Kvikmyndafyrirtækin kúga internetþjónustuaðila

Það er greinilegt að siðlausum framkvæmdarstjórum kvikmynda og tónlistariðnaðarins hefur tekist að kúga franska internetþjónustuaðila til hlýðni. Það má alveg reikna með því að ef að þetta verði að raunveruleika að alvarlegir hlutir munir gerast fyrir þá sem standa að þessum samtökum sem ætla sér að stjórna internetinu eins og þeim sýnist. En misnotkun kvikmyndaframleiðenda og tónlistarframleiðenda hefur hingað til farið frekar lágt í dag og hefur ekki verið mikil umræða um siðleysi höfundarréttarsamtaka, sem oft á tíðum neyða höfunda til þess að semja af sér rétt til þess að stjórna sýnum kvikmyndum og tónlist sjálfir (sbr, Stef sem krefst þess að höfundar láti Stef sjá um öll þeirra höfundarréttarmál og þar með ráða höfundar ekki hvað gert er við sín verk).

Framtíðarhorfunar í P2P samskiptum eru þessar í dag, það eru allir að skipta yfir í dulkóðun þannig að ekki sé hægt að sjá á það sem fólk er að ger. Þetta skref hefur nú þegar verið tekið í torrent tækninni þar sem öll samskipti á milli notenda eru orðin dulkóðuð, þetta gildir um flest torrent forrit sem eru í boði. Svo sem Azureus og uTorrrent.

Hérna er önnur frétt um þetta sama mál.

French record industry, ISPs in entente to boot off file-sharers

Tengist frétt: Frakkar grípa til aðgerða gegn ólöglegri dreifingu efnis á netinu