Öflugur jarðskjálfti undir Windward eyju

Klukkan 19:00 GMT í dag (29 Nóvember, 2007) varð jarðskjálfti uppá Mw7.4 (á ricther) að stræð undir Windward eyju í karíbahafinu. Dýpi jarðskjálftans var 141 km og olli hann því ekki flóðbylgju eins og hættan hefði verið á hefði þessi jarðskjálfti orðið á minna dýpi. Samkvæmt óstaðfestum fréttum þá hafa tvö hús hrunið, en ekki hafa neinar fréttir borist af slösuðu fólki eða mannfalli í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Einn eftirskjálfti hefur nú þegar komið fram og var stærð hans mb5.3 (á ricther) og dýpið 144 km.

Hægt er að sjá útslagið frá jarðskjálftanum á jarðskjálftavefsíðunni minni hérna (Borgarnes klukkan 19:09), hérna og hérna.

Hérna eru erlendar fréttir af jarðskjálftanum.
Strong earthquake hits Martinique

Tengist frétt: Öflugur jarðskjálfti í Karíbahafi

Ísland á að segja upp WIPO samningum

Ísland er aðili að samningi sem kallast WIPO og er kominn frá Bandaríkjunum, en þessi samningur skyldar lönd sem eru aðilar að honum að taka upp lög sem svipuð eru DMCA lögum Bandaríkjanna að gerð.

En DMCA lögin í Bandaríkjunum eru ein verstu höfundalög sem hægt er að finna á plánetunni, en þar er samtökum höfundarétthafa (svo sem Smáís og Stef) nánast gefið lögregluvald og mjög vítt valdsvið til þess að fara í mál við fólk sem þau telja vera að brjóta höfundarrétt. Einnig sem að DMCA bannar fólki að brjóta upp afritunarvarnir eins og þær sem er að finna á DVD diskum, þó svo að DVD diskurinn sé löglega keyptur og aðeins er ætlunin að horfa á hann í tölvu sem er með Linux/GNU stýrikerfi. En hugbúnaðurinn í Linux/GNU tölvum hefur ekki fengið samþykki framleiðanda og líta þeir því á hann sem ólöglegan.

Í dag bárust fréttir af þeim hörmungum sem WIPO er að færa íbúum Kanada, er þar er verið að reynda að setja ný höfundarréttarlög. Þessi nýju höfundarréttarlög í Kanada eru svo ströng að fólki er bannað að taka afrit af DVD diskum sem það á, einnig sem því er bannað að taka uppúr sjónvarpinu (time shift) og fleira í þeim dúr.

Hérna fyrir neðan er hægt að finna fréttir um þetta mál.

A new copyright law is coming

Canada’s New DMCA Considered Worst Copyright Law

Úr slashdot.org fréttinni.

….Among the many restrictive clauses in this new law, as Michael Geist explains, is the total abolishment of the concept of fair use: ‘No parody exception. No time shifting exception. No device shifting exception. No expanded backup provision. Nothing.’ Geist provides a list of 30 things that can be done to address the issues.“