„Ný“ ríkisstjórn er vanhæf og gjörspillt

„Ný“ ríkisstjórn framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks er gjörspillt og vanhæf að auki. Hérna er í reynd ekki um neina breytingu að ræða og ekki hefur verið horfið af braut spillingar og einkavinagreiða hjá þeim stjórnmálamönnum sem þessa ríkisstjórn sitja.

Slíkt á ekki að líðast í nútímasamfélögum, enda hefur spilling gífurleg áhrif og það er alltaf almenningur sem borgar fyrir þessa spillingu, þá með verri þjónustu, niðurskurði á velferðarkerfinu og lélegum innviðum íslenska ríkisins. Eins og sést hefur á undanförnum árum á Íslandi. Það á ennfremur að kjósa strax á Íslandi, ekki í haust, enda var það „loforð“ sem gefið var um kosningar svo loðið og laust í sér að ekki er hægt að taka mark á því.

Af þessu sögðu þá hvet ég alla til þess að koma og mótmæla. Vinsamlegast skiljið börnin efir heima ef meiri harka skyldi færast í mótmælin, þá er hætta á ofbeldisfullum viðbrögðum lögreglu sem er vopnuð á Austurvelli með kylfur og piparúða.