Heimssýn er einangrunar- og einokunarklúbbur

Það verður ekki sagt að Heimssýn kunni að fara með staðreyndir eða sannleikann. Reyndar kann Heimssýn ekki að fara með neitt annað en lygar, þvælu og áróður, allt saman upp á kaldastríðs veginn sem þeim gamalmennum sem stjórna og sitja í Heimssýn er svo tamur. Enda er ekki hægt að kenna þessum mönnum neitt og þeir hafa ekki tekið neinum framförum síðan árið 1970 þegar þeir stöðnuðu eins og tröllin í íslensku þjóðsögunum. Illu heilli þá hafa þessir menn því miður komist á internetið og dreifa þar þröngsýni sinni og heimsku úti um allar koppagrundir og skammast sín ekkert fyrir það. Hvorki heimskuna eða þröngsýnina.

Það sem fæstir átta sig á varðandi stjórnmálin á Íslandi í dag er sú staðreynd að allir íslensku stjórnmálaflokkanir eru þjáðir að einangrunarkenndum fyrri tíma og er Samfylkingin þar ekki undanskilinn, þó svo að minnst beri á því þar. Það hefur einnig reynst erfitt í íslenskum stjórnmálum að losna við fólk sem er þjáð af einangrunarhyggju og hreinni valdagræðgi. Alltof margir einstaklingar sem þjást af slíku sitja á Alþingi íslendinga núna í dag, og alltof margir slíkir einstaklingar sækjast inn í stjórnmálaflokkana á Íslandi. Á meðan fólk sem gæti gert eitthvað í stjórnmálum á Íslandi og hugsanlega breytt stöðu mála til hins betra er skipulega haldið fyrir utan íslensk stjórnmál.

Nýjasta grein Heimssýnar heldur því fram að baráttan um aðild Íslands að Evrópusambandinu sé ekki þessi virði. Staðreyndin er sú að Stefán Ólafsson var að fjalla um þá staðreynd að vinstri stjórnmál á Íslandi eru mjög sundurleit, enda er frelsið meira hjá vinstra fólki en hægra fólki á Íslandi. Hjá vinstri mönnum fær fólk að taka ákvarðanir eftir sinni eigin sannfæringu, það leiðir oft til átaka og sundrungar. Reyndar er kosturinn við það er að slíkt heldur hinu pólitíska kerfi hreinu og hrekur í burtu þá sem eru ónýtir í stjórnmálanum (svona oftast). Það tekst ekki alltaf, eins og Jón Bjarnarson og Ögmundur Jónasson sönnuðu á síðasta kjörtímabili.

Baráttan fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu er alveg þess virði og gott betur. Enda er alveg ljóst að ef íslendingar ætla sér að eiga framtíð efnahagslega þá þarf Ísland að ganga í Evrópusambandið og það er ekki víst að eftir næstu breytingar á Evrópusambandinu (15 – 25 ár) verði EES samningurinn ennþá í gildi. Það er einnig hætta á því að EFTA hætti starfsemi ef Noregur eða Sviss (og Lichtenstein) ganga útúr því. Það er lítið hægt að treysta á framtíð EFTA eins og staðan er í dag. Síðan er alveg ljóst að til framtíðar þá geta íslendingar ekki haldið áfram að nota íslensku krónuna. Þar sem bæði er vaxtastigið hátt vegna hennar, sem hamlar hagvexti og síðan er ekki raunhæft að hafa íslensku krónuna sem fljótandi gjaldmiðil, til þess er íslenska krónan einfaldlega alltof lítil. Ástæða þess að Danmörk er með gengi dönsku krónunnar fasttengt við gengi evru er einfaldlega sú staðreynd að Danir líta svo á að Danska krónan sé einfaldlega of lítil til þess að láta hana fljóta á alþjóðlegum mörkuðu og þó er danska krónan margfalt stærri en íslenska krónan.

Síðan er nauðsynlegt fyrir íslendinga að losna úr fjötrum kerfis sem hefur eingöngu þann tilgang að verja þá innlendu einokun sem hefur verið rekin á Íslandi síðan um í kringum 1950, eða í meira en hálfa öld (eftir því sem ég kemst næst). Sú einokunarstarfsemi er ekki heilbrigð og hefur eingöngu skilað hærra verðlagi og minna úrvali til íslendinga á undanförnum áratugum.