Lygin á Evrópuvaktinni um landbúnaðarmál innan Evrópusambandsins

Þeir eru óhemju ósvífnir mennirnir sem reka vefinn Evrópuvaktina. Enda er annar þeirra fyrrverandi stjórnmálamaður, en engu að síður gjörsneiddur öllu siðferði og siðferðiskennd. Hinn er fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og hann skortir alla sómakennd í dag. Þó svo að hann viti fullvel að það sem kemur fram á þeim vef sem hann rekur og er í ábyrgð fyrir er lygi varðandi Evrópusambandið. Í nýlegri fullyrðinu Björns Bjarnarsonar, annars eiganda og ritstjóra Evrópuvaktarinnar er þessi hérna fullyrðing sett fram.

Þegar hlustað er á málflutning ESB-aðildarsinna draga margir örugglega þá ályktun að innan Evrópusambandsins ríki frelsi í framleiðslu og sölu á landbúnaðarafurðum. Ekkert er fjær lagi eins og sést til dæmis á einkarétti einstakra héraða eða landsvæða til að framleiða vörur sem aðeins má selja með upprunamerkingum. Óttast Þjóðverjar að þessi einkaréttur verði afnuminn með fríverslunarsamningi við Bandaríkin sem nú er til umræðu. […]

Fulla grein er að finna hérna. Vitnað Björn Bjarnarson í þann 22-Febrúrar-2015 klukkan 02:34.

Þetta er lygi hjá Birni Bjarnarsyni. Það er fullt viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur innan Evrópusambandsins. Einkaréttur er annað og verndar eingöngu sérstakar tegundir matar undir ákveðnum nöfnum. Mjólkursamsalan á Íslandi hefur sem dæmi sótt það fast núna innan Evrópusambandsins að fá einkaleyfi á orðinu „skyr“ innan Evrópusambandsins og á þeim markaði í heild sinni. Þessi einkaréttur verður ekki afnumin og fullyrðingar um slíkt eru fáránlegar. Hvað viðskiptasamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna varðar. Þá er ýmislegt rætt þar og mikið sem á eftir að semja um á þessari stundu. Íslendingar eru ekki aðilar að þessum samningaviðræðum, enda ekki aðildarþjóð að Evrópusambandinu. Þó svo að íslendingar hafi reynt að sníkja sér leið inn í þessa samninga þegar þær hófust.

Þegar að því kemur að íslendingar fari að ræða landbúnaðarmál við Evrópusambandið (væntanlega eftir næstu kosningar) þá mun þetta atriði alveg örugglega koma fram. Enda hafa íslenskir framleiðsluaðilar talsverða hagsmuna að gæta varðandi einkarétt á íslenskum vörum sem eru eingöngu framleiddar á Íslandi. Ég er alveg viss um að Björn Bjarnarson mun væla eins og honum er einum lagið varðandi þær samningaviðræður, þegar þær hefjast aftur. Enda vantaði ekki vælið í manninum (og Styrmi) þegar aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins voru í fullum gangi á sínum tíma. Báðir þessir menn eru komnir á ellilaun og ættu að hætta að tjá sig um og skipta sér af málum sem koma þeim í raun ekki við í dag. Enda er Evrópusambandið og aðild Íslands málefni sem skiptir ungu kynslóðina máli í dag og hún ætti að fá að ráða því hvort og hvernig Ísland gengur í Evrópusambandið.

Ekki einhverjir gamlir menn sem eru orðnir steinrunnir í hugsun eins og tröllin í íslensku þjóðsögunum.