Gleðilegt nýtt ár 2008

Ég óska lesendum mínum og öðrum gleðilegs nýs árs 2008. Ég vona að allir fari varlega með flugeldana um miðnætti og að þetta verði slysalaus áramót.

Ný jarðskjálftahrina hjá Upptyppingum

Ný jarðskjálftahrina hefur tekið sig upp hjá Upptyppingum. En þessi jarðskjálftahrina hófst 27 Desember klukkan 22:15. Flestir jarðskjálftanir hafa verið mjög smáir og mjög litlir, dýpi þeirra hefur verið í kringum 15 til 10 km. Þessi jarðskjálftahrina er sem stendur ekki mjög stór og hafa innan við 50 jarðskjálftar mælst á svæðinu. En þessi jarðskjálftahrina er á sama stað og jarðskjálftahrina sem átti sér stað fyrr í Desember.

Haftyrðla á Hvammstanga

Ég fann í dag Haftyrðlu á Hvammstanga þegar á var á gangi heim úr sparisjóðnum. En fuglinn var kominn langt inní bæinn og gat ekki hafið sig til flugs af jörðinni. Enda er þetta sjávarfugl. En fuglinn var á götunni og var í stórhættu af bílum og köttum sem eru í bænum.

Ég fór með fuglinn heim, enda vissi ég ekki hvaða tegund þetta var. En þar sem ég heima í blokk þá stoppaði ég við hjá afa og sýndi honum fuglinn. En afi hafði séð þennan fugl í Morgunblaðinu og bar því strax kennsl á hann. Því var ákveðið að hann mundi skulta mér niður á höfn svo að ég gæti sleppt fulginum í sjóinn. Enda á fuglinn þar heima. Nokkrum mínótum síðar sleppti ég fuglinum í smábátahöfninni, enda best aðgengi þar og ég sá ekki betur en að fuglinn vær mjög ánægður með það að vera kominn aftur í sjóinn. En þar gat hann synt um og væntanlega fundið sér eitthvað ætilegt. En ég veit ekki hvað þessir fuglar borða.

Ég veit ekki hversu oft þessir fuglar hafa sést hérna á Hvammstanga, en þó væri gaman að fá að vita það. En samkvæmt fréttum þá hafa þessir fuglar verið að hrekjast hingað til lands, líklega undan vindi, frétt Rúv.is, Haftyrðlar á landinu.

Hérna er mynd af umræddri fuglategund. Myndin er af vef Rúv.is.

Haftyðla

Gleðileg Jól og blogg jólafrí

Ég óska lesendum mínum og öðrum gleðilegra jóla og vona að allir hafi það gott um jólin.
Ég ætla mér núna að taka mér frí frá blogginu fram yfir jól og áramót og hvíla mig á því að skrifa á blogginu. Ég mun þó skrifa um jarðskjálfta og eldgos ef svo ber undir.

En gleðileg jól til allra og hafið þið sem best.

Merkilegur fundur

Þessi loftsteinn er merkilegur og mun færa vísindamönnum mikilvæga þekkingu á þróun og myndun sólkerfsins. En til þess að ná alla leið til jarðar hefur þessi loftsteinn verið sæmilega stór, líklega örlítið stærri en körfubolti.

Ekki kemur fram hvaða gerðar þessi loftsteinn er, en líklegt er að hann hafi verið kolefnisgerðar.

Tengist frétt: 4,5 milljarða ára gamall loftsteinn í Perú

Loftsteinn rekst hugsanlega á Mars í enda Janúar

Vísindamenn hafa fundið loftstein sem er hugsanlega á árekstarbraut við Mars. En samkvæmt útreikningum vísindamannana þá er möguleikinn á að loftsteinnin rekist á Mars 1 á móti 75 og telst það vera mjög miklar líkur, ef til árekstar kæmi þá mundi hann eiga sér stað þann 30 Janúar 2008. Sem stendur þá sjá vísindamenn ekki loftsteinin vegna þess að tungl jarðar skyggir á braut loftsteinsins til Mars.

Vísindamenn telja að þessi loftsteinn sé fær um að búa til Tunguska líkan atburð á yfirborði Mars.

Hérna er hægt að lesa betur um þetta.

Asteroid on track for possible Mars hit

Tekið á einokun 365 miðla

Það er gott mál ef að það er verið að taka á einokun 365 miðla. En þeir eru farnir að misnota markaðstöðu sína á mjög grófan hátt. En áskriftarverð allra sjónvarpsstöðva 365 miðla er orðið gífurlega hátt og ekki í neinu samræmi við kostnað að mínu mati.

Það eru einnig góðar fréttir ef að gervihnattasjónvarp er að fara að koma á markað hérna á landi. En Canal Digital er fyrst og fremst gervihnattasjónvarp á norðurlöndunum.

Tengist frétt: Telja líklegt að 365 hafi brotið gegn samkeppnislögum

Stórtjón í jarðskjálfta á Nýja Sjálandi

Í morgun klukkan 07:55 GMT varð jarðskjálfti uppá mb6.6 að stærð á norðari eyju Nýja Sjálands og var dýpi hans 60 km samkvæmt EMSC. Samkvæmt fréttum þá varð mikið tjón í þessum jarðskjálfta og mörg hús eru mjög mikið skemmd eftir jarðskjálftan, ef ekki ónýt. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón vegna þessa jarðskjálfta. Jarðskjálftinn olli rafmagnsleysi í 40 mínótur eftir að hann reið yfir í nálægum borgum á Nýja Sjálandi, en einnig í borginni sem var næst upptökum jarðskjálftans.

Nánar um jarðskjálftann hérna.

Gisborne hit by quake
Major damage reports after quake rocks NZ
Massive earthquake shakes New Zealand
Gisborne has borne the brunt of a 6.8 magnitude quake, which was felt throughout New Zealand on Thursday night.

Engin afsökunarbeiðni

Það kemur mér ekki á óvart að Bandarísk stjórnvöld skuli harma þetta, frekar en að byðjast afsökunar á þessu. Utanríkisráðuneytið á að ganga eftir afsökunarbeiðni á meðferðinni á Erlu Ósk. Annars munu Bandaríkjamenn halda áfram að haga sér eins og þeir hafa gert undanfarin ár.

Að mínu mati þá er þetta ekki ásættanlegur endir á málinu. Íslenka ríkisstjórnin þarf að ganga miklu harðar fram í þessu máli en hefur verið gert. Fyrr gerist ekki neitt í réttindamálum ferðafólks.

Tengist frétt: Harma meðferðina á Erlu Ósk