjálfta hefur komið fram

Frá því að tveir stærstu jarðskjálftanir urðu, þá hefur fjöldi lítilla eftirskjálfta komið fram. Samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofnunar þá eru stærðir þessa atburða frá 0.5ML uppí ML2.1 (á ricther) að stærð. Fastlega má reikna með eftirskjálftum eitthvað fram eftir kvöldi, hinsvegar er erfitt að fullyrða að það verði raunveruleikinn, þar sem að svona jarðskjálftahrinur geta verið með öllu óútreiknanlegar ef að svo ber undir.

Tengist frétt: 3,5 stiga jarðskjálfti norðan við Selfoss

Jarðskjálftahrinan hjá Selfossi

Í dag klukkan 13:00 hófst jarðskjálftahrina hjá Selfossi, framan af degi var eingöngu um smáskjálfta að ræða. Þá jarðskjálfta sem voru á stærðarbilinu 0.0 til 1.5 á ricther, ekki var um marga jarðskjálfta að ræða og lá hrinan niðri í marga klukkutíma í dag. En það var ekki fyrr en klukkan 18:48 í kvöld að jarðskjálftahrinan tók kipp með jarðskjálfta sem hugsanlega var nálægt því að vera ML4.0 (á ricther) að stærð. Það er stór spurning hvort að þessir jarðskjálftar séu forboði stærri jarðskjálfta, á þessari stundu er mjög erfitt að spá í það. En það gæti breyst mjög fljótlega.

Jarðskjálftinn sem er með stærðina ML4.0 (á ricther) er líklega staðsettur vitlaust af sjálfvirka mælakerfinu hjá Veðurstofunni. Hann varð líklega í nágrenni Selfoss eins og aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu.

Hægt er að sjá jarðskjálftana á jarðskjálftaplottinu mínu hérna.

Tengist frétt: Fjölda smáskjálfta vart á Selfossi

Jarðskjálftahrina hjá Selfossi (líklega!)

Þessa stundina er stór jarðskjálftahrina farin af stað á suðurlandsundirlendinu, stærstu jarðskjálftanir hafa verið að mælast 4.0 á ricther. Margir eftirskjálftar frá 2.5 uppí 3.5 (ágiskun) hafa einnig mælst í kjölfarið. Þessir jarðskjálftar sjást vel á jarðskjálftaplottinu mínu hérna.

Ég mun uppfæra þennan póst eftir því sem hægt er, eða koma með nýjar upplýsingar í öðrum pósti eftir því sem hægt er.

Að vera með Aspeger heilkenni

Ég er einstaklingur með Aspeger heilkenni. Reyndar mjög vægt tilfelli af aspeger heilkenninu en samt sem áður þá er það samt til staðar hjá mér. Aspeger heilkenni er ákveðin tegund af einhverfu, sumt fólk með aspeger heilkenni verður mjög einangrað frá umhverfi sínu á meðan aðrir geta blandast inní það án vandræða. Annað einkenni aspegers heilkennis, eins og kemur fram í þessari frétt er sú staðreynd að einstaklingar með aspeger eiga í vandræðum með að tengjast félagslegum böndum við fólk. Sumum gengur betur en öðrum að tengjast félagslegum böndum við einstaklinga og hópa. Mín reynsla er að mér gengur oftast ágætlega að kynnast fólki, en á öðrum tímum er það bara ein hörmungin eftir aðra. Einnig sem að fólki með aspeger heilkenni gengur yfirleitt mjög illa á ná sér í kærustu eða kærasta og er ég engin undantekning á því og er búinn að vera einn alla mína tíð á því sviði. Ég hef ekki hugmynd hvort að það breytist hjá mér á næstunni, maður getur svo sem vonað.

Í dag leigi ég bara sjálfur og hefur það gengið vel hjá mér, sá aðili sem fréttin fjallar um hefur kannski önnur vandamál og á hugsanlega erfiðara með að sjá um sig sjálfur en ég, þó svo að við séum báðir með aspeger heilkenni. Ég vona bara að viðkomandi geti flutt að heiman og farið að búa sjálfur, það eiga allir nefnilegarétt á því, fatlaðir sem ófatlaðir.

Tengist frétt: Vill sjá soninn búa einan

Hægur dauðdagi krónunnar

Núverandi ástand á gjaldmiðli Íslendinga er óviðunandi. Sérstaklega í ljósi þess að þau fyrirtæki sem sitja föst með krónuna tapa á þessum endalausum sveiflum, þar sem erfitt er fyrir þau að áætla hagnað milli ársfjórðunga þegar gjaldmiðilinn er svona óstöðugur. Þetta gildir auðvitað um fyrirtæki sem fá tekjur sínar í erlendri mynt, hvort sem um er að ræða USD eða EUR.

Ofan á þetta má bæta við þeirri staðreynd að krónan er í dag alltof sterk, en útgáfa krónubréfa hefur valdið því að milljarðar íslenskra króna hefur verið dælt inní hagkerfið. Þetta hefur haft margar hliðarverkanir, sem dæmi þá má nefna hærri vexti, hærra verðlag (verðbólga), hærri vísitölu og fleira í þeim dúr. En aftur á móti er það þannig að ballið mun ekki byrja á íslenskum fjármálamörkuðum fyrr en krónunnar fara að streyma aftur út. En eins og staðan er núna, þá má hvorki markaðir í Evrópu eða Bandaríkjunum hósta þá nötrar allt of skelfur hérna á landi og krónan sveiflast eins og jo-jo alla vikuna ef svo ber undir.

Ég persónulega er að undirbúa mig fyrir harðari tíma í fjármálum, það er vonandi að fleiri geri slíkt hið sama.

Tengist frétt: Krónan heldur áfram að veikjast