Skattleysi virkar ekki í efnahagsmálum

Það er boðað í efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem núna eru í ríkisstjórn að efnahagsmálin skuli snúast um lága skatta og betri efnahag. Það hefur hinsvegar sannast að raunveruleikinn er annar. Lágir skattar þýða einfaldlega lélegri efnahag og lélegra atvinnulíf fyrir alla. The Daily Show fór ágætlega yfir stöðina þegar hvað gerðist í Kansas í Bandaríkjum þegar svona stefna var sett í framkvæmd. Hægt er að horfa á myndbandið hérna. Jóhann Hauksson fór einnig ágætlega yfir þetta á DV í dag, greinina hans er hægt að lesa hérna.

Þetta er að gerast á Íslandi. Þar sem skattleysisstefan hefur fengið að ráða frá upphafi kjörtímabilsins. Niðurstaðan á Íslandi er að verða sú sama og í Kansas. Ónýtir innviðir samfélagsins og ríkt fólk sem er eingöngu að græða meira. Það sem þarf að gera er að skattleggja ákveðna tekjuhópa þjóðfélagsins alveg upp í 60% af þeirra tekjum á Íslandi, þetta þarf að gilda jafnt um fyrirtæki sem einstaklinga. Þannig er hægt að viðhalda jöfnuði í samfélaginu og tryggja að innviðir Íslands grotni ekki niður eins og núna er að gerast.

Matvælaöryggi þvælist fyrir Morgunblaðinu og Heimssýn

Þegar staðreyndir eru ekki athugaðar þá gerist ýmislegt. Sérstaklega þegar um er að ræða matvælaöryggi hjá Evrópusambandinu, sem er tekið mun alvarlegra en á Íslandi eins og dæmin hafa sannað. Öryggi matvæla virðist ekki vera hátt skrifað hjá Heimssýn eða Morgunblaðinu. Enda finnst þessum aðilum þessar reglur sem banna innflutning skelfisks til Evrópusambandsins og EES vera alger óþarfi, þó svo að kannanir hjá matvælaeftirliti Evrópusambandsins hafi leitt það í ljós að framleiðslu umrædds skelfisks var skortur hreinlæti og því réttlætanlegt að banna innflutning hans til Evrópusambandsins á meðan framleiðslan uppfyllti ekki kröfur Evrópusambandsins um matvælaöryggi og hreinlæti.

Bjánaleg grein Heimssýnar

Urmull af óþörfum ESB-tilskipunum (Heimssýn)

Upplýsingar um umræddan skelfisk og reglugerð Evrópusambandsins

Bivalve mollusks (e.g., clams, oysters, mussels, scallops) have an external covering that is a two-part hinged shell that contains a soft-bodied invertebrate (NOAA)
Bivalvia (Wikipedia)

REGULATIONS COMMISSION IMPLEMENTING REGULATION (EU) No 743/2013 of 31 July 2013 introducing protective measures on imports of bivalve molluscs from Turkey intended for human consumption (Text with EEA relevance) (EUR-Lex, ESB) – Ástæður innflutningsbannsins koma fram hérna.

REGLUGERÐ um verndarráðstafanir varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis.

Heimssýn og Morgunblaðið æsa sig yfir tilskipun ESB sem er ekki til

Hvorki Morgunblaðið eða Heimssýn stíga í vitið þegar það kemur að umfjöllun um Evrópusambandið. Enda hatast báðir þessir aðildar útí Evrópusambandið út frá þröngum sjónarmiðum íslenskra sérhagsmuna, sem eru til sakaða fyrir allan almenning á Íslandi. Eitt af því sem Morgunblaðið og Heimssýn gera er orðið mjög rússneskt, það er að dreifa áróðri um Evrópusambandið. Einn slíkur áróður kom fram um daginn. Þar er því haldið fram að Evrópusambandið sé að setja reglugerð eða lög um stærð sturtuhausa. Samkvæmt athugun sem ég gerði, þá er ekkert slíkt á dagskrá hjá Evrópusambandinu. Enda ráða aðildarríki Evrópusambandsins því sjálf hvernig þau haga reglum um notkun vatns innan sinna landamæra.

Það er til fullt af lögum um vatn hjá Evrópusambandinu, en allar þær reglur snúa að gæðum vatns, stjórnun á gæðum vatns og slík atriði. Íslendingar hafa tekið allar þessar reglur upp hjá sér í gegnum EES samninginn (eftir því sem ég kemst næst). Enda fellur þetta undir umhverfismál innan EES samningins að mestu leiti.

Sjá nánar hérna.

Skýrsla um notkun vatns innan ESB (pdf skjal)
Brussels rules out EU-wide water efficiency target (EurActiv)
Water Framework Directive (Wikipedia)
The EU Water Framework Directive (European Union)
Drinking Water (European Union)
Council Directive 98/83/EC of 3 November 1998 on the quality of water intended for human consumption (EUR-Lex)

Heimssýn leyfir dónaskap ef fólk er sammála þeim

Yfirstéttar bjánarnir á Heimssýn eru búnir að banna mig fyrir að vera með „dónaskap“, þeir hafa jafnvel verið að skamma fólk fyrir að vera með „dónaskap“ þegar þeim er svarað efnislega. Þegar viðkomandi er hinsvegar sammála Heimssýn og er með yfirgenginlegan dónaskap og hagar sér almennt eins og fábjáni og ruddi, þá er það allt í lagi litið fram hjá því af hálfu Heimssýnar.

heimssyn.blog.is.svd.16.10.2015
Þú svaraðir efnislega og notaðir sterk orð og ert því með dónaskap samkvæmt Heimssýn. Myndin er tekin af vefsíðu Heimssýnar.

Svarið hérna að ofan er fengið af vefsíðu Heimssýnar hérna. Þegar menn eru hinsvegar sammála Heimssýn. Þá leyfist þetta hérna.

palli.heimssyn.blog.is.svd.16.10.2014

palli.heimssyn.blog.is.svd.16.10.2014.2

palli.heimssyn.blog.is.svd.16.10.2014.3

Allar myndirnar eru fengnar af heimasíðu Heimsýnar. Síðasta myndin er fengin af þræðinum sem ég vísa í hérna að ofan. Hinar tvær eru fengnar héðan. Hjá Heimssýn gilda ekki sömu reglur um alla. Hvaða reglur gilda hjá Heimssýn veltur á því hvort að viðkomandi er sammála þeim eða ekki. Ef fólk gerir eins og ég gerði, svaraði þeim með staðreyndum þá er öllu skellt í lás og viðkomandi bannaður um alla framtíð frá því að tjá sig á vefsíðu Heimssýnar. Hvað Heimssýn sem samtök varðar, þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þeim. Samtök sem eru sett saman úr gráðugum sérhagsmunaaðilum og öfgafólki munu bara fara eina leið, og sú leið er beint í ruslatunnuna með skömm.

Síðan gengur Ísland í Evrópusambandið og tekur upp evruna sem gjaldmiðil.