Jarðskjálftahrinan að enda ?

Í allan dag hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni og verða núna færri en einn jarðskjálfta pr 60 mín (1 klukkustund). En síðasti jarðskjálfti varð klukkan 19:20 fyrir norðan Selfoss og var stærð hans minni en 1 á ricther.

Spurningin er hvort að þessari hrinu sé lokið er hinsvegar ósvarað á þessari stundu. En flest bendir til að svo sé, þó svo að það sé ekki öruggt á þessari stundu.

Tengist frétt: Jarðskjálftahrinan virðist í rénun

Ísland í dag á Stöð 2

Ekki veit ég hvað fólkinu sem ritstýrir Ísland í dag gengur til með að henda inn tónlist inní viðtal við fatlaða konu. Þetta er eins ósmekklegt og ljótt og hægt er að finna í sjónvarpi. Einnig sem þetta dregur úr gildi viðtalsins, og sértaklega þegar maður er að reyna að hlusta á viðtalið.

Er Ísland í dag á Stöð 2 viljandi að reyna að koma í veg fyrir fólk geti hlustað á svona viðtöl.
Fréttatíminn á Stöð 2 minnir mig reyndar orðið óþægilega á fréttatíma annar sjónvarpsstöðvar frá Bandaríkjunum, sú sjónvarpsstöð er ekki til sóma og hefur aldrei verið það. Ég er að tala um Fox News.

Handónýtt sjónvarp yfir adsl

Sjónvarp yfir adsl er handónýtt hjá mér. Og er búið að gera margt til þess að reyna að laga það, ég er búinn að fá nýjan router og það er búið að mæla línuna hjá mér, margoft. En ekkert virkar og ég sit uppi með þetta hérna á skjánum þegar ég ætla að nota sjónvarp yfir adsl. Myndin kemur fyrst inn þegar ég kveiki á adsl myndboxinu, en þess á milli er það svartur skjár eða skilaboðin sem segja mér að ekki náist samband við þjónustuna og ég þurfi að reyna aftur eða tala við Símann.

Rúv+

Hægt er að nálgast stærri mynd hérna.

Og í þokkabót þá er Stöð 2 úti með „No Signal!“ á DVB-T móttakaranum og er víst búinn að vera þannig síðan klukkan 09:00 í morgun. Einhver bilun víst.

Minniháttar jarðskjálftar

Þessir jarðskjálftar í Vatnajökli eru minniháttar atburðir og ég skil ekki afhverju þessir smá jarðskjálftar urðu að fréttaefni.

Af jarðskjálftnum norðan Selfoss er það að frétta að mikið hefur dregið úr virkninni miðað við það sem var í nótt og morgun. En enginn jarðskjálfti hefur komið fram síðan klukkan 12:15, en það þýðir ekki að hrinunni sé lokið. Hugsanlegt er að þetta sé ekkert nema bara hlé í hrinunni, slíkt hefur gert oft áður þegar svona jarðskjálftahrinur verða. Næstu klukkutímar munu skera útum það hvort að þessari hrinu sé lokið eða ekki.

Tengist frétt: Tveir jarðskjálftar mældust á Vatnajökli

Ímyndunarveiki á háu stigi

Þessi frétt lýsir það sem má kalla ímyndunarveiki á alvarlega háu stigi. En rannsóknir hafa sannað að sú tíðini sem farsímar vinna á hefur ekki nein áhrif á fólk. En 3G kynslóð farsíma vinnur á tíðini í kringum 2100Mhz, en sú tíðini er alltof lág til þess að valda skaða eða veikindum hjá fólki.

Ég hef skrifað [2] áður um svona mál og vísað í rannsóknir þar sem kom í ljós að áhrifa GSM senda á heilsu fólks eru ekki nein. Aftur á móti er það sannað mál ef að fólk ætlar sér að verða veikt, þá getur það orðið það þó svo ekkert sé að því.

Áframhald á jarðskjálftahrinu

Eftir því sem liðið hefur á morgunin hefur orðið ljóst að jarðskjálftahrinan hjá Selfossi á líklega eftir að vara eitthvað fram eftir degi. Flestir af þeim jarðskjálftum sem komið hafa í nótt hafa verið frá ML0.4 uppí ML3.0 (á ricther) að stærð. Framan af nóttu þá var jarðskjálftahrinan á rólegu nótunum, en klukkan 04:36 varð jarðskjálfti uppá ML3.0 (á ricther) að stærð. Hugsanlegt er að jarðskjálftahrinan taki sig upp aftur og getur það gerst hvenar sem er.

Sem stendur er rólegt á jarðskjálftasvæðinu fyrir norðan Selfoss. Það besta sem fólk getur gert er að vera viðbúin samkvæmt leiðbeingum í símaskránni.

Tengist frétt: Jarðskjálftahrinan stendur enn