Viðvörun: Spretti-glugga spam á vísir.is

Undanfarið hefur fréttavefurinn Vísir.is verið að dæla á vafra fólks spretti-gluggum. Það skiptir engu máli hvort að viðkomandi er í farsíma eða í tölvu. Pop-up glugganir hrúgast inn, þó svo að spretti-glugganir séu sjálfkrafa stoppaðir af Firefox eða þeim vöfrum sem fólk notar, þó svo að þessir vafrar stoppi eitthvað af þessum spretti-gluggum þá tók ég eftir því áðan að það virðist ekki virka alltaf núna, þessir spretti-gluggar eru farnir að komast í kringum spretti-glugga vörnina sem er innbyggð í vafra sem fólk notar.

Hérna er skjáskot sem ég tók í dag af sprettu-glugga plágunni á Vísir.is. Þarna höfðu komið fram yfir 50 spretti-gluggar sem vafrinn hjá mér lokaði sjálfkrafa alltaf, sem betur fer segi ég. Þar sem svona margir spretti-gluggar eru meira en nóg til þess að valda hruni í tölvum eða vafra hjá fólki.

popupspam.visir.is.31.10.2015
Vísir.is í spretti-gluggunum til þess að selja ódýrar auglýsingar. Skjáskot tekið þann 31-Október-2015.