Það er enginn Bónus verslun í Skagafirði

Það er athyglisverð staðreynd að í Skagafirði er engin Bónusverslun. Sú saga gengur af því máli að Kaupfélag Skagfirðinga hefði einfaldlega hótað Bónus því að þeir mundu ekki fá neitt kjöt afgreitt frá þeim ef þeir kæmu með verslun í Skagafirði. Hvort að þessi saga er sönn veit ég ekki, þó er ýmislegt sem bendir til þess að svo sé.

Tal manna í Skagafirði um „hatursorðræðu“ gegn Skagfirðingum er eintóm þvæla. Breytir þar engu þó svo að Bjarni Jónsson í sveitarstjórn Skagafjarðar fullyrðir að svo sé. Staðreyndin er mjög einföld og augljós. Kaupfélag Skagfirðinga er orðið einokunarveldi í Skagafirði og heldur öllum þar sem þurfa að stunda viðskipti í sínum heljargreipum. Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið að bjóða uppá vaxtalaus lán til ýmissa hluta undanfarin ár í Skagafirði. Síðan hefur Kaupfélag Skagfirðinga verið að bjóða bændum lán og eru þau alveg vaxtalaus að sögn (þó er það verðtryggt sem er í raun verðbólgutengdir vextir á höfuðstól lánsin). Hætt er þó við að eina skilyrðið sem bændur þurfa að hlíta er að þurfa að leggja allt sitt inn til KS um alla framtíð löngu eftir að lánið er greitt upp (ef slíkt er mögulegt vegna verðtryggingar, ég er mjög efins að slíkt sé hægt hjá þeim bændum sem tóku slík lán). Síðan hefur KS verið að stækka við sig þar sem fólk minnst von á því, eins og sjá má hérna.

Þó er þetta ekki nema lítið brot af því sem gengur á varðandi Kaupfélag Skagfirðinga. Áhrif þess á stjórnmálin á Íslandi eru í dag gífurleg og það er í reynd skelfileg staðreynd að svo sé raunin. Slíkt hefur ekkert með neina hatursumræðu að gera eins og Bjarni Jónsson heldur fram. Hérna er um að ræða eðlilega gagnrýni á fyrirtæki sem hagar sér með ósiðlegum hætti.

Heimild: Hat­ursorðræða gegn Skagaf­irði (mbl.is)

Stjórnlaus þröngsýni skaðar viðskipti íslendinga við útlönd

Fréttamiðilinn Stundin flettir ofan nýjustu spillingu á Íslandi og sýnir þar fram á hvernig hagsmunir Íslands skaðast vegna spillingar í hæstu valdastöðum á Íslandi. Nýjasta dæmið sýnir hvernig íslendingar eru að láta frá sér markað 510 milljón manna (rúmlega) og vilja í staðinn fara á markað þar sem eingöngu eru rúmlega 130 milljónir manna (Rússland).

Þetta er auðvitað heimska af hæstu gráðu sem er um að ræða hérna og afskaplega slæmt vit á viðskiptum að haga málum svona og gífurlega mikla þröngsýni á viðskipti og heiminn í kringum Ísland. Sérstaklega þar sem Stundin nefnir í sínum greinum að Kaupfélag Skagfirðinga vill ekki fá greitt í peningum fyrir þær vörur sem eru sendar út. Heldur vill KS fá greitt í timbri, olíu og fiski í staðinn fyrir lambakjöt. Helstu talsmenn vöruskipta á Íslandi er fornmaðurinn Guðni Ágústsson, auk Jóns Bjarnarsonar sem tafði aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu til loka síðasta kjörtímabils þegar hann var ráðherra í ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar.

Það er ekkert annað en hrein geðveiki að fórna markaði uppá 500 milljónir manna í staðinn fyrir ótraustan markað í Rússlandi, þar sem er ekki víst að nokkuð fáist greitt upp í það sem sent er vegna stöðu efnahagsmála í Rússlandi. Síðan er hérna um að ræða afskaplega slæma meðferð á utanríkismálum Íslands og staðan þar getur og mun væntanlega eingöngu versna á næstu mánuðum á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd á Íslandi.

Til þess að fá frekar upplýsingar um hvað málið snýst. Þá hvet ég fólk til þess að lesa ítarlega fréttir Stundin. Áskriftar er krafist.

Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB (Stundin)
Ísland tvíeflist í útflutningi til Rússlands í kjölfar innflutningsbanns (Stundin)

Blásið í nýja efnahagskreppu á Íslandi

Núna er verið að blása í nýja efnahagsbólu á Íslandi og efnahagskreppu í kjölfarið. Ástæða þessa er mjög einföld, núverandi ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun að setja 80.000 milljónir króna í hagkerfið án þessa að innistæða væri fyrir því. Þetta hefur valdið neyslubólu og aukinni verðbólgu í kjölfarið. Einnig sem að húsnæðisverð hefur farið hækkandi undanfarna mánuði af sömu ástæðu.

Ekki veit ég hvernig næsta efnahagskreppa hefst eða hvenær nákvæmlega sú kreppa skellur á. Almenna reglan er samt sú að um er að ræða tvö til fimm ár frá toppi efnahagsbólu á Íslandi þangað til að efnahagskreppa skellur á. Það fer eftir aðstæðum hvernig málin þróast á hverjum tíma. Hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands mun líklega flýta því að kreppa skelli á Íslandi, verðbólgan mun einnig aukast á Íslandi á næstu mánuðum. Þó ekki eingöngu vegna hækkunar stýrivaxta, heldur einnig vegna þeirra 80.000 milljóna króna sem voru settar úti í hagkerfið án þess að fyrir þeim væri innistæða. Síðan mun skuldsetning aukast á næstunni, bæði vegna verðbólgu en einnig vegna þess að laun á Íslandi eru lág og fólk er oft að bjarga sér með því að taka yfirdráttalán til þess að komast af síðustu daga mánaðarins. Slíkt skapar vítahring vandamála sem mun seint verða leystur nema með hærri launum á Íslandi, eitthvað sem núna er verið að berjast gegn af atvinnurekendum og íslenska ríkinu þessa stundina.

Þessa stundina er handstýring á gengi íslensku krónunnar. Þó er alveg eins víst að gengi íslensku krónunnar verði fellt handvirkt þegar efnahagskreppan á. Slíkt hefur verið stíll í íslenskum stjórnmálum um áratugaskeið og það er ekkert sem bendir til þess að íslensk stjórnmál hafi breyst í eldri stjórnmálaflokkunum eftir efnahagshrunið árið 2008.

Sveitastjórn Þingeyjasveitar segi af sér án tafar

Í ljósi ritskoðunartilburða sveitarstjórnar þingeyjasveitar þá er það mín krafa og væntanlega fleiri að sveitarstjórnin segi af sér án tafar. Ástæðan er sú að hérna er verið að ganga gegn frelsi fjölmiðla í Þingeyjarsveit með mjög alvarlegum hætti. Það er Vísir.is sem segir frá þessari þöggunartilraun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar (tengill neðst). Fjölmiðlinn 641.is fjallar um þetta mál hérna á vefsíðu sinni. Þetta hérna er enn eitt dæmið um þá afskaplega óvönduðu stjórnsýslu sem á sér stað á Íslandi og ekki er brugðist við, enda á svona stjórnsýsla að vera afsagnarsök í öllum tilfellum. Hérna er um að ræða þöggunartilburði, ritskoðunartilburði og ógnun í garð frjálsra fjölmiðla í þessu sveitarfélagi og í raun víðar á Íslandi. Þetta er ekki eina dæmið um svona hegðun og oft á tíðum er þessi hegðun mun stórtækari en það sem gerðist hérna. Svona hegðun íslenskra stjórnmálamanna verður að hætta, annars er ekki hægt að reka lýðræðisþjóðfélag á Íslandi.

Frétt vísir.is

Meirihluti Þingeyjarsveitar hjólar í héraðsmiðil