„Skýrsla“ Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns framsóknarflokksins

„Skýrsla“ Vigdískar Hauksdóttur sem er þingmaður framsóknarflokksins er ekkert annað en kirsuberja tínsla (cherry picking) sem hefur ekki annan tilgang en að gera lítið úr ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna, auk þess að reyna að búa til skömm á Steingrím Joð Sigfússon. Enda fer Vigdís Hauksdóttir langar leiðir í að hunsa sönnunargögn sem ekki passa við það sem hún vill fá í „skýrsluna“ og sleppir öllum þeim staðreyndum um framsóknarflokkinn og þátt hans í efnahagshruninu árið 2008 á Íslandi, auk þess sem sjálfstæðismenn gerðu á sama tíma. Þetta hefur allt saman komið fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis.

„Skýrslan“ er í reynd engin skýrsla, hérna er einfaldlega um álit og pólitíska misnotkun einnar manneskju að ræða (á nafni fjárlaganefndar og hugsanlega valdsviði nefndarinnar). Þar sem Vigdís Hauksdóttir gróflega misnotar völd sín til þess að reyna að ná fram höggi á andstæðinga sína inná Alþingi, eins og hún hefur verið að gera allt kjörtímabilið gagnvart stofnunum sem henni ekki þóknast, eins og t.d Rúv sem ekki vildi hlíða henni varðandi fréttarflutning og þurfti að sæta grófum og miklum niðurskurði í fjármagni í kjölfarið (þetta er gert með samþykki og framkvæmd sjálfstæðisflokksins svo að því sé haldið til haga).

Ef Ísland væri alvöru lýðræði þá væri Vigdís Hauksdóttir og allar hennar samverkarmenn búnir að segja af sér embættum og þingsetu og mundu jafnvel sæta lögreglurannsókn fyrir misnotkun sína á völdum þeirra á Alþingi. Í minnsta falli mundi þeim verða bannað að bjóða sig aftur fram til kosninga á Alþingi. Ísland er hinsvegar ekki alvöru lýðræðisríki og því kemst vanhæft fólk upp með gjörsamlega vanhæfa hluti og það sem Vigdís Hauksdóttir gerði var bara einn af mörgum öðrum hlutum sem gerðir hafa verið af vanhæfum stjórnmálamönnum á Íslandi um margra ára og áratuga tímabil.

Útlendingastofnun verði kærð fyrir morð

Ég legg til að í hvert skipti sem Útlendingastofnun sendir í burtu flóttamenn sem hafa komið til Íslands til þeirra landa þar sem þeim er bráður dauði vís að Útlendingastofnun verði kærð fyrir morð og morðtilraunir. Samkvæmt íslenskum hegningarlögum þá ber slíkt allt að 16 ára fangelsisdóm. Það er pólitísk ákvörðun að senda fólk útí opinn dauðann, þetta hefur aldrei haft neitt með lög eða reglugerðir að gera. Það er því líka hægt að kæra stofnanir fyrir morð og morðtilraunir. Sitjandi forstjóri og stjórarmenn eiga síðan að sitja af sér dómana í samræmi við ákvörðun dómara. Ég vonast til þess að fyrir hvert skipti sem þetta hefur verið gert, þá verði forstjóri og stjórarmenn Útlendingastofnunar dæmdir í 16 ára fangelsi, með núverandi ákvörðunartöku þá losna þeir úr fangelsi í kringum árið 9000.

Það er gjörsamlega óþolandi að lög og reglur skuli vera settar ofar mannslífum. Sérstaklega þar sem þessi lög og reglur eru settar af fólki og oft í annarlegum tilgangi. Núverandi lög um útlendinga voru sett af Birni Bjarnarsyni, þáverandi dómsmálaráðherra í kringum árið 2002 og þessi lög eru næstum því samhljóma dönsku útlendingalögunum sem voru saminn og sett af fasistunum í danska þjóðarflokknum (Danske Folkeparti) og Venstre, sem þá eins og svo oft áður var í minnihlutastjórn og kom ekki neinu í gegn án þeirra stuðnings. Það er einnig ljóst að Útlendingastofnun ætlar sér að vísa sem flestum frá Íslandi áður en ný lög um útlendinga taka gildi á Íslandi þann 1. Janúar-2017. Enda tryggja ný lög um útlendinga réttindi flóttamanna mun betur en núverandi lög frá árinu 2002.

Útlendingastofnun verður að stoppa. Enda gengur ekki að þessi stofnun brjóti alþjóðlega samninga og sáttmála eins og stofnunin hefur verið að gera undanfarin ár.