Evrópuvaktin gefst upp og lokar

Evrópuandstæðingar á Íslandi eru loksins farnir að átta sig á stöðu mála og þeirri staðreynd að á Íslandi mun ekkert breytast, hvorki efnahagslega eða stjórnmálalega fyrr en ísland gengur í Evrópusambandið (og meðal annars tekur upp evruna sem gjaldmiðil). Á þessu hafa þeir sem reka vefinn Evrópuvaktina áttað sig á og þeir umsvifalaust lokuðu vefnum í kjölfarið þegar þeir áttuðu sig á þessari staðreynd.

Staðreyndin er sú að aðild Íslands er mjög nærri og gæti hugsanlega gengið í gegn eftir næstu alþingiskosningar ef stjórnmálaflokkar sem styðja aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komast til valda, eitthvað sem er í raun engan veginn tryggt, miðað við hvernig íslenskir kjósendur haga sér í dag. Næst vonast ég til þess að Heimssýn átti sig á staðreyndunum og loki einnig. Það er þó ólíklegra, þar sem þeir búa eru hreinir þjóðernissinar í bland við annað öfgafólk. Það fólk er ekki líklegt til þess að láta af þeim ranghugmyndum sem það hefur um Ísland, íslendinga og efnahagslega stöðu Íslands.