Að nota glæpi til þess að afsaka ritskoðun

Barnaklám er ógeðslegur glæpur, en í staðinn fyrir að lögregluyfirvöld geri það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir það og handtaka þá glæpamenn sem standa að því. Þá fara þau frekar í það að setja upp síjur sem eru gagnlausar og bjóða bara uppá ritskoðun óþægilegra skoðanna. En svona síjur hafa nefnilega verið gómaðar við að síja út hluti sem þær áttu ekki að loka á.

Fyrst og fremst þá er ábyrgðin foreldra að kenna sínum börnum að nota internetið á ábyrgan hátt, en einnig ríkisins að koma upp um glæpi gegn börnum. Svona síjur eru bara afsökun fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda og tilgangur þeirra er oftar en ekki annar en sá sem gefin er upp.

Á því stigi sem að þessar síjur vinna (líklega DNS stigi, þar sem að internet þjónustur hérna á landi nota ekki proxyia) þá verður fólk einfaldlega ekki vart við að lögleg vefsíða sé ritskoðuð, líklega kemur bara upp að umrædd síða finnist ekki eða sé ekki til.

Tengist frétt: Unnið við að setja upp síur fyrir myndefni á netinu

Kominn með nýjan router

Starfsmaður Mílu kom fyrr í dag og lét mig fá nýjan router fyrir adsl-ið. Internet sambandið er strax farið að virka betur en það gerði áður. En stóra spurningin er reyndar sú hvort að adsl tengin hjá mér hættir að detta út eða heldur því áfram. Það er nefnilega erfitt að segja til um það hvort eitthvað sé að adsl sambandinu eða hvort að þetta var bara routerinn sem ég var að nota (sem vara router og ekki nýjasta gerð).

Hitt er svo annað mál að Síminn skuli ekki vera með neina þjónustu hérna í nágrenninu, en Míla er verktaki fyrir Símann í dag. Og þetta er ekki beint í þeirra verkahring að standa í að skipta út routernum.

Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að símaþjónusta á Íslandi snýst núna um peninga, ekki viðskiptavinin. En þetta breyttist hérna á landi þegar Síminn var einkavæddur og gróðasjónarmiðin tóku gildi.

Ég þakkaði starfsmanni Mílu kærlega fyrir nýjan router, enda ekki hægt annað.

Hvenar eru þær þá réttlætanlegar ?

Ef að almennar launahækkanir eru ekki réttlætanlegar í dag, hvenar eru þær þá réttlætanlegar ? Ég spyr vegna þess launahækkaninar voru ekki réttlætanlegar við síðustu kjarasamninga og ekki þar á undan.

Mér sýnst þetta vera ekkert nema græðin sem talar hjá þessum mönnum, en þeir leyfa sér að vera með margföld laun verkamannsins á mánuði, stundum eru laun þessa forstjóra svo hjá að mánaðarlaunin hjá þeim eru eins og árslaunin hjá almennum starfsmanni.

Ég held að það sé kominn tími á verkfall, enda þarf að sparka duglega í rassin á þessum mönnum sem hugsa meira um peninga frekar en hið mannlega.

Tengist frétt: Almennar launahækkanir ekki réttlætanlegar

Græðgin ræður för hjá Samtökum Atvinnulífsins

Það er greinilegt að græðin ræður för hjá þeim sem stjórna Samtökum Atvinnulífsins. Það er orðið nokkuð greinilegt að fólk skiptir þar ekki lengur máli, heldur gróðinn sem skiptir máli og það skiptir engu hversu marga einstaklinga það er valtað yfir til þess að ná umræddum gróða. Eða þjónusta skorin niður.

Græðgin er farin að ráða för í Íslensku þjóðfélagi, með fullþingi stórfyrirtæja þar sem markmiðið er að græða meira í dag en í gær. Og þessi sömu fyrirtækjum er sama hverja þau valta yfir til þess að ná fram umræddum gróða.

Það á ekki að hleypa Samtökum atvinnulífsins eða öðrum einkaaðilum nálægt mati á örorkubótum, heilbrigðiskrefinu eða námskerfinu eða öðrum sviðum þar sem að hlutinir eiga að snúast um þjónustu, ekki gróða.

Tengist frétt: Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja

Kynlaus þingmaður

Ég mæli með því að Kolbrún Halldórsdóttir fari í aðgerð þar sem að hún er gerð kynlaus með öllu. Eða á þann hátt að hún er hvorki karl eða kona. Hún er þá bara hvorugkyn og getur alla daga klætt sig í grá eða hvít föt.

Ég á ekki yfir orð hvað þessi fyrirspurn er vitlaus hjá þingmanni VG. En það kemur svo sem ekkert á óvart, en öfganar í feministum sem hafa tekið öll völd innan VG aukast með hverju árinu sem líður. En það er þannig með öfgamenn að á endanum þá kemst enginn inní hópinn nema þeir sjálfir.

Öfga-feminstar eru vaxandi vandamál hérna á landi og sést það best á svona vitlausum fyrirspurnum sem eru að koma frá þessu liði, sem segist boða jafnrétti en er í raun að boða yfirréttindi sérvaldra kvenna í þjóðfélaginu.

Tengist frétt: Ekki meira blátt og bleikt